Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telur Sjálfstæðisflokknum ekki vera alvara með ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrá

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var­ar við heild­ar­end­ur­skoð­un stjórn­ar­skrár­inn­ar, en álykt­ar að ákvæði um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu verði inn­leitt í nú­gild­andi stjórn­ar­skrá. Katrín Odds­dótt­ir, formað­ur Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins, seg­ir hins veg­ar að sag­an sýni að flokk­ur­inn virði ekki þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur.

Telur Sjálfstæðisflokknum ekki vera alvara með ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrá
Vilja ekki umbylta stjórnarskrá Sjálfstæðisflokkurinn geldur varhug við umfangsmiklum breytingum á stjórnarskrá. Mynd: Heiða Helgadóttir

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um liðna helgi að fara skuli varlega í breytingar á stjórnarskrá, að heildarendurskoðun hennar gæti illa samræmst sjónarmiðum um réttaröryggi og fyrirsjáanleika og að sú leið sem valin hafi verið við endurskoðun á stjórnarskrá nú sé líklegust til að skapa sátt um þær breytingar sem mest séu aðkallandi. Líklegast er þar verið að vísa í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem sagt er að skipa eigi nefnd um málið, sem hefja muni störf í upphafi þings. Sú nefnd hefur hins vegar ekki enn verið skipuð. Formaður Stjórnarskrárfélagsins segir að ályktun Sjálfstæðisflokksins sýni að hann hafi engan raunverulegan áhuga á að breyta stjórnarskránni og að það væri viðeigandi fyrir hann að skipta um nafn, hann sé augljóslega ekki flokkur sem berst fyrir sjálfstæði Íslendinga.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Sjálfstæðisflokksins samþykkti á landsfundi flokksins ályktun þar sem fjallað er meðal annars um stjórnarskránna. Þar segir að hyggja þurfi vel „að breytingum á stjórnarskránni og ráðrúm þarf að gefast, bæði innan þings og utan, til að gaumgæfa tillögur að breytingum á henni. Með tímanum mótast inntak ákvæða hennar, sem skýrast svo í framkvæmd með túlkun dómstóla. Í þessu ljósi telur Sjálfstæðisflokkurinn að fara skuli varlega í breytingar á stjórnarskránni. Heildarendurskoðun sem umturnar öllum ákvæðum stjórnarskrárinnar samræmist illa sjónarmiðum um réttaröryggi og fyrirsjáanleika.“

Segir Sjálfstæðisflokkinn standa í vegi fyrir sjálfstæði

Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir augljóst að þessi ályktun sé bara fyrirsláttur, Sjálfstæðisflokkurinn hafi engan áhuga á að breyta stjórnarskránni, hvað þá endurskoða hana í heild.

„Flokkurinn vill bara ekki að hér verði tekin upp ný stjórnarskrá“

„Þessi flokkur hefur verið við völd meira og minna síðustu áratugina þannig að ef það væri einhver raunverulegur áhuga á því að við Íslendingar eignuðumst okkar eigin stjórnarskrá þá væri Sjálfstæðsflokkurinn að sjálfsögðu búinn að hrinda því í framkvæmd. Það að tiltaka á hátíðisdögum einhver vinsæl orð eins, og þjóðaratkvæðagreiðslur, eða að svara grátbænum forseta lýðveldisins um að hann fengi eðlilega starfslýsingu, það er bara fyrirsláttur að mínu mati. Flokkurinn vill bara ekki að hér verði tekin upp ný stjórnarskrá, ef svo væri þá væri hún löngu komin. Ég myndi halda að það væri viðeigandi, í ljósi þessarar ályktunar og þeirrar vegferðar sem Sjálfstæðisflokkurinn er á í stjórnarskrármálum, að endurskoða nafn flokksins. Þetta er ekki flokkur sem berst fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, það er ekki rétt, og hann getur ekki lengur byggt nafn sitt á sjálfstæðisbaráttunni því hann stendur hreinlega í vegi fyrir lokahnykknum á því að við náum sjálfstæði, sem er okkar eigin stjórnarskrá. Kannski ætti hann bara að taka upp nafnið Afturhaldsflokkurinn eða eitthvað í þá átt.“

Hunsi niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna

Í ályktun Sjálfstæðisflokksins segir að í stjórnarskrá ætti að vera ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, „þannig að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök lagafrumvörp.“ Þetta þykir Katrínu kúnstugt í ljósi sögunnar.

„Flokkurinn hefur farið fremstur í því að hunsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór árið 2012, um nýja stjórnarskrá“

Katrín OddsdóttirFormaður Stjórnarskrárfélagsins segir kyndugt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji innleiða þjóðaratkvæðagreiðslur, flokkurinn hafi verið fremstur í flokki þeirra sem hafi hunsað slíkar niðurstöður.

„Það er nokkuð kyndugt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji innleiða þjóðaratkvæðagreiðslur í því ljósi að flokkurinn hefur farið fremstur í því að hunsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór árið 2012, um nýja stjórnarskrá. Í henni kom meðal annars fram að 83 prósent kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru nú þegar í einkaeigu yrðu þjóðareign. Á það er ekki minnst í ályktunum Sjálfstæðisflokksins og framhjá þessari mjög svo afgerandi niðurstöðu vill flokkurinn augljóslega líta. Hann hefur engan áhuga á að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna og ég veit ekki hvers vegna í ósköpunum flokkurinn er á þeirri blaðsíðu núna að innleiða þær í stjórnarskrá. Það verður þá bara ennþá vandræðalegra í framtíðinni þegar niðurstöður sem flokkurinn telur sér ekki boðlegar verða hunsaðar, enn á ný. Ég held í raun að hið mikilvæga lýðræðislega úrræði, þjóðaratkvæðagreiðslur, sé ónýtt á Íslandi þar til eitthvað gerist varðandi stjórnaskrármálið, eitthvað í átt við það sem ákveðið var í þeirri atkvæðagreiðslu,“ segir Katrín.

Núgildandi stjórnarskrá tifandi tímasprengja

Katrín gefur lítið fyrir fyrirvara og ótta um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar muni umturna öllu og því skuli fara varlega í breytingar. „Fólk sem hefur rýnt í textann í drögum að nýrri stjórnarskrá sér að núgildandi stjórnarskrá heldur sér að miklu leyti, um 80 prósentum. Það bætast hins vegar við ákvæði sem er nauðsynlegt að komi þarna inn, ákvæði um náttúruvernd, um þjóðaratkvæðagreiðslur, um framsal ríkisvalds og annað. Ég held að það sé hægt að segja að allir stjórnskipunarfræðingar hér á landi, og víðar, eru sammála um að við þurfum á slíkum viðbótum að halda. Það þarf til að mynda að setja inn í stjórnarskrána ákvæði um þingræðisreglur því núgildandi stjórnarskrá er bara tifandi tímasprengja. Það að segja að stjórnarskráin hafi til að mynda ekkert haft með hrunið að gera er bara tilraun til að afvegaleiða umræðuna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
3
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
7
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár