Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fulltrúi eigenda N1 vill lækka 5,8 milljóna króna hækkuð laun forstjórans

Formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna vill að Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi selji öll hluta­bréf sín í N1 til að mót­mæla launa­hækk­un for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Stjórn VR krefst þess að aðr­ir starfs­menn N1 fái sam­bæri­leg­ar launa­hækk­an­ir og for­stjór­inn.

Fulltrúi eigenda N1 vill lækka 5,8 milljóna króna hækkuð laun forstjórans
Guðmundur Ragnarsson Telur tilgangslítið að hafa siða- og starfskjarareglur ef ekki er farið eftir þeim. Mynd: Sandra Karls

Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, vill að Lífeyrissjóðurinn Gildi selji öll hlutabréf sín í N1. Guðmundur situr í stjórn sjóðsins og vill með þessu mótmæla launahækkun Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1. Laun og hlunnindi hans hækkuðu um rúmlega eina milljón á mánuði á síðasta ári.

„Það gengur ekki lengur að gera siða- og starfskjarareglur sem enginn fer eftir,“ segir Guðmundur í pistli á vefsíðu félagsins. „Við eigum ekki að biðja þá sem hlut eiga að máli, um að laga eða bæta. Ákvörðunin er að baki og stjórn N1 verður að axla sína ábyrgð. Nú er kominn tími til að lífeyrissjóðirnir, sem eru meðal helstu eigenda, láti til sín taka.“

„Mat mitt er að lækka eigi verulega laun forstjórans sem og laun stjórnar N1.“

Guðmundur segist setja stórt spurningarmerki við hæfi forstjórans og stjórnar félagsins ef þau séu ekki hæf til að lesa inn í ástandið í samfélaginu. „Hvernig fer þetta fólk að því að leggja mat á markaðinn sem fyrirtækið starfar á, ef þau ná ekki að vera í sambandi við samfélagið sem þau búa í,“ skrifar Guðmundur. „Mat á hæfi hlýtur að eiga virka í báðar áttir. Laun geti þá líka lækkað ef hæfnin er ekki til staðar. Mat mitt er að lækka eigi verulega laun forstjórans sem og laun stjórnar N1.“

Stjórn VR samþykkti tillögu þess efnis að aðrir starfsmenn N1 hljóti sambærilegar launahækkanir og forstjórinn, en Lífeyrissjóður verslunarmanna á 13,3% hlut í N1. Verður tillagan lögð fram á aðalfundi N1. „Aðalfundur N1, haldinn mánudaginn 19. mars að Dalvegi 10-14 Kópavogi, ályktar að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á árinu 2017,“ segir í tillögunni. „Laun forstjóra voru á árinu 2017 70,4 m.kr., eða 5,8 m.kr. á mánuði, og hækkuðu þau um 20,6% milli áranna 2016 og 2017.“

Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti hluthafinn í N1 og Gildi lífeyrissjóður sá næst stærsti. Sex aðrir lífeyrissjóðir eru meðal stærstu hluthafa. Hagnaður N1 voru rúmir tveir milljarðar króna árið 2017, en hann drógst saman um 38% frá 2016, þegar hagnaður nam tæpum 3,4 milljörðum króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífeyrismál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu