Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Fáheyrt og stórundarlegt“ að skýrslubeiðni sé stöðvuð

Beiðni Björns Levís Gunn­ars­son­ar og fleiri þing­manna um skýrslu vegna við­bragða við rann­sókn­ar­skýrslu Al­þing­is vegna falls ís­lensku bank­anna 2008 var til um­ræðu á þingi í dag. Skýrslu­beiðn­in var stöðv­uð af stjórn­ar­þing­mönn­um í lok janú­ar.

„Fáheyrt og stórundarlegt“ að skýrslubeiðni sé stöðvuð
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Formaður Viðreisnar gagnrýnir að ríkisstjórnarmeirihlutinn hafi ekki viljað afgreiða skýrslubeiðni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir fáheyrt og stórundarlegt að ríkisstjórn hafi komið í veg fyrir að skýrslubeiðni þingmanna hafi verið afgreidd. Skýrslubeiðni um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis vegna falls íslensku bankanna 2008 var til umræðu á þingi í dag, en atkvæðagreiðslu um beiðnina var frestað í lok janúar. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sagðist mundu taka það til skoðunar að setja skýrslubeiðnina aftur á dagskrá.

Beiðnin var lögð fram 24. janúar að frumkvæði Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, ásamt fleiri þingmönnum stjórnarandstöðunnar og unnin í samráði við lögfræðinga á nefndasviði Alþingis. Óskað var eftir því að ráðherra flytti Alþingi skýrslu um ábendingar er varða stjórnsýsluna og viðbrögð við þeim sem fram koma í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 annars vegar og í skýrslu rannsóknarnefndar um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna hins vegar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og aðrir stjórnarþingmenn lögðust þá gegn skýrslubeiðninni, einkum á þeim grundvelli að skýrslunni væri ekki beint til rétts aðila og að ekki hefði farið fram kostnaðarmat á því að svara þeim spurningum sem fram koma. Þá væri það  ekki fjármálaráðuneytisins að taka saman efni á borð við það sem beðið er um í skýrslubeiðninni.

„Það er fáheyrt, stórundarlegt, að hér hafi hæstvirtur fjármálaráðherra og í rauninni ríkisstjórn Íslands komið í veg fyrir að skýrslubeiðni væri afgreidd,“ sagði Þorgerður Katrín á þingi í dag. „Þetta er fáheyrt og hefur ekki gerst í hátt í 30 ár að framkvæmdavaldið komi í veg fyrir það að löggjafarvaldið afgreiði hér eðlilega skýrslubeiðni.“

Verði tekin aftur á dagskrá

„Ég verð að gera alvarlega athugasemd við afskipti ráðherra af skýrslubeiðni þingmanna, þeim dómi sem hann lagði á vinnu þingmanna og gæðaeftirlit þingsins,“ sagði Björn Leví. „Orð ráðherra um skýrslubeiðnina standast ekki skoðun og þeir sem gagnrýndu hafa á tæpum mánuði ekki rökstutt mál sitt á neinn hátt. Því legg ég fram að skýrslubeiðnirnar verði á ný settar á dagskrá þingsins.“

Björn Leví sagðist hafa beðið og ýtt á eftir hugmyndum um betrumbætur frá þeim sem kvörtuðu, en ekkert fengið. „Á meðan fór ég yfir málið með sérfræðingum þingsins, sem sögðu að kannski væri hægt að sérstaklega taka það fram að ráðherra ætti auðvitað bara að svara fyrir þær ábendingar sem að heyrðu undir hans verksvið. Eitthvað sem ætti að segja sig sjálft. Engar aðrar athugasemdir var að finna, enda er skýrslubeiðnin faglega unnin með dyggri aðstoð frá sérfræðingum þingsins,“ sagði Björn Leví.

Að loknum umræðum undir liðnum „Um fundarstjórn“ sagðist Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ætla að taka það til skoðunar að setja skýrslubeiðnina aftur á dagskrá þingsins. Enginn annar stjórnarþingmaður tók til máls um þetta atriði.

Hér má sjá skýrslubeiðnina í heild:

Með vísan til 54. gr. stjórnarskrárinnar og 54. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að fjármála- og efnahagsráðherra flytji Alþingi skýrslu um ábendingar sem varða stjórnsýsluna og viðbrögð við þeim sem fram koma í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 annars vegar og í skýrslu rannsóknarnefndar um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna hins vegar.

Í skýrslunni verði samantekt á ábendingum þeim til stjórnsýslunnar sem settar eru fram í skýrslunum og fjallað verði m.a. um:

    1.      hversu margar ábendingar koma fram sem beint er til stjórnsýslunnar,      

    2.      hverjar þær ábendingar eru,

    3.      hvernig brugðist hefur verið við þeim og

    4.      hvaða ábendingum hefur ekki enn verið brugðist við.

Í þeim tilvikum sem brugðist hefur verið við ábendingum er óskað eftir að upplýst verði:

    1.      hvernig tryggt hafi verið að þeim hafi verið og verði fylgt eftir,

    2.      hver hafi verið tilnefndur ábyrgðaraðili og

    3.      hvernig ráðherra hyggist fylgja eftir ábendingum þar sem ekki hefur verið tilnefndur ábyrgðaraðili.

Óskað er eftir tæmandi lista yfir þær ábendingar sem ráðherra hyggst ekki bregðast við ásamt ástæðum þess og mati ráðherra á þeim árangri sem eftirfylgni hefur haft í för með sér og hvernig sá árangur er mældur.

Að lokum er farið fram á að ráðherra geri grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á starfsemi banka og sparisjóða í kjölfar ábendinga úr rannsóknarskýrslu Alþingis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hrunið

Orð Geithner á skjön við hrunskýrslu Hannesar
FréttirHrunið

Orð Geit­hner á skjön við hrun­skýrslu Hann­es­ar

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ir ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands aldrei hafa ver­ið rædda þeg­ar hug­mynd­um um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008 var hafn­að. Í skýrslu Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar sagði hann ástæð­una vera að Ís­land hefði ekki leng­ur ver­ið hern­að­ar­lega mik­il­vægt í aug­um Banda­ríkj­anna.
Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“
FréttirHrunið

Timot­hy Geit­hner um hrun­ið á Ís­landi: „Skakkt núm­er, hringdu í Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn“

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki minn­ast um­ræðu um ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands vegna um­sókn­ar um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008. Ís­land var ekki kerf­is­lega mik­il­vægt sam­kvæmt við­töl­um í bók Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra.

Mest lesið

„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
7
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár