Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ung stúlka skall í jörðina eftir að hafa tekið sopa á balli

„Ég vissi ekki hvort ég væri að fara að missa barn­ið mitt,“ seg­ir móð­ir 19 ára stúlku sem lá köld og mar­in eft­ir að hafa tek­ið sopa af drykk á balli, sem hún tel­ur hafa inni­hald­ið ólyfjan.

Ung stúlka skall í jörðina eftir að hafa tekið sopa á balli
Jenný og Perla Eftir skelfilegt atvik um helgina, þar sem Jenný missti meðvitund, vilja mæðgurnar vekja fólk til umhugsunar.

Ung stúlka missti skyndilega meðvitund á balli í Vestmannaeyjum um helgina, skall í jörðina og missti andann. Móðir hennar segist í samtali við Stundina ekki hafa vitað hvort hún væri að missa barnið sitt. 

Stúlkan, Jenný Jóhannsdóttir, hafði verið að skemmta sér með vinum sínum á þrettándaballi í bænum. Skömmu eftir að hún fékk sopa af drykk í glasi á dansgólfinu „fer hún að eiga erfitt með gang og finnst erfitt að anda og staulast út til að fá sér ferskt loft,“ segir móðir hennar, Perla Kristinsdóttir, í færslu á Facebook þar sem hún segir frá atvikinu.

Sjálf fékk Perla símtal um nóttina, frá konu sem sagðist horfa á dóttur hennar meðvitundarlausa. „Vinkona mín hringdi í mig og sagði mér að hún væri að horfa á dóttur mína meðvitundarlausa og það sé verið að færa hana á sjúkrabörur,“ segir Perla. Maðurinn hennar var rokinn út til að vitja dóttur þeirra. „Ég sat svo heima í nokkra klukkutíma og beið við símann, og vissi ekkert hvað hefði komið fyrir dóttur mína. Ég vissi ekki hvort ég væri að fara að missa barnið mitt. Hugsaðu þér ef hún hefði ákveðið strax, þegar hún fékk hausverkinn, að labba heim,“ segir hún í samtali við Stundina. 

Dóttir þín er meðvitundarlaus 

Samkvæmt frásögnum vina og Jennýjar sjálfrar hafði hún ekki drukkið mikið um kvöldið þegar hún missti skyndilega meðvitund. Á spítalanum kom hins vegar í ljós að efni fundust í blóði hennar.  Faðir hennar, sem hafði fylgt henni upp á spítala, hafði þá verið sendur heim og það var ekki fyrr en næsta morgun sem foreldrar hennar fengu að vita hvað olli því að dóttir þeirra hrundi niður um nóttina. Þar kom Perla að dóttur sinni blárri og marinni á spítalanum. 

„Hræðslan var bara svo mikil, að missa meðvitund, ranka við sér og fá að vita að það er dóp í líkamanum þínum en vita ekkert hvernig það gerðist.“

„Ég veit ekki hvort var verra, biðin eftir svörum eða svipurinn á dóttur minni þegar hún heyrði að efni hefðu fundist í blóðinu. Hún var hrædd og hún var reið, aðallega hrædd, en líka vonsvikin. Hún var alveg miður sín. Það var líka svo óþægilegt að vita ekki hvaðan þetta kom. Henni leið bara eins og einhver hefði verið að reyna að drepa hana,“ segir Perla í viðtali við Stundina. „Þetta var bara hræðilegt. Þarna ertu með ungling sem er stanslaust að kvarta undan ágengni vegna dóps í Vestmannaeyjum og er að reyna að vera dugleg og segja nei takk, það getur verið erfitt, en því er svo þröngvað upp á hana.“

Óttaðist um dóttur sína Perla beið á milli vonar og ótta eftir svörum við því af hverju dóttir hennar missti meðvitund á miðju balli.

Niðurstöður rannsókna sýndu að amfetamín var í blóði hennar. Eftirköstin voru mikil. „Þetta var hræðilegt, hún kastaði upp í marga klukkutíma, var með höfuðverk og skalf, líkaminn var enn í sjokki. Fyrst vorum við ekki viss hvernig hún hefði fengið amfetamín í blóðið. Hún skildi þetta ekki. Það var ekki fyrr en við fórum að tala við lögregluna að við fengum að vita að þetta væri sett í glös. Hræðslan var bara svo mikil, að missa meðvitund, ranka við sér og fá að vita að það er dóp í líkamanum þínum en vita ekkert hvernig það gerðist. Það fór alveg með hana. Þarna voru völdin tekin af henni og hún svipt tækifærinu á að segja nei.“

„Þessi lyf eru alltaf hættuleg“

Perla vill brýna fyrir fólki, bæði foreldrum og krökkum, að taka ekki sopa af drykk sem þeir þekkja ekki, þar sem hann gæti innihaldið hættuleg efni. 

„Þegar sjúkrabíllinn kom var hún orðin mjög köld og með rosalega hraðan púls og illa gekk að gefa henni í æð uppi á spítala. Alls kyns rannsóknir eru gerđar og loks finnst amfetamín í blóđi hennar ... þessi saklausi sopi á dansgólfinu innihélt sem sagt AMFETAMÍN! Hún endađi međvitundarlaus vegna eins sopa! Þetta vissum viđ ekki ađ væri hreinlega í gangi, ađ fólk væri farið að blanda dópi í drykkina sína og því langar mig að brýna fyrir ykkur sem lesið þetta að fræða krakkana ykkar, og hvern sem er því þetta er út um allt!“ skrifar hún í yfirlýsingu á Facebook.

Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, staðfestir að leitað hafi verið til lögreglu vegna mögulegrar byrlunar. Hann segist ekki hafa heyrt af slíkum tilfellum áður. „Hún var aðstoðuð. Það var kallaður til sjúkrabíll. Og lögreglan fór líka á staðinn. Það er hægt að drekka amfetamín, en þú ert lengur að ná því upp í gegnum magann. Þessi lyf eru hættuleg.“

Í maí síðastliðnum kvaðst fræðimaðurinn Robert Spencer hafa orðið fyrir því á bar í Reykjavík að ókunnugur maður byrlaði honum vímuefnum. Robert, sem ritstýrir vefnum Jihad Watch, sem snýst um að vara við framgangi íslams og íslamista, sagðist telja að það hefði verið gert af pólitískum ástæðum. Læknaskýrslur staðfestu að hann hefði mælst með MDMD og amfetamín í blóðinu og taldi læknir hann hafa fengið kvíðakast í kjölfarið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
1
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Orðræðan bendir til þess að þjóðinni líði ekki vel
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Orð­ræð­an bend­ir til þess að þjóð­inni líði ekki vel

Halla Tóm­as­dótt­ir veit að hún fær ekki neina for­gjöf um traust hjá kjós­end­um. Halla hef­ur enda alla tíð þurft að leggja hart að sér, kom­in af for­eldr­um sem þurftu að rísa úr sárri fá­tækt og hef­ur upp­lif­að að tapa öllu sínu. Hún hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af traust­leys­inu í sam­fé­lag­inu og seg­ir blasa við að það þurfi kerf­is­breyt­ing­ar til að sigr­ast á þeim vanda. Þær breyt­ing­ar verði ekki inn­leidd­ar af ein­um for­seta sem þyk­ist hafa öll svör­in held­ur nýj­an sam­fé­lags­sátt­mála.
Halla Tómasdóttir hefur bætt við sig því fylgi sem Halla Hrund hefur misst
5
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir hef­ur bætt við sig því fylgi sem Halla Hrund hef­ur misst

Lík­urn­ar á því að Katrín Jak­obs­dótt­ir setj­ist við borð­send­ann sem for­seti á rík­is­ráðs­fund­un­um sem hún hef­ur set­ið síð­asta sex og hálfa ár­ið sem for­sæt­is­ráð­herra hafa auk­ist og mæl­ast nú 49 pró­sent. Þrír fram­bjóð­end­ur er hníf­jafn­ir í bar­átt­unni um að verða val­kost­ur­inn við hana á kjör­dag.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
10
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
6
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
7
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
8
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
9
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
10
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár