Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ragnhildur kærði Jóhann Óla og Stefán fyrir frelsissviptingu

Ragn­hild­ur Ág­ústs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­stjóri Tals, lýs­ir „kyn­bundnu of­beldi“ gegn sér og „frels­is­svipt­ingu“ í deil­um um síma­fyr­ir­tæk­ið. Kærði mál­ið til lög­regl­unn­ar sem lét það nið­ur falla.

Ragnhildur kærði Jóhann Óla og Stefán fyrir frelsissviptingu
Segir Hermann hafa verið vitorðsmann Ragnhildur Ágústsdóttir lýsir því í löngu máli hvernig hún var beitt kynbundnu ofbeldi og frelsissviptingu af tveimur mönnum þegar hún var forstjóri Tals árið 2009. Ragnhildur tengir opinberun sína við Metoo-herferðina og segir Hermann Jónasson hafa verið vitorðsmann að því hvernig henni var gert að hætta hjá Tali með líkamlegum og andlegum þrýstingi.

Fyrrverandi forstjóri Tals, Ragnhildur Ágústsdóttir, kærði kaupsýslumanninn Jóhann Óla Guðmundsson og hæstaréttarlögmanninn Stefán Geir Þórisson fyrir „frels­is­svipting­u“, sem hún telur vera dæmi um „kynbundið ofbeldi“, árið 2009. Ragnhildur segir þessa sögu sína í pistli á Kjarnanum og tengir greinina við Metoo-herferðina. Sagan tengist deilum um yfirráð yfir fjarskiptafyrirtækinu í lok árs árið 2008 þar sem hluthafar þess tókust á, meðal annars meirihlutaeigendurnir í Teymi og Jóhann Óli Guðmundsson sem var stofnandi Tals og oft er kenndur við Securitas.

Ragnhildur nafngreinir ekki þá Jóhann Óla og Stefán Geir í pistlinum, en áður hefur verið greint frá kæru sem hún lagði fram á hendur þeim hjá lögreglunni. Ragnhildur lýsir því hvernig henni var gert að skrifa undir samning um starfslok sín hjá Tali, eftir að hafa gegnt forstjórastarfinu um nokkurra mánaða skeið í byrjun árs 2009, þar sem hluti hluthafanna vildi að Hermann Jónasson tæki aftur við forstjórastarfinu en hún hafði tekið við því af honum í lok desember 2008. 

 „Þú hefur ekki hug­mynd um hvað þú ert búin að koma þér útí stelpa“

Ýtt niður og skipað að skrifa undir

Lýsing Ragnhildar á því sem hún kærði sem frelsissviptingu er svohljóðandi en hún hafði þá verið kölluð á fund með Jóhanni Óla og Stefáni Geir: „Ég var ekki fyrr komin inn í her­bergið en að hurð­inni var lokað á eftir mér og lagt fyrir mig plagg sem mér var gert að lesa. Ég sett­ist tor­tryggin niður og las fyrstu lín­urnar en spurði svo hvað væri eig­in­lega um að vera. Þá tók hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn um­búða­laust til máls og greindi frá því að um væri að ræða brott­vikn­ingu úr starfi þar sem ráðn­ing mín í starf forstjóra hafi verið ólög­mæt og að ég þurfi að kvitta undir plagg­ið. Ég tók upp far­símann til að hringja í lög­fræð­ing­inn minn sem ég hafði ráð­fært mig við varð­andi mína stöðu nokkrum vikum áður. Ég náði sam­bandi við skipti­borð­ið, kynnti mig og bað um sam­band og skömmu síðar svar­aði lög­fræð­ing­ur­inn með nafni en þá slitn­aði sam­band­ið. Ég hringdi strax aftur en heyrði þá rödd svara „Lokað hefur verið fyrir þetta síma­núm­er“. Vit­andi hvernig fjar­skipta­geir­inn virk­aði, leit ég van­trúuð á þá félaga sem enn voru stand­andi og spurði: „Létuð þið loka fyrir síma­núm­erið mitt?“ Þegar þeir svör­uðu ekki stóð ég upp og sagði „Ég ætla að fara inn á skrif­stofu og hringja í lög­fræð­ing­inn minn“. Þá steig hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn á­kveðið fyrir dyrnar og í sömu andrá snéri full­trúi minni­hluta­eig­anda sér að mér og ýtti mér ákveðið niður í sætið og sagði: „Þú ferð ekki út úr þessu her­bergi fyrr en þú ert búin að skrifa undir þetta plagg“.“

Ekkert kom út úr málinu hjá lögreglunni segir Ragnhildur í pistlinum og var kærunni vísað frá á endanum. 

 

Ríkisforstjóri hluti af sögunni

Ragnhildur segir í pistlinum að Hermann Jónasson, sem ráðinn var í starf forstjóra Íbúðalánasjóðs árið 2015, hafi komið að starfslokum hennar hjá Tali. Hún nafngreinir Hermann ekki í pistlinum en ljóst er að hún er að vísa til Hermanns. Hún segir að á meðan henni hafi verið haldið inni í herberginu til að skrifa undir starfslok sín hafi Hermann boðað til starfsmannafundar: „Ég frétti síðar hjá nokkrum starfs­mönnum að menn­irnir tveir sem ég var að glíma við inni í fund­ar­her­berg­inu voru ekki einir að verki. Meðan mér var haldið inni í fund­ar­her­bergi hafði fyrrum for­stjóri valsað inn í fyr­ir­tækið og boðað til starfs­manna­fundar þar sem hann tjáði starfs­fólk­inu að ég hefði látið af störfum og að hann væri aftur tek­inn við for­stjóra­taumun­um. Því miður sá ég hann aldrei þennan til­tekna dag og því gat ég ekki lagt fram kæru á hendur honum eins og hinum tveimur þó ég sé ekki í vafa um að hann hafi verið vit­orðs­maður í þess­ari fram­kvæmd allri.“

Varð að tjá sigRagnhildur segir í pistlinum að hún hafi orðið að tjá sig um reynslu og tengir sögu sína við Metoo-herferðina.

Tengir söguna við starfslok Hermanns í Arion

Ragnhildur nefnir í lok pistilsins að Hermann hafi gegnt forstjórastarfinu um í eitt og hálft ár eftir þetta og að hann hafi svo farið í bankageirann og verið vændur um kynferðislega áreitni sem leiddi til þess að hann missti starf sitt. „Til að gera langa sögu stutta þá sat for­stjór­inn sem fast­ast í sínum stól næstu 18 mán­uð­ina eða svo. Þegar hann lét af störfum fór hann aftur í banka­geir­ann og vann þar sem stjórn­andi um nokk­urra mán­aða skeið þar til hann var settur í leyfi eftir að upp komu ásak­anir um kyn­ferð­is­lega áreitni gagn­vart nokkrum kven­kyns starfs­mönnum bank­ans. Smá­vægi­leg umfjöllun varð um það mál í fjöl­miðlum en málið náði aldrei neinum hæð­um. Um margra ára skeið vildi ég sem minnst af honum og félögum hans vita.“ 

 Segir tíma þagnarinnar liðinn

Ragnhildur segir í samtali við Stundina að hún vilji ekki tjá sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í pistlinum á Kjarnanum.

Í pistlinum segir hún að hafi orðið að opna sig um reynslu sína:  „Ég hef álasað sjálfa mig fyrir að hafa þagað yfir mál­inu. Að hafa ekki sagt frá og þar með lagt mitt á vog­ar­skál­arnar til að forða því að menn af þessu tagi kæmust í áhrifa­stöð­ur. Að hafa með þögn­inni stefnt öðrum konum í hættu. En ekki leng­ur. Tím­inn þagn­ar­innar er lið­inn. Við verð­um, sem þjóð­fé­lag, að rísa upp gegn kúltúr sem lætur ein­stak­linga halda að þeir geti traðkað yfir annað fólk á skítugum skón­um. Við verð­um, sem þjóð, að krefj­ast þess að virð­ing sé borin fyrir öllum og standa vörð um þá hug­sjón.“

Hermann Jónasson var ekki viðlátinn þegar Stundin hafði samband við Íbúðalánasjóð til að spyrja hann um málið þar sem hann var á fundi. Stundin náði heldur ekki samband við Stefán Geir Þórisson í gengum skiptiborð lögmannsstofunnar sem hann vinnur hjá.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár