Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fimm manna fjölskylda send í ókunnugar aðstæður í Ghana

Th­eresa Kusi Daban og William Ky­erema­teng ótt­ast ör­lög barn­anna sinna verði þau end­ur­send til Gh­ana, líkt og ís­lensk stjórn­völd áforma. Börn­in hafa aldrei kom­ið til Afr­íku og for­eldr­arn­ir hafa ekki kom­ið til heima­lands­ins í hart­nær 15 ár. Lög­mað­ur seg­ir laga­breyt­ingu sem sam­þykkt var á síð­asta degi þings­ins í haust mis­muna börn­um á flótta.

Fimm manna fjölskylda send í ókunnugar aðstæður í Ghana
Verða send úr landi William og Theresa ásamt börnum sínum þremur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Theresa Kusi Daban og William Kyeremateng verða á næstunni send til Ghana ásamt þremur ungum börnum sínum. Þangað hafa þau ekki komið í hartnær 15 ár og segjast ekki eiga neina tengingu við landið lengur. Theresa og William hafa dvalið hér á landi í alls 22 mánuði, eða frá því þau sóttu um alþjóðlega vernd í febrúar 2016, og yngsta barn þeirra hjóna fæddist hér á landi. Lagabreytingin sem Alþingi samþykkti til bráðabirgða á síðasta degi þingsins í september síðastliðnum var ekki talin eiga við um fjölskylduna. 

Sem kunnugt er var gerð bráðabirgðabreyting á útlendingalögum á síðasta degi þingsins í september síðastliðnum sem gerði nokkrum börnum í leit að alþjóðlegri vernd tímabundið kleift að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður segir að stjórnvöld hafi með breytingunni mismunað börnum á flótta. 

Brjóti gegn jafnræðisreglunni

Mál tveggja barna, Mary frá Nígeríu og Hanyie frá Afganistan, höfðu verið talsvert í umræðunni fram að lagabreytingunni, en hún gerði báðum stúlkum kleift að fá umrætt dvalarleyfi. Lögin styttu frest stjórnvalda til að vinna úr umsókn barns um hæli. Í málum sem heyra undir Dyflinnarreglugerðina var fresturinn styttur úr tólf mánuðum í níu og í málum þar sem umsókn hefur verið tekin til efnismeðferðar var fresturinn til að veita barni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða styttur úr 18 mánuðum í 15 mánuði. Þessi breyting var hins vegar ekki gerð til frambúðar og gilti einungis í tvær vikur. Theresa og William rétt misstu því af glugganum, en einungis munaði einum mánuði upp á. Þó svo að fjölskyldan hafði þá dvalið á landinu í 19 mánuði þá er tímaramminn einungis frá því sótt er um hæli þar til fyrsti úrskurður kærunefndar útlendingamála er birtur í tilfellum þar sem mál eru tekin til efnismeðferðar, en alls liðu 14 mánuðir í tilviki fjölskyldunnar. Í málum sem heyra undir Dyflinnarreglugerðina er hins vegar talið frá því viðkomandi sótti um hæli þar til brottflutningur er framkvæmdur. Ef tímaramminn væri sá sami í efnismeðferðarmálum og Dyflinnarmálum hefði fjölskyldan þannig fallið undir hina tímabundnu lagabreytingu.

„Við búum í réttarríki þar sem allir skuli vera jafnir fyrir lögum og rétti.“

Eva Dóra er mjög gagnrýnin á lagabreytinguna. Hún mismuni barnafjölskyldum sem séu staddar hér á landi í leit að alþjóðlegri vernd og sé brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. „Með hvaða málefnalegu rökum er hægt að rökstyðja að eingöngu hafi verið ætlun löggjafans að veita mjög takmörkuðum hópi barna sem eru í sömu stöðu hér á landi alþjóðlega vernd?“ spyr Eva Dóra í samtali við Stundina.

„Ef sú er niðurstaðan má óhjákvæmilega varpa upp þeirri spurningu hvort vilji löggjafans með umræddum breytingum á útlendingalögum hafi eingöngu lotið að því að tryggja með öruggum hætti alþjóðlega vernd barna sem hæst hefur verið farið með í fjölmiðlum og þau ásamt fjölskyldum sínum því hlotið framgöngu sinna mála í pólitísku hagnaðarskyni fyrir þá alþingismenn sem beittu sér fyrir umræddri lagabreytingu. Við búum í réttarríki þar sem allir skuli vera jafnir fyrir lögum og rétti og það þýðir að beita skuli sömu reglum og lögum yfir þá aðila sem eru í sambærilegri stöðu.“

Hafa myndað sterk tengsl við ÍslandBörnin tala íslensku og líta á Ísland sem sitt heimaland. Yngri drengurinn, fremstur á myndinni, fæddist hér á landi.

Bjuggu á Ítalíu frá barnsaldri

Fjölskyldan kom hingað til lands frá Ítalíu, en bæði Theresa og William höfðu dvalið þar í landi frá barnsaldri. Ekki er hins vegar hægt að endursenda þau til Ítalíu þar sem dvalarleyfi þeirra rann út ári eftir að þau yfirgáfu landið. Þau verða því send til Ghana, en Theresa og William hafa ekki komið til Ghana í hartnær 15 ár og segjast ekki hafa nein tengsl við landið lengur. Foreldrar þeirra og ættingjar hafi allir flutt sig um set til Evrópu vegna fátæktar og örbirgðar í landinu og því geti þau ekki sótt þangað stuðning eða húsaskjól. 

 „Lífið var mjög erfitt í Ítalíu.“

Theresa segist hafa flúið Ghana vegna sárrar fátæktar einungis sextán ára gömul. Hún segir að sér hafi verið lofað skólaplássi á Ítalíu, en þess í stað verið neydd til að þrífa hús og stunda vændi. Launin hafi verið tekin af henni til þess að greiða skuld vegna ferðalagsins til Ítalíu. Þess ber að geta að hvergi er minnst á mansal eða nauðung í gögnum Theresu, en hún útskýrir það með þeim hætti að hún hafi talið að um einkamál hennar væri að ræða.

Theresa og William kynntust á Ítalíu og eignuðust tvö eldri börnin þar. „Lífið var mjög erfitt í Ítalíu,“ segir William. „Hver dagur var barátta, því ég fékk hvergi vinnu og átti erfitt með að framfleyta fjölskyldunni. Stundum neyddist ég til að stela mat fyrir börnin, en ég vildi ekki gera það. Á endanum sagði ég við Theresu að lífið ætti ekki að þurfa að vera svona erfitt, við þyrftum ekki að vera á Ítalíu heldur gætum við gefið börnunum gott líf í öðru landi. Þá ákváðum við að koma til Íslands.“

Þess má geta að William hefur haft atvinnu hér á landi í næstum því tvö ár, en hann starfar hjá ferðaþjónustufyrirtæki í Keflavík. 

Óttast að börnin fái ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu

Börnin eru á aldrinum eins til sex ára. Elst er Stefania, sem gengið hefur í grunnskóla í Njarðvík, Nathaniel er þriggja ára og yngsti sonur þeirra er rúmlega eins árs. Börnin hafa aldrei komið til Ghana, enda voru foreldrar þeirra báðir á barnsaldri þegar þeir flúðu landið. Verði börnunum gert að snúa til baka með foreldrum sínum verða aðstæður þeirra þeim algjörlega ókunnugar. Börnin hafa myndað sterk tengsl við Ísland, tala íslensku og líta á Ísland sem sitt heimaland.

Þá hafa tvö eldri börnin, Stefania og Nathaniel, verið greind með asthma og hafa þurft á læknisaðstoð hér á landi vegna öndunarörðugleika þeirra. Theresa og William óttast að þau muni ekki fá viðeigandi læknisaðstoð í Ghana. 

„Við getum ekki séð fyrir börnunum í Ghana,“ segir Theresa. „Ég fór ekki í skóla og er ekki með neitt prófskírteini sem ég get notað til að leita að vinnu. Ég er úrkula vonar, stressuð og veit ekki hvað ég á að gera. Þess vegna vil ég að almenningur heyri okkar sögu sem og Alþingi, sem hefur áður hjálpað fjölskyldum í svipaðri stöðu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
1
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
3
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Þróttur ætlar ekki að gefa eftir svæði undir nýjan unglingaskóla í Laugardal
5
Fréttir

Þrótt­ur ætl­ar ekki að gefa eft­ir svæði und­ir nýj­an ung­linga­skóla í Laug­ar­dal

Það log­ar allt í Laug­ar­daln­um eft­ir U-beygju Reykja­vík­ur­borg­ar um fram­tíð skóla­mála í hverf­inu. Fall­ið hef­ur ver­ið frá áform­um um að stækka þrjá grunn­skóla og þess í stað á að byggja nýj­an ung­linga­skóla í Daln­um. Á með­al þeirra lóða sem borg­in skoð­ar að byggja á er lóð sem kall­ast „Þrí­hyrn­ing­ur­inn“ og Þrótt­ur tel­ur sig hafa full yf­ir­ráð. Fé­lag­ið ætl­ar ekki að láta lóð­ina eft­ir.
Alvotech tapaði 332 milljónum krónum á dag á fyrsta ársfjórðungi
8
GreiningRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech tap­aði 332 millj­ón­um krón­um á dag á fyrsta árs­fjórð­ungi

Fjöl­marg­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa veðj­að stórt á að Al­votech muni með tíð og tíma verða mylj­andi pen­inga­vél. Hökt hef­ur ver­ið á því ferli og á síð­ustu 27 mán­uð­um hef­ur fé­lag­ið tap­að um 180 millj­örð­um króna. Stjórn­end­ur Al­votech eru hins veg­ar bratt­ir og spá því að tekj­ur fé­lags­ins muni allt að fimm­fald­ast milli ára.
Úttekt og úrbætur til að Akureyrarbær „geri ekki mistök“ í þjónustu við fatlaða
9
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

Út­tekt og úr­bæt­ur til að Ak­ur­eyr­ar­bær „geri ekki mis­tök“ í þjón­ustu við fatl­aða

Vel­ferð­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar hef­ur fal­ið sviðs­stjóra vel­ferð­ar­sviðs að láta gera óháða út­tekt á verk­ferl­um bæj­ar­fé­lags­ins þeg­ar kem­ur að rétt­inda­gæslu fyr­ir fatl­að fólk og að í kjöl­far­ið verði gerð­ar til­lög­ur að úr­bót­um. Mál­ið var tek­ið fyr­ir á fundi ráðs­ins í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um mál Sveins Bjarna­son­ar sem bjó í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar í fimmtán ár.
Erlendar veðmálasíður herja á íslensk börn og ungmenni
10
Fréttir

Er­lend­ar veð­mála­síð­ur herja á ís­lensk börn og ung­menni

Er­lend veð­mála­fyr­ir­tæki hafa á und­an­förn­um ár­um ver­ið í mik­illi sókn á ís­lensk­um spila­mark­aði. Aug­lýs­ing­ar frá fyr­ir­tækj­un­um má sjá víða á sam­fé­lags­miðl­um og öðr­um vef­síð­um. Lít­ið sem ekk­ert eft­ir­lit er haft með tengsl­um slíkra aug­lýs­inga og auk­inni spila­mennsku með­al ung­menna hér á landi. Ís­lensk stjórn­völd virð­ast vera mátt­laus gagn­vart þró­un­inni en starf­sem­in fer fram hand­an lög­sögu þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár