Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir vont ef yfirlýstir miðjuflokkar geti ekki talað saman og leitað lausna

„Það er erfitt að horfa upp á femín­íska koll­ega mína í Vinstri græn­um gang­ast svo fús­lega við mögu­leik­an­um á sam­starfi við flokk sem bein­lín­is vinn­ur gegn hags­mun­um kvenna,“ seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, að­al­samn­inga­mað­ur Pírata í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um.

Segir vont ef yfirlýstir miðjuflokkar geti ekki talað saman og leitað lausna

Píratar kalla eftir því að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn reyni að sættast og finna samstarfsfleti svo hægt sé að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum vinstri- og miðjuafla í íslenskum stjórnmálum. Í ljósi hneykslismála undanfarinna missera sé slíkt heillavænlegra en að hleypa Sjálfstæðisflokknum eða nýstofnuðum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til valda.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, aðalsamningamaður Pírata í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, segir í samtali við Stundina að sér þyki stórundarlegt að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn, tveir yfirlýstir miðjuflokkar, skuli ekki setjast niður og leita lausna. „Leiðtogum þessara tveggja flokka hefur verið tíðrætt um ábyrg og stöðug stjórnmál á opinberum vettvangi en neita þó að axla þessa ábyrgð og finna samvinnufleti svo hægt sé að mynda ríkisstjórn án ráðherra sem tóku þótt í yfirhylmingunni sem sprengdi síðustu ríkisstjórn,“ segir hún. „Þess í stað kýs áhrifafólk í báðum flokkum að standa í einhverri pólitískri stöðutöku í fjölmiðlum án þess að taka nokkurt tillit til stærri hagsmuna. Dæmi um þetta eru staðhæfingar áhrifafólks í Viðreisn um að ESB málið sé skilyrði flokksins fyrir þátttöku í stjórnarmyndun. Þetta sögðu þau þótt augljóst sé að þetta er gjörsamlega óraunhæft skilyrði í því pólitíska landslagi sem myndast hefur eftir kosningar.“ 

Hún segir það vera formanni Viðreisnar til hróss að hafa dregið í land og rétt fram sáttarhönd með yfirlýsingu um að ESB yrði ekki skilyrði fyrir þátttöku Viðreisnar í ríkisstjórn. „En í stað þess að taka augljósu sáttarboði Þorgerðar Katrínar kýs varaformaður Framsóknarflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, að væna Viðreisn um heilagt stríð í pólitískum tilgangi morguninn eftir. Þetta þykir mér hvorki bera merki um þroska né ábyrgð af hálfu flokka sem stöðugt segjast engan útiloka til samstarfs. Beri þeim ekki gæfa til að setja ágreiningsmál sín til hliðar og í það minnsta tala saman munu þau eiga sinn þátt í því að leiða flokkinn sem hylmdi yfir í uppreist æru málinu aftur í sömu stóla og þau hafa misst vegna leyndahyggju og sérhagsmuna.“

Greint hefur verið frá því í fréttum að óformlegar stjórnarmyndunarþreifingar hafi staðið yfir undanfarna daga milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks, þar sem litið er til samstarfs við Samfylkinguna eða Framsóknarflokkinn. Þórhildur Sunna hefur áhyggjur af þessu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við því að hafa gert neitt rangt, hvorki í málunum er varða uppreist æru kynferðisbrotamanna né í öðrum málum þar sem er augljóst að farið var illa með vald og umboð almennings. Ég tel það hættulega braut að halda sig geta endurhæft Sjálfstæðisflokkinn þegar hann getur ekki gengist við einum einustu mistökum, hvað þá viðurkennt að nokkuð athugavert hafi átt sér stað í valdatíð hans. Endurhæfing er ekki möguleg þeim sem neita að líta í eigin barm,“ segir hún. „Eins finnst mér erfitt að horfa upp á femíníska kollega mína í Vinstri grænum gangast svo fúslega við möguleikanum á samstarfi við flokk sem beinlínis vinnur gegn hagsmunum kvenna í sínum eigin ranni, sem og gagnvart þolendum kynferðisofbeldis. Ég bind vonir við að þeim snúist hugur og víki af þessari braut í átt til frjálslyndari og jafnréttissinnaðri flokka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Grátrana sást á Vestfjörðum
1
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
5
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Borgin sökuð um ráðríki og samráðsleysi gagnvart íbúum í Laugardal
7
Fréttir

Borg­in sök­uð um ráð­ríki og sam­ráðs­leysi gagn­vart íbú­um í Laug­ar­dal

Ákvörð­un Reykja­vík­ur­borg­ar um að falla frá áform­um um við­hald og upp­bygg­ingu á við­bygg­ing­um við grunn­skóla í Laug­ar­daln­um hef­ur vak­ið hörð við­brögð með­al margra sem koma að mál­inu sem saka borg­ar­yf­ir­völd um svik og sýnd­ar­mennsku. Nú til að reisa nýj­an skóla sem mun þjón­usta nem­end­ur á ung­linga­stigi frá skól­un­um þrem­ur.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
8
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár