Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Facebook leyfir áfram nafnlausar áróðursauglýsingar fyrir íslensku sveitarstjórnarkosningarnar

Póli­tísk­ar aug­lýs­ing­ar fjár­magn­að­ar af nafn­laus­um að­il­um verða ekki leyfð­ar í fram­tíð­inni, sam­kvæmt svari Face­book til Stund­ar­inn­ar. Hins veg­ar verð­ur ekki grip­ið til að­gerða fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Nafn­laus­ir að­il­ar fjár­mögn­uðu áróð­urs­efni sem birt­ist meira en millj­ón sinn­um fyr­ir ís­lensk­um kjós­end­um.

Facebook leyfir áfram nafnlausar áróðursauglýsingar fyrir íslensku sveitarstjórnarkosningarnar
Auglýsing gegn Katrínu Jakobsdóttur Lög um fjármál stjórnmálaflokka skylda þá til að gefa upp styrkveitendur þeirra, en þau ná ekki yfir fjármagn sem fer í birtingu nafnlausra niðurrifsauglýsinga gegn andstæðingum flokka. Í auglýsingunni hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verið svert með kolum, vegna samþykkis Vinstri grænna á kísilveri á Húsavík eftir efnahagshrunið. Mynd: Facebook / Kosningar 2017

Í svari samfélagsmiðilsins Facebook við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að ekki verður gripið til neinna aðgerða til að gefa upplýsingar um þá sem fjármagna kaup á neikvæðum, nafnlausum auglýsingum gegn stjórnmálaframboðum á Íslandi fyrir sveitastjórnarkosningarnar næsta vor.

Hins vegar gætu nafnlausir, pólitískir auglýsendur þurft að greina frá því hverjir fjármagna þá í nánustu framtíð, verði fyrirætlanir Facebook að veruleika.

Framundan eru aðgerðir hjá Facebook til að knýja þá sem birta stjórnmálatengdar auglýsingar til þess að gefa upp hverjir greiða fyrir auglýsingarnar. Það er reyndar lögbundið í Bandaríkjunum, en á Íslandi eru ekki slík lög til staðar. Hins vegar eru hérlendis við lýði lög um fjármál stjórnmálaflokka sem knýja þá til að gefa upp hvaða lögaðilar styrkja þá beint. Þau lög ná ekki yfir umfangsmiklar, nafnlausar áróðursauglýsingar sem beint er gegn pólitískum andstæðingum.

Herferð sem hafði áhrif á kosningarnar

Eins og Stundin fjallaði um í síðasta tölublaði sínu hafði umfangsmikil nafnlaus áróðursherferð áhrif á íslensku alþingiskosningar. Einn og sami Facebook-hópurinn, Kosningar 2017, sem gefur ekki upp aðstandendur sína, birti myndbönd í á aðra milljón skipta, sem beindust gegn stjórnmálaframboðum, öðrum en Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þá eru ótaldar ljósmyndir, meðal annars breyttar myndir af stjórnmálamönnum. Helst var herferðinni beitt gegn Pírötum fyrir kosningarnar 2016, sem þá höfðu mælst með mest fylgi á landsvísu, og Vinstri grænum fyrir síðustu kosningar, en þeir höfðu einnig mælst með mest fylgi.

Meðal þeirra sem teknir voru fyrir í áróðursherferðinni voru Katrín Jakobsdóttir, Benedikt Jóhannesson, Smári McCarthy og Helgi Hrafn Gunnarsson. Einnig birti hópurinn efni beint gegn Guðna Th. Jóhannessyni í forsetakosningunum í fyrra.

Inngrip í kosningar rannsakað

Facebook hefur undanfarið þurft að verja verklag sitt í birtingum nafnlausra auglýsinga fyrir leyniþjónustunefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings. Í viðbragði við því hefur Facebook boðað breytingar og aukið gagnsæi. Inngrip, sem rússnesk yfirvöld eru sökuð um að hafa gert í bandarísku forsetakosningarnar með efni og auglýsingum á Facebook, virðist hins vegar vera töluvert minna hlutfallslega en aðkoma nafnlausra aðila að áróðri fyrir íslensku alþingiskosningarnar.

„Pólitískir auglýsendur munu nú þurfa að gefa upp meiri upplýsingar og sýna fram á hverjir þeir eru“

Stundin sendi spurningar á Facebook varðandi aðgerðir til að auka gagnsæi í kosningaauglýsingum sem tengjast Íslandi. Þar er sérstaklega spurt hvort Facebook muni bregðast við gagnrýni vegna ógagnsæis og áhrifa nafnlausra auglýsinga á kosningar fyrir íslensku sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. 

„Pólitískir auglýsendur munu nú þurfa að gefa upp meiri upplýsingar og sýna fram á hverjir þeir eru. Þegar þeir hafa gert það munum við merkja auglýsingar þeirra sérstaklega sem pólitískar og þeir munu þurfa að gefa upp hverjir borguðu fyrir þær. Við byrjum prófanir á þessu í næstu þingkosningum í Bandaríkjunum og færum okkur yfir í aðrar kosningar síðar,“ segir í svari Facebook, sem barst í gegnum sænskt almannatengslafyrirtæki.

ÁróðursauglýsingNafnlausi hópurinn kosningar 2017 hefur birt myndbönd í á aðra milljón skipta til höfuðs helstu andstæðingum Sjálfstæðisflokksins.

 

 

 

Gefa ekki upplýsingar um Kosningar 2017

Facebook svarar hins vegar ekki spurningu um hversu mikið fjármagn var greitt til birtingar á auglýsingum hópsins Kosningar 2017. 

Í nýjasta tölublaði tímaritsins The Economist er meðal annars fjallað um samfélagsmiðla sem ógn við lýðræði, þar sem nafnlausum, markhópamiðuðum og áróðurskenndum auglýsingum er beitt til þess að hafa áhrif á viðhorf kjósenda fyrir kosningar. 

„Við erum að gera allar auglýsingar gagnsærri, ekki bara pólitískar auglýsingar. Við munum fljótlega prufa virkni sem gerir öllum fært að heimsækja hvaða síðu sem er á Facebook og sjá hvaða auglýsingar viðkomandi síða er með í birtingu. Þegar kemur að pólitískum auglýsendum erum við að vinna að tóli sem gerir fólki kleift að leita í gagnabanka auglýsinga sem þeir hafa birt í fortíðinni. Fólk mun líka geta séð hversu mikið auglýsandinn borgaði, hvaða markhópum auglýsingarnar beindust að, hverjir sáu auglýsingarnar og fjölda birtinga. Markmið okkar er að koma þessu út að fullu fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum 2018,“ segir í svari Facebook, sem er samhljóða yfirlýsingu Marks Zuckerberg á Facebook 27. október.

Stundin sendi einnig fyrirspurn á Facebook fyrir kosningarnar í fyrra og hafnaði samfélagsmiðillinn því að veita ætti meiri upplýsingar um pólitíska auglýsendur, meðal annars þar sem nafnleynd væri mikilvæg til að gæta öryggis þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
1
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
2
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
7
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
8
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár