Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skattapólitík 2012 til 2016

Indriði H. Þor­láks­son sýn­ir hvernig skatt­byrð­inni hef­ur ver­ið velt yf­ir á lág­tekju- og milli­tekju­fólk und­an­far­in ár.

Skattapólitík 2012 til 2016

Í október 2016 birti ég grein með nafninu Skattapólitík 1993 til 2015. Þar fjallaði ég um þróun skattbyrði af tekjuskatti einstaklinga á þessu tímabili. Sýndi ég á grundvelli talnagagna Ríkisskattstjóraembættisins, sem öllum er opið, hvernig skattbyrðin hefur breyst á þessu tímabili, sem að því leyti skiptist glöggt í þrennt. 

Frá upphafi þess og til 2005 hækkaði skattbyrði allra tekjuhópa nema í hópi 10% hinna tekjuhæstu þar sem hún lækkaði, einkum hjá efstu 5 prósentunum um 16 prósentustig. 

Á tímabilinu 2007 til 2012 snerist þessi þróun við. Í lægsta tekjuhópi lækkaði skattbyrðin en var síðan lítt breytt upp að miðjum tekjuskala að hún fór vaxandi og óx mest hjá hæstu 5 prósentunum um nærri 20 prósentustig.

Á þessu tímabili voru gerðar róttækar breytingar á skattkerfinu, skattstiganum þrískipt, skattur á fjármagnstekjur hækkaður en frítekjumark fyrir vaxtatekjur tekið upp og auðlegðarskattur tekinn upp með það að markmiði að auka tekjur en jafnframt að dreifa skattbyrðinni með sanngjarnari hætti en verið hafði.

Á þriðja tímabilinu sem aðeins tók til áranna 2012 til 2015 sótti strax í sama horf og fyrir hrun. Skattbyrðin hækkaði í öllum tekjubilum nema í þeim efstu þar sem hún lækkaði, um 6% hjá efstu 5% sem að miklu leyti skýrist af afnámi auðlegðarskattsins.

Um þetta má lesa í greininni í Stundinni eða á heimasíðu minni. Grein þessi vakti gremju þáverandi fjármálaráðherra sem reyndi að snúa út úr henni með falsskýringum sem leiddi til leiðréttingar af minni hálfu og síðan skætings til mín úr nærumhverfi ráðherrans.

Þessi mynd birtist í Stundinni í fyrra.


Núna liggja fyrir talnagögn frá RSK um eitt ár í viðbót, þ.e. tekjuárið 2016. Það er því fróðlegt að sjá hvort þau gögn staðfesta fyrrgreinda þróun eða hvort núverandi forsætisráðherra notaði síðasta ár sitt í embætti fjármálaráðherra til að sanna orð sín hjarðar hans í kosningabaráttunni að hann hafi lækkað skatta.

Í stuttu máli sagt sýna hinar nýju tölur að ríkisstjórn þessa tíma var sjálfum sér samkvæm í því að verk hennar gengu þvert á orð forystustunnar fyrr og nú. Á milli áranna 2015 og 2016 hækkaði skatthlutfallið enn hjá þeim 70% hjóna sem voru í neðri hluta skalans og mest hjá þeim tekjulægstu eða um nærri 2,5 prósentustig á þessu eina ári. Hjá tekjuhæstu 30% lækkaði skatthlutfallið hins vegar og mest hjá hæstu 5%, um eitt prósentustig. Breytingarnar í einstökum tekjubilum á þessum árabilum hvoru um sig og samtals má sjá á meðfylgjandi mynd.

Stöplaritið sýnir að neðstu 30% hjóna hafa samtals fengið skattahækkun sem svarar til meira en fjögurra prósentustiga. Næstu 40% fengu hækkun frá þremur niður í eitt prósentustig. Hjón í níundu og neðri helft tíundu tíundar fengu um 1% lækkun og efstu 5% fengu á þessum árum alls lækkun um nærri sjö prósentustig. Verulegur hluti lækkunarinnar í efstu þrepunum er vegna afnáms auðlegðarskattsins en hluti og öll breytingin 2015 til 2016 er af öðrum ástæðum.

Eftirfarandi mynd sýnir feril skatthlutfallsins eftir tekjubilum á árunum 2012, 2015 og 2016 og segir sú mynd sömu sögu og áður er rakin.

Að lokum má svo sjá hér hvernig skatthlutfallið í einstökum tekjubilum hefur verið á hverju tekjuáranna 2007, 2012, 2015 og 2016:

Allar staðfesta þessar myndir þá ályktun fyrri greinar minnar að skattapólitíkin frá 2013 hefur öll einkenni þeirrar stefnu sem rekin var á árunum fyrir hrun. Innbyggðir fastar skattkerfisins, persónuafsláttur, skattþrep og bætur eru látnar mola tekjujöfnun þess niður með því að breyta þeim ekki í takt við breytingar á ytri aðstæðum eða laga skatthlutföllin að þeim. Þótt þessar breytingar séu tæknilegs eðlis er það pólitísk ákvörðun að hafast ekki að.

„Skattalækkanir í efstu tekjubilunum
hafa verið bornar uppi af skattahækkunum
í neðri tekjubilunum“

Eftirtektarvert er að á tímabilinu hefur meðalskatthlutfallið lítið sem ekkert breyst. Að því leyti er það rétt að segja að skattar hafi ekki breyst rétt eins og að fullyrða að sá hafi það gott sem er með annan fótinn í krapavatni og hinn í sjóðheitu vatni. Að meðaltali bara gott. En þetta þýðir hins vegar það að hækkanir og lækkanir innan kerfisins hafa vegið hvor aðra upp. Í mæltu máli segir það að skattalækkanir í efstu tekjubilunum hafa verið bornar uppi af skattahækkunum í neðri tekjubilunum. Hinir tekjulægri greiða fyrir hina tekjuhærri eins og eftirfarandi mynd sýnir þegar breyting á fjárhæð skatta í hverju tekjubili er reiknuð út frá breyttu skatthlutfalli og skattstofni 2016.

Hér má sjá breytingar á skattbyrði yfir tímabilið 2012 til 2016.

Myndin sýnir að skattahækkanir samtals í hverrri tekjutíund upp að þeirri sjöundu er á milli 1 og 2 milljarðar króna. Níunda og neðri helft hinnar tíundu fengu lækkun um ca. einn milljarð hvor í sinn hlut en efst 5% kasseruðu 9,5 milljörðunum á breytingunum. Heildargróði og tap er svo að sjá í eftirfarandi mynd sem sýnir að hátt í 12 milljarðar hafa með skattabreytingum verið færðir frá hinum tekjulægri hópum til hinna tekjuhærri. 

Hér má sjá breytingar á skattbyrði yfir tímabilið 2012 til 2016.

Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
8
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár