Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skráði ekkert um símtalið við Bjarna

„Sím­töl dóms­mála­ráð­herra eru ekki skráð sér­stak­lega,“ seg­ir dóms­mála­ráðu­neyt­ið þrátt fyr­ir ákvæði laga um að skrá eigi öll form­leg sam­skipti milli ráðu­neyta Stjórn­ar­ráðs­ins og við að­ila ut­an þess, en einnig „óform­leg sam­skipti ef þau telj­ast mik­il­væg“. Ít­ar­leg reglu­gerð var sett um slíka skrán­ingu í fyrra.

Skráði ekkert um símtalið við Bjarna

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skráði ekki símtal sitt við Bjarna Benediktsson í málaskrá ráðuneytisins þegar hún tjáði honum að Benedikt Sveinsson faðir hans væri einn af meðmælendum kynferðisbrotamannsins Hjalta Sigurjóns Haukssonar. „Símtöl dómsmálaráðherra eru ekki skráð sérstaklega,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins við upplýsingabeiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um málið. 

Samkvæmt grein sem var bætt inn í lög um Stjórnarráð Íslands árið 2015 ber að skrá öll formleg samskipti milli ráðuneyta Stjórnarráðsins og við aðila utan þess, en einnig „óformleg samskipti ef þau teljast mikilvæg“. Þann 15. apríl í fyrra var svo sett ítarleg reglugerð um skráningu samskipta í Stjórnarráði Íslands þar sem tilgreindar eru lágmarkskröfur um skráningu formlegra og óformlegra samskipta. Sú reglugerð leysti eldri reglugerð af hólmi þar sem einnig voru gerðar strangar kröfur um skráningu, meðal annars símtala. Þær reglur komu talsvert við sögu þegar umboðsmaður Alþingis rannsakaði samskipti fyrrverandi innanríkisráðherra við lögreglustjóra vegna lekamálsins árið 2015.

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið þær skýringar á símtali sínu við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra – sem er sagt hafa átt sér stað þann 21. júlí síðastliðinn – að hún hafi viljað vita hvort hann hefði átt aðkomu að ákvörðun um uppreist æru Hjalta Sigurjóns og talið rétt að upplýsa hann um að faðir hans væri á meðal meðmælenda Hjalta. 

Fram kemur í nýlegri skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um uppreist æru, reglur og framkvæmd að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hafi greint nefndinni frá því á fundi að hann teldi hafa verið málefnalega ástæðu fyrir dómsmálaráðherra að „upplýsa forsætisráðherra í trúnaði um trúnaðargögn úr stjórnsýslumáli sem tengdust aðila honum nákomnum þar sem tilefnið hafi verið að þá hafi verið uppi vangaveltur um að forsætisráðherra hefði komið að afgreiðslu þessa tiltekna máls“. Benti umboðsmaður jafnframt á að slík samskipti gætu verið eðlileg til að taka afstöðu til hæfis í viðkomandi máli, þ.e. hvort sá sem tók ákvörðun hefði uppfyllt hæfisskilyrði. 

Nú liggur fyrir að engar upplýsingar voru skráðar um samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra um meðmæli Benedikts Sveinssonar og meinta aðkomu Bjarna Benediktssonar að ákvörðunum er varða Hjalta Sigurjón Hauksson. 

Stundin sendi dómsmálaráðuneytinu ítarlega upplýsingabeiðni um meðferð málanna í september en hefur engin svör fengið þrátt fyrir skýr ákvæði upplýsingalaga um að greina eigi fyrirspyrjanda um móttöku upplýsingabeiðni þegar hún berst og að útskýra beri ástæður tafa ef svar hefur ekki borist innan sjö daga.  

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sendi ráðuneytinu einnig upplýsingabeiðni í september að frumkvæði Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata, og fékk svar innan lögbundins frests.

Þar kemur fram að símtalið hafi ekki verið skráð. Þingnefndin óskaði eftir dagbókarfærslum eða sambærilegum gögnum sem staðfesti símtal dómsmálaráðherra við forsætisráðherra eða efni þess, en fær engin slík gögn.

Í svari ráðuneytisins kemur jafnframt fram að sú ákvörðun ráðherra að veita ekki fleiri einstaklingum uppreist æru og hefja endurskoðun á lagaákvæðum hafi einungis verið tekin munnlega en ekki verið skráð eða skriflega rökstudd þegar hún var tekin. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu