Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins tekur þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins

Andrés Magnús­son, blaða­mað­ur Við­skipta­blaðs­ins, tek­ur sér ekki leyfi frá fjöl­miðla­störf­um á með­an hann tek­ur virk­an þátt í kosn­inga­bar­áttu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Rit­stjóri Við­skipta­blaðs­ins gat ekki svar­að því hvort það sé í sam­ræmi við siða­regl­ur fjöl­mið­ils­ins að blaða­menn starfi fyr­ir stjórn­mála­flokka sam­hliða skrif­um.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins tekur þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins
Andrés Magnússon Var kynntur sem blaðamaður í umræðum í Silfrinu um síðustu helgi, en gat þess ekki að hann starfaði að kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Mynd: skjáskot/ruv

Andrés Magnússon blaðamaður er ekki í leyfi frá Viðskiptablaðinu á meðan hann starfar fyrir Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda kosninga. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er Andrés, sem býr í Bretlandi, með aðsetur í Valhöll á meðan hann er staddur hér á landi þar sem hann er að hjálpa til við kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. 

Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, svaraði því ekki hvort fjölmiðillinn væri með siðareglur um það hvort blaðamenn megi starfa fyrir stjórnmálaflokk á sama tíma og þeir starfa við fréttaflutning, en tók fram að Andrés væri fyrst og fremst að vinna grafískt efni fyrir blaðið, auk þess að skrifa pistla um fjölmiðla. Þá skrifi hann einstaka sinnum erlendar fréttir. „Þannig hann er ekki að skrifa um neitt sem viðkemur pólitík í blaðið,“ sagði Trausti í samtali við Stundina.

Þegar Stundin náði tali af Andrési síðdegis í gær sagðist hann ekki hafa tíma til að svara spurningum blaðamanns um málið, en bað um að fá sendar spurningar í tölvupósti. Hann svaraði ekki spurningum Stundarinnar, en þess í stað greinir hann sjálfur frá því í pistli í Viðskiptablaðinu í dag að hann sé félagi í Sjálfstæðisflokknum og taki aukin heldur þátt í kosningabaráttu hans.

Heimildir Stundarinnar herma að Andrés hafi einnig starfað að kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í fyrra. Hann svaraði hins vegar ekki spurningum Stundarinnar þess efnis, né heldur hvort hann fái greitt fyrir störf sín fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Tók upp málflutning Bjarna í sjónvarpsþætti

Andrés var fenginn sem álitsgjafi í þáttinn Silfrið á RÚV síðastliðinn sunnudag. Þar var hann kynntur inn sem blaðamaður, en tengsl hans við Sjálfstæðisflokkinn og yfirstandandi störf fyrir kosningabaráttu flokksins voru ekki gerð áhorfendum kunn. Frétt Stundarinnar, Reykjavík media og breska blaðsins Guardian, um að Bjarni Benediktsson hefði fært umtalsverða fjármuni úr Sjóði 9 í aðra sjóði Glitnis daginn sem neyðarlögin voru sett, var meðal annars rædd í þættinum. 

„Hér er um að ræða gamla frétt, ég myndi segja jafnvel ekki frétt, vegna þess að henni er augljóslega kastað fram til þess að hafa áhrif á kosningarnar,“ sagði Andrés um fréttaflutninginn. Þá sagði hann tímasetninguna á fréttinni algerlega ljósa. „Af einhverjum ástæðum kjósa þeir að bíða með þessa frétt,“ sagði hann ennfremur. 

„Ef hann væri að skrifa fréttir um pólitík þá væri það auðvitað mjög óheppilegt.“

Þessi málflutningur er samhljóða viðbrögðum Bjarna Benediktssonar við fréttunum. Í viðtali við RÚV á föstudag sagðist hann vera viss um að umfjöllunin hafi verið birt á þessum tíma til að koma höggi á hann. „Blaðamaðurinn sem hringdi í mig frá Bretlandi hann beinlínis sagði mér að þeir hefðu haft þessi gögn, þessar upplýsingar, í margar vikur og að þeir hefðu beðið eftir réttu tímasetningunni,“ sagði Bjarni. 

Í þættinum tók Andrés þannig upp málflutning Bjarna í málinu. 

Aðspurður hvort það væri ekki óheppilegt fyrir fjölmiðilinn að maður sem sé kynntur til leiks sem blaðamaður Viðskiptablaðsins í umræðuþáttum um stjórnmál, en taki á sama tíma virkan þátt í starfi stjórnmálaflokks, segir Trausti: „Ef hann væri að skrifa fréttir um pólitík þá væri það auðvitað mjög óheppilegt. En hann er ekki að gera það, hann er ekki að taka viðtöl við pólitíkusa eða skrifa einhverjar pólitískar fréttir í aðdraganda kosninga.“

Þess má geta að Jon Henley, blaðamaður Guardian sem fékk gögnin upphaflega til sín, sendi í fyrradag frá sér yfirlýsingu þar sem hann bar til baka fullyrðingu forsætisráðherra. Í henni sagðist Henley hafa viljað birta fréttina í vikunni sem hefst mánudaginn 16. október, eða jafnvel í þeirri næstu, sem hefst 23. október. „En íslenskir starfsfélagar mínir sögðu þá að ef fréttin færi út svo stuttu fyrir kosningar væri hætta á að hún hefði óeðlileg áhrif á þær. Þeir vildu birta þetta eins fljótt og hægt er, í síðasta lagi í vikunni sem lauk 2. október. Það er því langur vegur frá því að birtingu hafi verið seinkað til síðasta föstudags - henni var þvert á móti flýtt um nokkrar vikur til að draga úr skaðanum,“ sagði breski blaðamaðurinn.

Sagði fjölmiðla skulda Bjarna afsökunarbeiðni

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andrés tekur upp varnir fyrir Bjarna á opinberum vettvangi. Í pistlinum Æran, sem birtist á vef Viðskiptablaðsins 5. ágúst síðastliðinn, gagnrýnir hann fjölmiðla fyrir að hafa gengið á eftir svörum frá Bjarna í sumar varðandi mál Roberts Downey. Sagði Andrés bæði Ríkisútvarpið og Fréttablaðið skulda forsætisráðherra „mjög auðmjúka afsökunarbeiðni fyrir þessa atlögu að æru hans.“ 

Þann 2. ágúst hafði Bjarni greint frá því að hann hafi ekki gegnt embætti innanríkisráðherra þegar mál Roberts voru til lykta leidd í ráðuneytinu, en fram að því var talið að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra þegar Robert fékk uppreist æru. Þann 16. júní sagði Bjarni sjálfur í viðtali við RÚV að hann hefði tekið við niðurstöðu í ráðuneytinu, sem hafi síðan fengið hefðbunda meðferð. Bjarni hefur ekki svarað fyrirspurnum frá Stundinni til lengri tíma og margar vikur liðu áður en hann tjáði sig um málið í sumar.  

„Þetta er einstaklega aumt allt, því þarna hefur Bjarni verið borinn óbeinum sökum, sem hann hefur hvergi fengið tækifæri til þess að bera af sér með beinum hætti; röngum sökum um staðreyndir, sem einstaklega auðvelt er að komast að og staðreyna. Einmitt það er hið sérstaka hlutverk fjölmiðla,“ skrifaði Andrés um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
7
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár