Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jafnréttisráðherra telur málin sem leiddu til stjórnarslita upplýst og fullrannsökuð

„Af of­an­greindu tel ég það vera upp­lýst að öll með­ferð máls­ins hafi ver­ið í sam­ræmi við með­ferð sam­bæri­legra mála og tengsl eins af með­mæl­end­um við þá­ver­andi fjár­mála­ráð­herra hafi ekki haft nein áhrif þar á svo séð verði,“ seg­ir í svari Þor­steins Víg­lunds­son­ar við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar.

Jafnréttisráðherra telur málin sem leiddu til stjórnarslita upplýst og fullrannsökuð

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, telur að embættisfærslur ráðherra í málunum sem urðu til þess að ríkisstjórnin féll hafi verið skoðaðar með fullnægjandi hætti. 

Ekkert bendi til annars en að meðferð mála er varða uppreist æru kynferðisbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar hafi verið í samræmi við meðferð stjórnvalda í öðrum sambærilegum málum. Þá verði ekki séð að tengsl Benedikts Sveinssonar, eins af meðmælendum Hjalta, við Bjarna Benediktsson núverandi forsætisráðherra, hafi haft nein áhrif á það hvernig stjórnvöld nálguðust málið.  

Þetta kemur fram í svari Þorsteins við fyrirspurn Stundarinnar. Hann telur þó að betur hefði mátt standa að upplýsingagjöf um málin frá upphafi. „Mögulega hefðu mál þróast á annan veg ef upplýst hefði verið um málið strax og það kom upp í sumar,“ segir hann og bætir við: „Þá hefði farið betur að aðstandendur hefðu strax fengið aðgang að þeim gögnum máls sem kallað var eftir en ekki hefði þurft að koma til þess að skjóta synjun ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“

„Gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn“

Í viðtali á Sprengisandi um helgina harmaði Þorsteinn að stjórnarsamstarfinu hefði verið slitið. „Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn og eins og hefur nú komið á daginn þá var þetta nú aldrei tilefni til að sprengja stjórnarsamstarf. Menn þurfa að geta staðið í lappirnar,“ sagði hann.

Þá vísaði hann til Hjalta- og Downey-málsins og sagði: „Þegar rykið var fallið og búið var að fara í gegnum það eins og við kölluðum eftir, þá var ekkert tilefni í því máli til þess að fara að sprengja stjórnarsamstarfið, og þar hefði BF betur mátt bíða og sjá hvernig málið væri nákvæmlega vaxið.“

Nóttina sem ríkisstjórnin féll, þann 15. september síðastliðinn, sendi þingflokkur Viðreisnar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að fréttir af málsmeðferð um uppreist æru hefðu vakið sterk viðbrögð innan flokksins. „Vinnubrögð í málum af þessu tagi verða að standast stranga skoðun þar sem ekkert er undan dregið. Það er skylda stjórnvalda gagnvart almenningi og þolendum þeirra alvarlegu glæpa sem málið varðar. Í ljósi stöðunnar sem nú er komin upp telur þingflokkur Viðreisnar réttast að boðað verði til kosninga hið fyrsta.“

„Nefndin ætti að kalla eftir öllum
upplýsingum um málið og ganga úr
skugga um að allt sé uppi á borðum“

Tveimur dögum síðar sendi ráðgjafaráð Viðreisnar frá sér ályktun þar sem boðuð var rannsókn á embættisfærslum forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í málnuum sem leiddu til stjórnarslitanna. Vísir.is ræddi við Þorstein Víglundsson vegna málsins sem sagði flokksmenn vilja að „rannsóknin fari fram á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ætti að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og ganga úr skugga um að allt sé uppi á borðum“.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ekki fengið þær upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu sem nefndin kallaði eftir seint í septembermánuði að frumkvæði Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata.

Nefndin hefur skilað sameiginlegri bókun og skýrslu um „uppreist æru, reglur og framkvæmd“ en ekki er eining um það í nefndinni hvort þar með hafi farið fram fullnægjandi skoðun á embættisfærslum dómsmálaráðherra og forsætisráðherra í málinu.

Svar Þorsteins í heild

Stundin sendi Þorsteini eftirfarandi fyrirspurn, með vísan til orða hans á Sprengisandi:

Telurðu að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé búin að skoða embættisfærslur ráðherra með fullnægjandi hætti í samræmi við ályktun ráðgjafaráðs Viðreisnar?

Svona svaraði hann:

Þingflokkur Viðreisnar ræddi málið vandlega strax í kjölfar fréttaflutnings á fimmtudeginum. Niðurstaða þingflokksins var skýr. Mikilvægt væri að fullt traust ríkti til þess að meðferð málsins hefði í alla staði verið í samræmi við meðferð annarra sambærilegra mála. Möguleg stjórnarslit vegna málsins voru þar aldrei rædd. Yfirlýsing þingflokksins í kjölfar ákvörðunar Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsamstarfinu var í fullu samræmi við þá umræðu, en þar sagði m.a.  „Vinnubrögð í málum af þessu tagi verða að standast stranga skoðun þar sem ekkert er undan dregið. Það er skylda stjórnvalda gagnvart almenningi og þolendum þeirra alvarlegu glæpa sem málið varðar.“

Við beittum okkur þess vegna fyrir því í gegnum Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis að málið yrði upplýst. Á fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 21. september var Umboðsmaður Alþingis fenginn til að fara yfir málið með nefndina. Hann taldi ekki tilefni til frumkvæðisathugunar af sinni hálfu og að ekki hafi verið tilefni til að gera athugasemdir við að Dómsmálaráðherra hafi upplýst Forsætisráðherra um trúnaðargögn málsins. Hins vegar verði að hafa í huga að ráðherrar séu annars vegar embættismenn og hins vegar stjórnmálamenn. Það kunni að gilda mismunandi reglur og sjónarmið um störf og athafnir eftir því um hvort hlutverkið sé að ræða.

Í svari þáverandi ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu RÚV kom jafnframt fram þann 26. september að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki áttað sig á að einn meðmælenda væri faðir þáverandi fjármálaráðherra og að nöfn meðmælenda hefðu aldrei komið inn á borð ráðherra við ákvörðun um uppreist æru.

Af ofangreindu tel ég það vera upplýst að öll meðferð málsins hafi verið í samræmi við meðferð sambærilegra mála og tengsl eins af meðmælendum við þáverandi fjármálaráðherra hafi ekki haft nein áhrif þar á svo séð verði.

Það breytir því þó ekki að betur hefði mátt standa að upplýsingagjöf um málið allt og mögulega hefðu mál þróast á annan veg ef upplýst hefði verið um málið strax og það kom upp í sumar. Þá hefði farið betur að aðstandendur hefðu strax fengið aðgang að þeim gögnum máls sem kallað var eftir en ekki hefði þurft að koma til þess að skjóta synjun ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Mikilvægt er að stjórnsýslan temji sé betri vinnubrögð í þeim efnum þar sem ríkari áhersla verði lögð á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum, í samræmi við upplýsingalög. Fyrsta viðbragð stjórnvalda á ekki að vera synjun. Það liggur alveg ljóst fyrir hvaða upplýsingar skylt er að veita og hvaða viðkvæmu persónuupplýsingar ekki er heimilt að birta. Ef auka á traust almennings á störfum stjórnvalda er nauðsynlegt að auka á gagnsæi stjórnsýslunnar.

Þá er það að sama skapi ljóst að löngu tímabært er að endurskoða það fyrirkomulag sem haft er á því þegar taka skal ákvörðun um hvort og þá hvernig einstaklingar sem hlotið hafa dóm fyrir alvarleg brot er varðar missi borgaralegra réttinda öðlist þau réttindi á nýjan leik. Núverandi fyrirkomulag er löngu úr sér gengið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár