Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Brynj­ar Ní­els­son, formað­ur stjón­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sagði upp­lýs­ing­um um að hann hefði starf­að fyr­ir nekt­ar­dans­stað­inn Bóhem hafa ver­ið „plant­að­ar í gagna­grunn“ Google og þær væru rang­ar. Brynj­ar starf­aði hins veg­ar fyr­ir skemmti­stað­inn eins og fram kem­ur í bréfi sem hann sendi fyr­ir hönd stað­ar­ins.

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur
Brynjar Níelsson Þvertók fyrir að hafa starfað fyrir nektardansstaðinn Bóhem en undirritun hans á bréf til borgarráðs Reykjavíkur bendir til annars. Mynd: Pressphotos

Brynjar Níelsson, alþingismaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, vildi ekki kannast við að hafa starfað fyrir nektardansstaðinn Bóhem í færslu á Facebook vegna umræðu um bakgrunn hans í tengslum við meðferð nefndarinnar á máli manns sem fékk uppreist æru og hafði verið lögmaður Bóhem. Brynjar sagði að upplýsingum um að hann hefði verið lögmaður Bóhem hefði verið „plantað í gagnagrunn“ Google. Brynjar starfaði hins vegar fyrir nektarstaðinn eins og fram kemur í bréfi sem hann sendi fyrir hönd staðarins til Reykjavíkurborgar árið 2003.

Bréfið til borgarráðsBrynar sendi borgarráði bréf fyrir hönd Bóhems þar sem hann fór fram á að borgarráð endurskoðaði regluverk sitt við veitingu áfengisleyfa.

Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins af fórnarlömbum Róbert Downey, vakti fyrst athygli á því að Brynjar og Robert hefðu báðir sinnt lögmannstörfum fyrir staðinn. Þá velti hann því fyrir sér hvort Brynjar væri hafinn yfir grun um að vera hæfur til að sinna störfum í stjónskipunar- og eftirlitsnefnd, en þar er nú farið yfir ferlið sem veitti Roberti uppreist æru.

Brynjar brást ókvæða við umfjöllun fjölmiðla um málið. „Því er unnið hörðum höndum að sá tortryggni í minn garð og Sjálfstæðisflokksins og látið að því liggja að við séum að verja Róbert Downey, sem mun vera einn af þeim fjölmörgu sem hafa fengið uppreist æru síðustu áratugi,“ sagði Brynjar í færslunni.

Þótt bent hafi verið á að þarna hafi röngum upplýsingum verið plantað í gagnagrunn herra Google hefur enginn netsóðinn iðrast og fær því ekki uppreist æru hja mér.

Þá segir Brynjar að þær upplýsingar um að hann hafi sinnt störfum fyrir Bóhem hafi verið „plantað í gagnagrunn herra Google“ og þær séu rangar. Brynjar var hins vegar titlaður lögmaður nektarstaðarins Bóhem í Morgunblaðinu í nóvember 2007 og svo í Fréttablaðinu á sama tíma, þar sem hann fordæmdi ákvörðun borgarráðs að leggjast gegn starfsemi nektardansstaða í Reykjavík.

Brynjar kallar það fólk sem vakið hefur athygli á málinu netsóða. „Nú herra Google upplýsti sóðana um að Róbert þessi hefði verið lögmaður eiganda Bóhem 2001 og að ódámurinn Brynjar Nielsson hefði verið lögmaður þessa félags í máli á árinu 2007. Glöddust tröllin nú mjög yfir þessum upplýsingum, sem sýndu ótvírætt að ég væri spilltur og fullkomlega vanhæfur sem formaður nefndarinnar, og auðvitað varð að deila þessari vitneskju um alla netheima. Þótt bent hafi verið á að þarna hafi röngum upplýsingum verið plantað í gagnagrunn herra Google hefur enginn netsóðinn iðrast og fær því ekki uppreist æru hja mér. Svo er mér einnig hulið hvernig það gæti valdið vanhæfi, hvað þá að það væri merki um spillingu, þótt allt hefði verið rétt hjá herra Google,“ segir Brynjar.

Eins og fram kemur í bréfinu starfaði Brynjar fyrir nektardansstaðinn Bóhem árið 2003. Í bréfinu sem Brynjar undirritar er óskað eftir því að borgarráð breyti málsmeðferðarreglum vegna vínveitingaleyfa þannig að Bóhem verði heimilað að hafa staðinn opinn til 05:30 alla daga. Borgarráð féllst ekki á að breyta reglunum.

Gerir lítið úr málinu

Þá sagði Bergur, í færslu sinni á Facebook, Brynjar hafa að undanförnu margoft gert lítið úr glæpum Róberts Árna Hreiðarssonar í fjölmiðlum og um leið smættað afleiðingar þeirra. Þannig sagði Brynjar í viðtali við mbl.is að hægt væri að brjóta með alvarlegri hætti gegn börnum en Robert Downey gerði gagnvart fórnarlömbum sínum. Robert var árið 2008 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hlaut uppreist æru í október í fyrra. „Það eru til al­var­legri brot held­ur en þessi gagn­vart börn­um,“ sagði Brynjar. Þá staðhæfði hann við mbl.is að margir barnaníðingar hefðu fengið uppreist æru.

„Eng­inn sagði neitt þá. Þetta komst bara í umræðuna því hann ætlaði að sækja um starfs­rétt­indi sín aft­ur. Menn hafa fengið upp­reist æru sem hafa myrt ann­an mann,“ bætti Brynjar við.

Þá hefur Brynjar lýst því yfir að honum þyki eðlilegt að Róbert fái að starfa við það sem hann er menntaður til. „Hann er búinn að afplána og hann fær í þessu tilviki meiri refsingu því hann missir starfsréttindin.  Hann hefur ekki brotið af sér. Hann fór í sérstaka meðferð í betrun sinni og þá finnst mér ósköp eðlilegt að menn eigi möguleika á því að snúa aftur og starfa við það sem þeir eru menntaðir til,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi.

Bróðir Brynjar, Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur, hefur að sama skapi tjáð sig um málið. Í færslu á Facebook sagði Gústaf að stúlkurnar hafi „spilað á veikleika Róberts til að hafa af honum peninga“ og „gert hann sér að féþúfu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár