Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Í flestum löndum hefði ráðherra sagt af sér“

Sig­ur­mund­ur G. Ein­ars­son, eig­andi Vik­ing Tours í Vest­manna­eyj­um, tel­ur að ráð­herra sem tek­ur ákvörð­un eins og Jón Gunn­ars­son sam­göngu­ráð­herra gerði segði af sér í flest­um öðr­um lönd­um en á Ís­landi. Haf­svæð­ið milli Ís­lands og Vest­manna­eyja hef­ur ver­ið skil­greint sem fjörð­ur eða flói til að rýmka fyr­ir far­þega­sigl­ing­um. Sleg­ið var af ör­yggis­kröf­um vegna sigl­ing­ar Akra­ness milli lands og Eyja.

„Í flestum löndum hefði ráðherra sagt af sér“
Sigurmundur G. Einarsson Eigandi Viking Tours í Vestmannaeyjum segir ákvörðun samgönguráðherra um að heimila Akranesferjunni að sigla milli lands og Eyja vera hagsmunapot og brot á jafnræðisreglum. Mynd: Úr einkasafni

„Þetta heitir mismunun og ekkert annað. Þetta heitir brot á jafnræðisreglum og í flestum löndum hefði ráðherra sagt af sér eftir svona aðgerðir,“ segir Sigurmundur G. Einarsson, eigandi Viking Tours í Vestmannaeyjum, um ákvörðun Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um að leyfa ferjunni Akranes að sigla frá Landeyjahöfn til Heimaeyjar um verslunarmannahelgina.

Pistill Sigurmundar um sama efni, „Hið „nýja“ Ísland - viljum við það?“ hefur vakið talsverða athygli í vikunni. Í pistlinum ræðir hann um „hagsmunagæslumenn“ sem „haga sér eins og þeir eigi Ísland skuldlaust“. „Ég er búinn að fá nóg af hagsmunapoturunum sem kippa í spottana og telja sig geta vaðið yfir allt og alla þegar þeim hentar. Ég spyr: Eigum við ekki að krefjast sama réttlætis og jafnræðis fyrir alla?“

Eins og kunnugt er hafnaði Samgöngustofa umsókn Eimskips um að nota ferjuna Akranes til siglinga milli lands og Eyja um verslunarmannahelgina. Vestmannaeyjabær kærði ákvörðunina hins vegar til samgönguráðuneytisins sem felldi í kjölfarið úr gildi ákvörðun Samgöngustofu, eftir yfirlýsingar Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra, sem sigldi síðan sjálfur með Akranesinu til Eyja fyrir þjóðhátíð. 

Breytti bát fyrir tugi milljóna til að uppfylla kröfur

Sigurmundur hefur rekið ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum í mörg ár. Árið 2013 keypti fyrirtækið farþegabát með það fyrir augum að sigla á milli Landeyjahafnar og Heimeyjar. Hann segist hins vegar hafa þurft að breyta bátnum fyrir tugi milljóna til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til farþegabáta sem sigla á úthafi, B-flokki. „Við byrjuðum að sigla til Landeyjahafnar, sem enginn hafði gert áður, í byrjun árs 2015 og fluttum um 2.500 manns milli lands og Eyja frá janúar til apríl. Árið 2016 fengum við aftur samning við Vegagerð og sigldum frá Landeyjahöfn frá janúar og fram í maí. Þá fluttum við um 1.500 manns, en þennan vetur var mun verra veður og því farnar færri ferðir. Núna árið 2017 neituðu þeir að gera samning við okkur þar sem þetta þóttu of fáar siglingar,“ segir Sigurmundur. 

„Síðan er þessi ferja færð hingað yfir til að sigla á Þjóðhátíð án þess að uppfylla nauðsynlegar kröfur.“

„Ég er með skip sem hefur fullt leyfi til siglinga til Landeyjahafnar og þessi ár, 2014 til 2016, fluttum við að jafnaði tvö þúsund manns á Þjóðhátíð í samstarfi við ÍBV. Í sumar var hins vegar ekki haft samband við okkur, heldur tók ráðherra sig til og breytti hafsvæðinu hérna á milli, þvert á alþjóðareglur, svo Baldur fengi að sigla hérna á milli í vor. Svo leigði Eimskip ferju fyrir Akranes, sem er tilraunaverkefni, og fengu fullt af peningum bæði frá Akranesbæ og Reykjavíkurborg. Síðan er þessi ferja færð hingað yfir til að sigla á Þjóðhátíð án þess að uppfylla nauðsynlegar kröfur. Á meðan liggur minn bátur hérna óhreyfður, sem er búið að breyta til að uppfylla allar þessar kröfur sem voru settar, en ráðherra tekur sig til og leyfir þessar siglingar þvert á ákvörðun Samgöngustofu.“

Hafsvæðið við Eyjar skilgreint sem fjörður eða flói

Haffærni skipa er skipt í flokka. A-flokkur er úthafssiglingar, B-flokkur er strandsiglingar við úthaf og C-flokkur siglingar um firði og flóa. Hafsvæðið á milli Íslands og Vestmannaeyja er í B-flokki, en var tímabundið fært yfir í C-flokk yfir sumarmánuðina. 

Vestmannaeyjabær notar þessa skilgreiningu á hafsvæðinu milli lands og Eyja sem rök í kærunni til samgönguráðuneytisins vegna synjunar Samgöngustofu á að veita ferjunni Akranes leyfi til að sigla milli Landeyjahafnar og Heimaeyjar. Hafsvæði á siglingaleiðinni milli Reykjavíkur og Akraness sé flokkað sem hafsvæði C og hafsvæðið milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja sé einnig hafsvæði C. Undir þessi rök tekur samgönguráðuneytið. Þar sem ferjan Akranes hafi nú þegar tímabundna heimild frá Samgöngustofu til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness sé ekkert fram komið að mati ráðuneytisins sem réttlætt geti að synjað verði um heimild til siglinga ferjunnar á sambærilegu hafsvæði milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar enda séu bæði hafsvæðin í flokki C, skilgreint sem fjörður eða flói. 

Jón GunnarssonSamgönguráðherra hefur gripið inn í ákvarðanir Samgöngustofu, með því að slá af öryggiskröfum í farþegasiglingum.

Slegið af öryggiskröfum

Synjun Samgöngustofu snérist hins vegar að litlu leyti um skilgreiningar á hafsvæðum. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir í samtali við Stundina að Akranesferjan flokkist sem háhraðaskip og um slík skip gildi Evrópureglur sem hafa verið innleiddar hér á landi. „Þetta snýr fyrst og fremst að rekstraraðilanum og að hann hafi til að mynda gert áhættumat á skipinu og siglingu þess við þessar tilteknu aðstæður og á þessari tilteknu leið. Rekstraraðilinn þarf að hafa gert sér fullnægjandi grein fyrir mögulegri áhættu og búinn að mynda sér verklagsreglur til þess að mæta mögulegri áhættu,“ segir Þórhildur.

„Rekstraraðilinn þarf að hafa gert sér fullnægjandi grein fyrir mögulegri áhættu“

Í umsögn Samgöngustofu vegna stjórnsýslukæru Vestmannaeyjabæjar segir meðal annars að áður en unnt sé að hefja rekstur háhraðafars þurfi að leggja fram gögn varðandi starfrækslu. Rekstraraðili þurfi því að leggja fram rekstrar,- viðhalds- og þjálfunarhandbækur í þessu skyni eins og við á fyrir fyrirhugaðan rekstur og siglingaleiðir sem þurfi samþykki yfirvalda. Í stuttu máli megi segja að í þessu felast kröfur á að lýsa starfrækslu farsins með tilliti til viðeigandi siglingaleiða. Þetta varðar meðal annars sérstakar aðstæður sem kunni að vera fyrir hendi, verklag við rýmingu, vakt- og hvíldartíma, og einnig neyðar- og viðbragðsáætlanir fyrir siglingaleiðir, þar með talið ráðstafanir fyrir farþega sem þurfa sérstaka aðstoð ef til björgunar kemur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
7
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár