Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hvers vegna stoppuðu Þjóðverjar sóknina við Dunkirk?

Ill­ugi Jök­uls­son fjall­ar um af hverju Þjóð­verj­ar létu líð­ast að fjölda­marg­ir her­menn Banda­manna slyppu úr herkví í Dun­k­irk í upp­hafi seinni heims­styrj­ald­ar. Eða létu þeir það kannski ekki líð­ast?

Hvers vegna stoppuðu Þjóðverjar sóknina við Dunkirk?
Breskir hermenn í fjörunni við Dunkirk. Þarna reyna tveir hermenn að verjast loftárás Stuka-steypiflugvélar - ef að líkum lætur. Þær voru mikið notaðar við innrásina í Frakkland.

Kvikmyndin Dunkirk eftir Christopher Nolan fer nú sigurför um heiminn, vafalítið vinsælasta stríðsmynd úr seinni heimsstyrjöld síðan Saving Private Ryan var og hét fyrir 19 árum.

Myndin fjallar eins og flestir vita áreiðanlega fyrirfram um þá heilmiklu dáð Breta að bjarga stórum hluta af innikróuðum her sínum og Frakka frá franska bænum Dunkirk í upphafi seinni heimsstyrjaldar.

Þýski herinn stoppaði þá leiftursókn sína í nokkra daga og Bretar notuðu tækifærið til að hefja brottflutning.

Bretland, Ermarsund, Frakkland og Belgía.Ef myndin prentast vel má jafnvel sjá Dunkirk á myndinni.

Af hverju Þjóðverjar stoppuðu her sinn, þegar þeir virtust þess albúnir að gersigra Breta og Frakka, þótti gjarnan nokkur leyndardómur.

Hvað vakti fyrir Hitler? Af hverju „leyfði“ hann Bretum að flýja frá Dunkirk?

Um það verður fjallað hér. Það skal tekið fram að lestur á þessari grein skemmir ekkert fyrir þeim sem ætla að sjá myndina. Staðreyndir um innikróun hersins við Dunkirk eru birtar í upphafi myndar Nolans.

Eins og allir vita hófst síðari heimsstyrjöldin 1. september 1939 þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Bretar og Frakkar höfðu lofað að ábyrgjast öryggi Póllands svo þeir lýstu nú yfir stríði gegn Þjóðverjum, en gerðu svo harla fátt nema lýsa yfir hafnbanni gegn Þýskalandi.

„Þykjustustríðið“ hefur veturinn 1939-1940 verið kallaður, og er þá raunar eingöngu átt við ástand mála í Vestur-Evrópu.

Þann 10. maí 1940 - sama dag og Bretar hernámu Ísland - hófst óvænt sókn Þjóðverja á vesturvígstöðvunum. Í fyrstu virtist sókn þeirra aðallega beinast gegn Holland og síðan Belgíu, enda höfðu Frakkar útbúið keðju öflugra varnarvirkja á landamærum sínum og Þýskalands.

Erich von Manstein.Hann var fær hershöfðingi og sjálfstæður í skoðunum, og var að lokum rekinn af Hitler. En hann var Gyðingahatari og gerði aldrei neitt til að stöðva Gyðingamorð sérsveita SS. Þvert á móti. Er hann þjónaði í Sovétríkjunum skrifaði hann yfirmanni morðsveitanna og krafðist þess að hermenn sínir fengju armbandsúr myrtra Gyðinga, því þeir hefðu verið svo duglegir að hjálpa morðsveitunum.

Maginot-línan var keðjan kölluð og talin óvinnandi fyrir Þjóðverja.

Franski hershöfðinginn Gamelin stýrði sameinuðum her Frakka og Breta sem reyndi að bregðast við sókn Þjóðverja.

Gamelin taldi sér óhætt að hverfa með her sinn frá Frakklandi, því Þjóðverjar næðu aldrei að sækja yfir Maginot-línuna, og hélt hann því sem skjótast inn í Belgíu með herinn til að svara sókn Þjóðverja inn í Holland og Belgíu.

Þjóðverjar höfðu hins vegar snúið á Gamelin. Hitler foringi Þjóðverja hafði tekið upp á sína arma áætlun sem hershöfðinginn Erich von Manstein samdi og stakk upp á. 

Samkvæmt henni skyldi aðalsóknarþungi Þjóðverja fara gegnum Ardennafjöllin í Lúxembúrg. Þröngir fjallaslóðar þar voru taldir ófærir fyrir vélaherdeildir og skriðdreka og því voru varnir Frakka litlar þar.

Manstein hafði hins vegar sýnt fram á að víst mætti sækja yfir fjöllin.

Því var það að öflugur þýskur her var skyndilega kominn inn í Frakkland gegnum Lúxembúrg meðan meginher Frakka ásamt breska hernum var kominn langt inn í Belgíu.

Og nú brunaði þessi þýski her í átt til Ermarsunds og malaði allt undir sér á leiðinni. Hernaðaráætlunin var nú skýr: Að ná til sjávar og loka inni her Bandamanna í Belgíu - og annaðhvort knýja hann til uppgjafar eða hreinlega gersigra hann í orrustu.

Velgengni Þjóðverja setti Bandamenn gjörsamlega út af laginu. Bretar og Frakkar brugðust hins vegar við með ólíkum hætti. Bretar skiptu strax um forsætisráðherra og kölluðu í Downing-stræti númer 10 Winston Churchill sem allir vissu að myndi berjast til þrautar á hverju sem gengi.

Frakkar fóru hins vegar á taugum og virðast frá upphafi hafa verið vissir um að þeir ættu ekki séns. Allt í sambandi við viðbúnað Frakka var stórskrýtið. Þegar hinn gagnslausi Gamelin var loks rekinn 19. maí og hershöfðinginn Weygand ráðinn æðsti yfirmaðurinn franska hersins í staðinn, þá sagði hann það verða sitt fyrsta verk að fá góðan nætursvefn.

Síðan brá Weygand sér í nokkurra daga kurteisheimsókn til Parísar í stað þess að reyna að stýra her sínum á vígvöllunum. 

Þann 20. maí - eftir tíu daga sókn - náðu Þjóðverjar til sjávar og höfðu þar með náð að króa inni mörg hundruð þúsund manna franska og breskan her. Her Bandamanna hafði þá verið á suðurleið frá Belgíu í nokkra daga og var mestallur kominn að svæðinu kringum hafnarborgina Dunkirk í Norður-Frakklandi. Ekki virtist blása byrlega fyrir honum því Þjóðverjar sóttu nú að úr öllum áttum á landi.

Þá brá svo við þann 23. maí að Þjóðverjar stöðvuðu sókn sína við Dunkirk. Í fjóra daga héldu þýsku skriðdrekarnir kyrru fyrir og flugvélar Luftwaffe, þýska flughersins, gerðu tiltölulega fáar árásir á innikróaðan herinn.

Þessa fjóra daga notuðu Bretar og Frakkar vel. Hróflað var upp varnarlínum kringum Dunkirk og þegar þýska sóknin hófst á ný gekk hún hægt og erfiðlega.

Þjóðverjar ákváðu þá að láta Luftwaffe að mestu um að neyða hinn innikróaða her til uppgjafar með loftárásum.

En þessa fjóra daga höfðu Bretar líka notað til að skipuleggja brottflutning herjanna frá Dunkirk. Hvernig það gekk geta menn séð í kvikmyndinni nýju.

En hvers vegna dokuðu Þjóðverjar við þessa fjóra örlagaríku daga?

Gerd von Rundstedt.Hann var einn af helstu herforingjum Hitlers-Þýskalands en átti í nokkuð stormasömu sambandi við Hitler. Eftir stríðið tókst honum furðu vel að búa til þá ímynd að herinn hefði lítið sem ekkert vitað af glæpum SS-sveitanna, en það hefur síðan komið í ljós að var tóm vitleysa.

Lengi vel var talið að Hitler hefði sjálfur fyrirskipað stöðvunina. Ástæðuna vissu menn ekki en oft var giskað á að Hitler - sem bar virðingu fyrir Bretum - hafi viljað gefa Bretum ákveðið svigrúm til að semja um frið.

Hann hafi viljað sýna Bretum að honum væri ekki alls varnað með því að neita sér um að mala her þeirra mélinu smærra.

Eitthvað svoleiðis.

En þegar menn komust að lokum í skýrslur þýska herráðsins eftir stríðið kom í ljós að þetta var vitleysa. Það var hershöfðinginn Rundtstedt sem hafði fyrirskipað stöðvunina en Hitler lagði blessun sína yfir hana nokkrum tímum seinna.

Og ástæðan var eingöngu sú að Rundtstedt hafði áhyggjur af því að ef hann sækti of gáleysislega fram til Dunkirk myndu Bretar og Frakkar geta brotist út annars staðar.

Eftir hraða sókn í tíu daga var þýski herinn örmagna, eldsneytislaus og að verða skotfæralítill. Hann þurfti sannarlega á hvíldinni að halda, að mati Rundstedts.

Þegar voru raunar á lofti tákn þess að skriðdrekasveitirnar væru orðnar viðkvæmar fyrir gagnárás.

Og sennilega þurftu þýsku hermennirnir líka bara að jafna sig aðeins eftir allt örvandi dópið sem þeir höfðu verið látnir éta til að halda sókninni gangandi fyrstu dagana.  

Hitler samþykkti strax og var mjög ánægður með ákvörðun Rundstedts, því foringinn hafði hvað eftir annað síðustu daga reynt að fá hershöfðingja sína til að hægja á sókninni, svo herinn kollkeyrði sig ekki.

En þannig fengu Bretar tóm til að skipuleggja brottflutning frá Dunkirk.

Í átta daga störfuðu Bretar að því að flytja her sinn og Frakka burt frá sjávarborginni smáu. Aðgerðum lauk 4. júní og þá lögðu Þjóðverjar Dunkirk undir sig. 

Frakkar gáfust svo upp þrem vikum seinna en Bretar héldu baráttunni áfram.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
9
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár