Guðlaugur tjáir sig um Venesúela: „Þessar fullyrðingar eru kolrangar“

Fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir full­yrð­ing­ar um að hann hafi kom­ið að ákvörð­un um að veita nán­ast öll­um Venesúela­bú­um vernd hér á landi um tíma séu kolrang­ar. Hann velt­ir því fyr­ir sér hvort ásetn­ing­ur liggi að baki sögu­sögn­un­um.

Guðlaugur tjáir sig um Venesúela: „Þessar fullyrðingar eru kolrangar“
Ráðherra „Það er ekki annað hægt en að velta vöngum yfir því hvort einfaldlega sé um að ræða misskilning eða hvort ásetningur liggi að baki“, skrifar Guðlaugur Þór. Mynd: Stundin

Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir fullyrðingar um að hann hafi komið að ákvörðun um að veita nánast öllum Venesúelabúum vernd hér á landi um tíma kolrangar. 

Kornið sem virðist hafa fyllt mæli Guðlaugs var þegar þáttastjórnandi Vikulokanna í Ríkisútvarpinu „hélt þessu fram fullum fetum án mótmæla eða athugasemda frá viðmælendum í febrúar síðastliðnum.“

Guðlaugur skrifar pistil um málið í Morgunblaðinu í dag og bendir á að fólk úr öllum áttum hafi haldið þessu fram, þar á meðal blaðamaðurinn Andrés Magnússon sem starfar hjá Morgunblaðinu. 

„Fullyrðingin kom sömuleiðis fram í vinsælum hlaðvarpsþætti og nú nýlega birtist fullyrðingin á prenti í Viðskiptablaðinu: „Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað af einhverjum óskiljanlegum ástæðum að opna landið fyrir fólki frá Venesúela…“,“ skrifar Guðlaugur og segir umræddar fullyrðingar „kolrangar“ þar sem útlendingamálin hafi ekki verið á hans könnu sem utanríkisráðherra. 

„Þrátt fyrir þessa staðreynd flýgur sagan áfram og upplýsingaóreiðan eykst þar sem einn endurtekur ummæli annars. Það er ekki annað hægt en að velta vöngum yfir því hvort einfaldlega sé um að ræða misskilning eða hvort ásetningur liggi að baki þeirri undarlegu og röngu söguskýringu að utanríkisráðherra beri ábyrgð á ákvörðun sjálfstæðrar stjórnsýslunefndar á málefnasviði dómsmálaráðuneytisins um aukna vernd íbúa Venesúela.“

Baksagan

Það var Þorsteinn Gunnarsson, þáverandi settur forstjóri Útlendingastofnunar, sem tilkynnti í nóvember 2019 að allir Venesúelabúar sem hefðu sótt um vernd hér á landi það ár hefðu fengið hæli vegna ástandsins í Venesúela – óðaverðbólgu og upplausnar í stjórnmálum landsins. Fyrstu ákvarðanirnar um veitingu viðbótarverndar til ríkisborgara Venesúela höfðu þó aftur á móti verið teknar af Útlendingastofnun árið 2018, þegar núverandi forstjóri stofnunarinnar, Kristín Völundardóttir, var forstjóri. 

Í byrjun 2019 hafði Guðlaugur Þór sent utanríkismálanefnd Alþingis minnisblað um ástandið í Venesúela þar sem ráðuneytið fór yfir ástandið í Venesúela. Stjórnmálaástandið var sagt í ólestri. 

„Óstjórn, misheppnuð hugmyndafræði byggð á arfleifð Hugo Chavez og flokks Chavista, og ofbeldi núverandi forseta, Nicolas Maduro, hefur valdið því að efnahagskerfi landsins er með öllu hrunið“, segir í minnisblaðinu. 

Nokkrum dögum eftir að minnisblaðið var skrifað lýsti Guðlaugur Þór því yfir að Ísland styddi Juan Guiadó, þáverandi leiðtoga venesúelsku stjórnarandstöðunnar, rétt eins og stjórnvöld víðar höfðu gert í kjölfar ákvörðunar bandarískra stjórnvalda um slíkt hið sama. Nú hafa ríkin dregið stuðning sinn til Guaidó til baka, enda missti hann embætti sitt sem forseti þjóðþings Venesúela í desember árið 2020. 

Heimildin fjallaði um svar Útlendingastofnunar vegna Venesúela ákvörðunarinnar í marsmánuði síðastliðnum. Í svari stofnunarinnar sagði að ákvörðunin hefði ekki verið pólitísk.

„Hvorki dómsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið né ráðherrar þessara ráðuneyta hafa aðkomu að afgreiðslu umsókna um vernd,“ sagði í svari stofnunarinnar.  

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Já þessi grein er jafn loðin og röklaus og afneitun Guðlaugs Þórs, eins pólitísk og hugsast getur, allir saklausir🤪
    0
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Þessi grein skilur lesandann eftir án þess að svara rannsóknarspurningunni. Eða þýðir þetta að ráðherrar allir eru saklausir en einn embættismaður hjá útlendingastofnun er ábyrgur fyrir málinu í heild sinni?
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.
„Ég er fórnarlamb pólitískra ofsókna“
Viðtal

„Ég er fórn­ar­lamb póli­tískra of­sókna“

Yuri Kar­ina Bouqu­ette De Al­vara­do frá Venesúela er um­sækj­andi um póli­tíska vernd á Ís­landi. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar hafa feng­ið synj­un við um­sókn sinni. Hún lýs­ir því hvernig Venesúela er orð­ið að al­ræð­is­ríki og að hún hafi fund­ið það á eig­in skinni eft­ir að hafa ver­ið starf­andi í stjórn­ar­and­stöðu­flokkn­um Pri­mero Justicia þar sem hún fékk borg­ar­stjóra í land­inu upp á móti sér.
Flúðu frá Venesúela og Grindavík og eignuðust jólabarn
ViðtalFlóttafólk frá Venesúela

Flúðu frá Venesúela og Grinda­vík og eign­uð­ust jóla­barn

Par frá Venesúela, Roger Gu­erra og Rosim­ar Barrozi, flúði upp­lausn­ina í Venesúela í fyrra og sett­ist að í Grinda­vík. Þeg­ar ógn vegna jarð­skjálta og yf­ir­vof­andi eld­goss steðj­aði að voru þau flutt í hús­næði í Hafnar­firði. Þau voru að eign­ast litla dótt­ur sem heit­ir Roma Victoria Gu­erra. Í við­tali við Heim­ild­ina ræða þau um líf sitt í Venesúela og Grinda­vík og óviss­una sem fylg­ir því að vera hæl­is­leit­end­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur nú þeg­ar synj­að einu sinni um leyfi til að setj­ast að í ör­ygg­inu á Ís­landi.
„Ég er sagður vera klikkaður fyrir að halda í vonina að fá að búa á Íslandi“
Viðtal

„Ég er sagð­ur vera klikk­að­ur fyr­ir að halda í von­ina að fá að búa á Ís­landi“

25 ára gam­all flótta­mað­ur frá Venesúela, José Daniel, seg­ir að bú­set­an þar í landi hafi ver­ið erf­ið vegna mat­ar­skorts og glæpa. Hann hef­ur hjálp­að kon­unni sinni að flýja til Banda­ríkj­anna frá Venesúela með því að tína dós­ir og flösk­ur í Reykja­vík. Dótt­ir þeirra varð eft­ir hjá tengda­for­eldr­um hans í Venesúela.

Mest lesið

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
6
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
8
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
9
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu