Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Rétt öld frá réttarhöldunum yfir Hitler: Réttarríkið tapaði

Ad­olf Hitler gerði til­raun til að ræna völd­um í Þýskalandi en það fór út um þúf­ur. Hann ein­setti sér þá að ná völd­um með lýð­ræð­is­leg­um hætti — og það tókst.

Rétt öld frá réttarhöldunum yfir Hitler: Réttarríkið tapaði
Hitler og aðrir sakborningar fyrir réttum 100 árum. Nasistaforinginn var fullur örvæntingar eftir að „bjórkjallarauppreisn“ hans fór út um þúfur og mun hafa íhugað sjálfsmorð. Betur að hann hefði látið verða af því! En þegar hann uppgötvaði hve litlar varnir lýðræðisins voru við réttarhöldin yfir honum, þá sneri hann vörn í sókn.

Í dag, 27. mars 2024, er rétt öld frá því sakborningur nokkur steig á fætur í réttarsal í München og hélt sína síðustu varnarræðu við það tækifæri. Svo lauk þeim réttarhöldum og dómur var kveðinn upp nokkru síðar. Sakborningurinn, Adolf Hitler, var að vísu dæmdur sekur en refsingin var svo léttvæg að augljóst þótti að dómarinn hefði í reynd tekið undir þau sjónarmið Hitlers sem hann setti fram í þessari varnarræðu sinni fyrir 100 árum.

Hitler var þá 35 ára. Hann fæddist í Austurríki 1889 en fluttist til Þýskalands rétt áður en heimsstyrjöld braust út 1914 og þjónaði í þýska hernum allt til stríðsloka 1918. Allt frá blautu barnsbeini virðist hann hafa verið sannfærður um að hann væri fæddur mikilmenni en því miður reyndist hann skorta hæfileika til að skara fram úr á þeim listabrautum sem hann vildi helst leggja fyrir sig. Gerðist hann beiskur og bitur og eins og fleiri „vonsvikin mikilmenni“ varð hann sannfærður um að annað fólk væri sífellt að leggja stein í götu sína og þá helst Gyðingar.

Eftir stríðið uppgötvaði Hitler loks hvar hæfileikar hans lágu. Hann reyndist innblásinn ræðumaður. Honum var afar gefið að sannfæra annað fólk um að hans skoðanir væru hinar einu réttu. Og þar sem skoðanir Hitlers fólust í þjóðernisofstopa og Gyðingahatri og að lyktum fasisma, þá varð hann brátt innsti koppur í búri í flokki einum í München sem barist fyrir þvíumlíku.

Þýska nasistaflokknum.

Haustið 1923 lék allt á reiðiskjálfi í Þýskalandi. Þjóðverjar höfðu hvorki náð sér andlega né samfélagslega eftir ósigurinn í heimsstyrjöldinni. Verðbólga lék lausum hala svo heilar hjólbörur af peningaseðlum dugðu ekki fyrir einum brauðhleif. Gyðingum, útlendingum almennt og stríðsskaðabótum var kennt um allt illt. Þá tók Hitler þá áhættu að reyna að ræna völdum. Fyrirmynd hans var ítalski fasistaleiðtoginn Benito Mussolini sem hafði nokkru áður náð völdum á Ítalíu með einu snöggu áhlaupi.

En „bjórkjallarauppreisn“ Hitlers og félaga í nóvember fór út um þúfur. Þeir voru handteknir og leiddir fyrir rétt en þá brá svo við að fasistaforinginn náði að snúa réttarhaldinu sér í hag og notaði það sem flugskeytapall þaðan sem hann hélt uppi hörðum árásum á það þýska lýðveldi, sem sett hafði verið á stofn eftir stríðið og var enn að reyna að fóta sig.

Og Weimar-lýðveldið, eins og það var kallað, bar varla við að verja sig þegar til kom. Þennan síðasta dag réttarhalda, 27. mars 1924, hélt Hitler þrumuræðu af sakborningabekknum og kvaðst fyrst og fremst hafa skipulagt valdaránið til að koma í veg fyrir að hinir illskeyttu kommúnistar næðu völdum í Þýskalandi, líkt og í Rússlandi.

En svo sagðist hann hafa „ætlað skapa í Þýskalandi þau skilyrði sem ein gera okkur kleift að losa þá járnkrumlu óvina okkar sem hefur læst sig í okkur. Við vildum skapa reglu, kasta út afætunum [þetta var stikkorð yfir Gyðinga], hefja baráttu gegn þrælshlekkjum hinna erlendu verðbréfasala og þeirra útlensku peningaafla [sem ráðskast með okkur], berjast gegn stjórnmálavæðingu verkalýðshreyfingarinnar, og það sem allra mikilvægast er: Berjast fyrir þeirri æðstu og virðingarverðustu skyldu sem við Þjóðverjar þekkjum, en það er skylda okkar til að bera vopn og halda úti her. Og nú spyr ég ykkur: Er það sem við vildum virkilega landráð?“

Ekki fór milli mála að sú gamla yfirstétt sem enn fór með mestöll völd í Þýskalandi, og þar á meðal í réttarkerfinu, hafði samúð með málstað Hitlers. Hann hafði farið með vopnum gegn ríkinu og fyrir það varð náttúrlega að dæma hann, en dómurinn hljóðaði aðeins upp á fimm ára fangelsi og svo var hann látinn laus í desember og hafði þá aðeins setið inni í rúmt ár samtals. 

Og hafði reyndar lifað í vellystingum í fangelsinu og notað tímann til að lesa ritara sínum fyrir ævisögu sína og stefnuskrá, Mein Kampf.

Í fangelsinu sannfærðist Hitler um að vopnað valdarán væri ekki rétta leiðin til að tryggja sér völd. Slíkt væri hættuspil og gæti endað alla vega en hæfileikar hans fólust sem fyrr segir í að tala, og að tala fólk til liðs við sig.

Og þá hæfileika skyldi hann nota til að ná völdum — með lýðræðislegum hætti.

Þó hann væri í reynd að nota maskínur lýðræðisins til að krefjast þess að lýðræðið yrði aflagt.

Réttarhöldin í München og hinn fislétti dómur og huggulega meðferð sem Hitler naut þar fyrir 100 árum, og síðan í fangelsinu, eru eftirleiðis aðvörunarbjalla fyrir sérhvert lýðræðisríki.

***

Tilvitnunin í ræðu Hitlers er úr bókinni The Nazi voter : the social foundations of fascism in Germany, 1919-1933 eftir Thomas Childers, bls. 57.
Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
5
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár