Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Embætti Landlæknis skoðar notkun læknis á Heilsuveru í markaðstilgangi

Heim­il­is­lækn­ir hjá einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Heilsu­vernd hafði sam­band við fyrr­ver­andi skjól­stæð­inga sína hjá op­in­beru heilsu­gæsl­unni á Ak­ur­eyri og bauð þeim í við­skipti. Embætti Land­lækn­is hef­ur tek­ið þessa notk­un á Heilsu­veru til skoð­un­ar.

Embætti Landlæknis skoðar notkun læknis á Heilsuveru í markaðstilgangi
Segja notkunina ranga miðað við fyrirliggjandi upplýsingar Embætti Landlæknis, sem Alma Möller stýrir, segir að svo virðist sem notkun læknis Heiluverndar á upplýsingaforritinu Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Embætti Landlæknis segir að notkun læknis fyrirtækisins Heilsuverndar á forritinu Heilsuveru sé röng, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar, og að hún sé til skoðunar hjá stofnuninni. Læknirinn hafði samband við fyrrverandi skjólstæðinga sína, sjúkratryggða einstaklinga á Akureyri, og bauð þeim að koma í viðskipti við Heilsuvernd. Heimildin fjallaði um mál læknisins í byrjun febrúar.

Þetta kemur fram í svörum frá embætti Landlæknis við spurningum Heimildarinnar:  „Miðað við þær upplýsingar sem komið hafa fram í umfjöllun um málið þá virðist þetta vera röng notkun á Heilsuveru sem er hugsuð fyrir sendingar á klínískum upplýsingum og samskiptum milli læknis og sjúklings í tengslum við meðferð. Málið er til skoðunar hjá embættinu.

Heilusvera er forrit sem er samstarfsverkefni Landslæknisembættisins, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítala-háskólasjúkrahúss. Þar getur fólk skráð sig í heilsugæslustöð, átt í samskiptum við heimilislækna, fengið endurnýjun á lyfseðlum og fleira.

„Embætti landlæknis hefur aftur á móti eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum og af þeim sökum er umrætt mál sem áður segir til skoðunar hjá embættinu.“
Úr svari embættis landlæknis

Heilsugæsla í Kópavogi en læknir á Akureyri

Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, hefur sagt  að hann vilji opna heilsugæslustöð á Akureyri. Hann hefur ráðið til sína lækna í bænum og er einn þeirra Valur Helgi Kristinsson, sá sem sendi skilaboðin úr Heilsuveru. Sjúkratryggðir einstaklingar á Íslandi geta valið á hvaða heilsugæslustöð þeir skrá sig, hvort svo sem hún er ríkis- eða einkarekin, og fylgir þeim þá fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands. 

Heilsuvernd er hins vegar ekki komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands um að opna heilsugæslustöð á Akureyri. Þetta breytir því hins vegar, miðað við skilaboð Vals Helga, að hann getur þjónustað viðskiptavini Heilsuverndar á Akureyri. 

Í skilaboðunum sagði orðrétt: „Nú hef ég látið af störfum á Heilsugæslunni á Akureyri og er farinn að vinna á Heilsugæslunni í Urðarhvarfi í Kópavogi en verð á Akureyri með starfsaðstöðu á Læknastofum Akureyrar á Glerártorgi. Þeir sem vilja halda áfram hjá mér þrátt fyrir þetta geta flutt sig yfir því að breyta skráningu á heilsugæslustöð, annars mun HSN halda áfram að sinna þér ef þú vilt það frekar.

Bara notkun sem tengist sjúkraskrá heimil

Í svari embættis Landlæknis kemur fram að þær reglur gildi um notkun Heilsuveru að eingöngu megi nota forritið þegar um er að ræða notkun á sjúkraskrá einstaklinga. Í tilfelli Vals Helga var hins vegar um markaðslegan tilgang að ræða þar sem hann bauð skjólstæðingum sínum að skipta úr opinberri heilsugæslu og yfir í einkarekna. 

Um tilgang Heilsuveru segir í svari Landlæknis: „Í stuttu máli má segja að notkun Heilsuveru af hálfu læknis eða annars heilbrigðisstarfsmanns eigi ekki að vera með öðrum hætti en þegar um notkun sjúkraskrár er að ræða. Embætti landlæknis hefur ekki gefið út leiðbeiningar eða verklagsreglur um almenna notkun á viðmótinu, enda á heilbrigðisstarfsfólk að þekkja ákvæði laga nr. 55/2009 um sjúkraskrá. Enn fremur er það svo að embætti landlæknis heldur úti Heilsuveru en stýrir ekki notkun hennar eða hefur aðgang að þeim upplýsingum sem þar er að finna. Slíkt er, líkt og kveður á um í fyrrnefndum lögum, á ábyrgð starfstöðva heilbrigðisstarfsfólks hverju sinni.

Landlæknir segir að embættið hafi eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum og þjónustu heilbrigðisstofnana og að þess vegna sé umrætt mál inn á borði þess nú  „Heilbrigðisstofnanir hafa eftirlit með aðgengi að sjúkraskrá og notkun þeirra, og Heilsuvera er í raun framlenging á sjúkraskrá. Embætti landlæknis hefur aftur á móti eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum og af þeim sökum er umrætt mál sem áður segir til skoðunar hjá embættinu.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár