,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.

„Fólk fer í efnaskiptaaðgerðir til dæmis í Tyrklandi, Ungverjalandi eða Póllandi. Það er ekki skráð sjálfkrafa hjá læknum eða yfirvöldum hér og því er ekkert eftirlit hér eftir aðgerðina,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, formaður Samtaka fólks með offitu, en hún er einnig forseti Evrópusamtaka fólks með offitu og ein stofnenda þeirra. 
Hún segir að skurðaðgerðir vegna offitu séu aldrei hættulausar, þær geti verið flóknar og því gríðarlega mikilvægt a
ð fylgst sé vel með sjúklingi eftir aðgerð. Við hjá samtökunum höfum heyrt í fólki og séð magaspeglanir eftir aðgerðir sem framkvæmdar voru á þessum stöðum og þær hafa sumar verið vafasamar, svo ekki sé sterkara að orði kveðið.“

Spurð hvað hún eigi við segir Sólveig: „Við höfum séð sannanir fyrir því, til að mynda eftir að magaspeglun var framkvæmd hér á Íslandi á manneskju sem fór í aðgerð í einu af þessum löndum, að þá kom í ljós að …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stríðið um líkamann

Send í megrunarklúbb 12 ára gömul
ÚttektStríðið um líkamann

Send í megr­un­ar­klúbb 12 ára göm­ul

Sól­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, formað­ur Sam­taka fólks með offitu, seg­ir að fólk með offitu verði fyr­ir stöð­ugu áreiti og for­dóm­um. Sjálf hafi hún þurft að þola for­dóma frá barns­aldri og í kjöl­far­ið þró­að með sér átrösk­un. Hún var send í megr­un­ar­klúbb þar sem hún var vigt­uð einu sinni í viku. Klapp­að var ef hún hafði lést, pú­að ef hún hafði þyngst.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu