Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Óttast að Trump breyti Bandaríkjunum í einræði

Yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump og skipu­lögð áform banda­manna hans vekja áhyggj­ur með­al Demó­krata, Re­públi­kana, fræða­fólks og grein­enda vegna ein­ræð­istil­burða fyrr­ver­andi for­set­ans. Ekki ein­ræð­is­herra „nema á fyrsta deg­in­um“, seg­ir Trump sjálf­ur.

„Hann er einræðisherra,“ sagði Chris Christie, fyrrum ríkisstjóri New Jersey-fylkis, um Donald Trump í kappræðum frambjóðenda Repúblikana til forsetakosninga í síðustu viku. Trump tregðaðist við að hafna þessu mati Christie, en í viðtalsþætti á Fox News á þriðjudaginn, 5. desember, aðspurður um það hvort hann hygðist misnota vald sitt og brjóta lög til þess að ná fram persónulegum hefndum ef hann yrði kjörinn forseti í annað sinn, sagði forsetinn fyrrverandi að hann yrði ekki einræðisherra „nema á fyrsta deginum“. Þegar hann var tvíspurður um svarið bætti hann við: „Nei, nei, nei, nema á fyrsta deginum … Að því loknu verð ég ekki einræðisherra.“

Yfirgengileg ummæli eru eitt helsta einkenni á stjórnmálastíl Donalds Trump. Í framboðsræðu þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2015 talaði hann um innflytjendur frá Mexíkó sem nauðgara. Allar götur síðan hafa greinendur bent á að snilligáfa Trumps svokölluð liggi í því hversu vel …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    The sparkness of Spiderman,
    the syrup of Superman,
    the homeboy of Hulk,
    the beauty of Batman,
    and the prump of Trump.
    2
  • Kári Jónsson skrifaði
    Þernu-samfélagið er í uppáhaldi hjá Trump.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár