Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Framandi heimur, mundo ajeno

Eins og seg­ir í inn­gangi er bók­in „vitn­is­burð­ur um flækj­ur inn­flytj­anda“ sem set­ur spurn­ing­ar­merki við „hvað það þýð­ir að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur“. Ljóð með klof­ið hjarta er ekki galla­laus ljóða­bók — sum ljóð­in skilja lít­ið eft­ir sig — en með sinni bráð­snjöllu fram­setn­ingu og tím­an­lega um­fjöll­un­ar­efni er hún merki­legt fram­lag til ís­lenskra sam­tíma­bók­mennta.

Framandi heimur, mundo ajeno
Bók

Ljóð fyr­ir klof­ið hjarta

Höfundur Helen Cova
Karíba útgáfa
56 blaðsíður
Niðurstaða:

Frumlegt og merkilegt framlag til íslenskra innflytjendabókmennta. Ljóðin eru misöflug en taka á brýnum málum á nýstárlegan og áhrifaríkan hátt.

Gefðu umsögn

Margir kannast við að reyna að fóta sig á nýju tungumáli og rekast á vegg. Það er einhver meining í huga manns, einhver stórmerkileg meining, sem manni bara tekst ekki að koma á framfæri. Maður hikar, tafsar, stamar, og lendir að lokum á einhverri málamiðlun milli tungumálsins sem maður hugsar á og þess sem maður reynir að tala á, málamiðlun sem er hvergi nærri þeirri orðsnilld sem maður hafði ætlað sér. Maður lýkur máli sínu með hnút í maganum (var ég að gera mig að fífli?) og vildi óska þess eins að maður hefði aldrei opnað á sér munninn til að byrja með.

Svona upplifanir geta verið nóg til að fá mann til að gefast upp á því að tala ný tungumál. Að halda áfram krefst seiglu. Að gefa út ljóð krefst hugrekkis. Helen Cova, íslenskur rithöfundur af venesúelskum uppruna, er hugrökk svo eftir verður tekið. Ljóð fyrir klofið hjarta er fjórða bók hennar á íslensku, á eftir barnabókunum Snúlla finnst gott að vera einn (2019) og Snúlla finnst erfitt að segja nei (2022) og smásagnasafninu Sjálfsát: Að éta sjálfan sig (2020). Allar komu þessar bækur út á ensku og/eða spænsku samhliða íslensku útgáfunni. Helen hefur því lagt áherslu á fjöltyngi í sinni útgáfustarfsemi, en í Ljóðum fyrir klofið hjarta einblínir hún beint á þá tilfinningu að vera klofinn milli tveggja tungumálaheima. Niðurstaðan er afskaplega frumleg ljóðabók svo eftir verður tekið.

Eins og segir í inngangi er bókin „vitnisburður um flækjur innflytjanda“ sem setur spurningarmerki við „hvað það þýðir að vera íslenskur rithöfundur“. Bókin nær þessu fram með því að birta ljóðin í tveimur dálkum. Vinstra megin birtist uppkastið, handrit höfundarins, oftast á íslensku en með orð eða setningar á spænsku á milli og ýmsar „villur“ í beygingum og stafsetningu íslensku orðanna. Þar sjáum við það sem Helen kallar „mína íslensku, framsetningu á tungumáli sem stöðugt er lært og skoðað, mótað af flækjum innflytjanda lífsins […] með öllum sínum ófullkomleika“.

Ljóðabókin „upphefur þennan ófullkomleika“, setur hann á svið og neitar að skammast sín fyrir hann. Hægra megin birtast svo sömu ljóð eftir að hafa verið yfirlesin og snúið yfir á reglubundnari, staðlaðri íslensku til að „móta ljóðin að heimi bókmenningarinnar sem þau voru ætluð“.

Að mati þessa lesanda er engin spurning um að ljóðin vinstra megin, þau hráu og handskrifuðu, skara fram úr þeim yfirlesnu hægra megin. Handskrifuðu ljóðin bera sterkan spænskan keim, ekki bara í þeirri merkingu að vera að hluta til á spænsku, heldur í ljóðrænni áherslu. Myndlíkingarnar eru stórar, háleit orð eru valin frekar en lágstemmd, línurnar eru stuttar og knappar. Hægra megin verður allt íslenskara, jarðbundnara og grárra og missir stundum flugið. En það er í samsetningunni sem snilld bókarinnar liggur.

„Niðurstaðan er afskaplega frumleg ljóðabók svo eftir verður tekið“

Vinstra megin sjáum við „Por qué es que / aunque vienes / de mundo ajeno / virðist þú vera / svo nálægt mér?“ Hægra megin birtist „Hvers vegna. / Jafnvel þó / þú komir frá / andstæðum heimi / virðist þú vera mér / samstæður?“ Það er eins og dálkarnir séu að varpa spurningunum hvor til annars. Útgáfurnar tvær af ljóðinu eru auðvitað nálægar og samstæðar, en þær eru líka hvor annarri framandi (þannig myndi ég persónulega þýða ajeno, frekar en „andstæður“). En það sem finnst vinstra megin er einhvern veginn sannara, en styrkist þó bara af nærveru stöðluðu íslenskunnar til hliðar við sig.

Bókinni er skipt í þrjá kafla, eða þrjú sjónarhorn: „Ísland“, „Venezuela“ og „Bæði“. Horft er á Ísland frá Venesúela, á Venesúela frá Íslandi, og í báðar áttir í senn. Hér birtist kunnuglegt stef úr innflytjendabókmenntum allra landa: Hafandi flutt úr heimalandinu, kemst maður nokkurn tímann til baka að fullu? Eða hefur maður breyst varanlega, er maður orðinn „svikari heimalandsins“ // „traidora de la patria“? Í tilfelli Helenar er þessi spurning enn brýnni, þar sem ástandið í Venesúela er skelfilegt eins og við flest þekkjum. Það dregur þó ekkert úr löngun íslenskra stjórnvalda til að vísa Venesúelamönnum á Íslandi aftur „heim“, hvað sem það nú þýðir.

Helen spyr eins og svo margir hljóta að gera á Íslandi nú: „Hvaða ónefnda / refsing bíður / þessarar konu?“ Ljóðmælandi er milli steins og sleggju: „Ísland / mun brjóta beinin mín / með klakanum sínum … með sínu myrkri / vægðarlaust / endalaust“, en „Venesúela / mun brjóta beinin mín / með byssunni … Með vélbyssunni, / vægðarlaus, / endalaus“. 

Ljóð með klofið hjarta er ekki gallalaus ljóðabók, sum ljóðin skilja lítið eftir sig, en með sinni bráðsnjöllu framsetningu og tímanlega umfjöllunarefni er hún merkilegt framlag til íslenskra samtímabókmennta. Við þurfum fleiri Íslendinga á borð við Helen Cova og færri á borð við dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
10
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár