Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Að skapa eigin útgáfu af höfundi

Þýð­ing­in er vel að merkja hnökra­laus og flýt­ur vel, en það er vissu­lega ein­hver merki­lega ein­fald­ur orða­gald­ur sem eft­ir sem áð­ur er erfitt að þýða á milli, þótt stund­um tak­ist það prýði­lega.

Að skapa eigin útgáfu af höfundi
Lydia Davis Höfundur Mér líður ágætlega en mér gæti liðið betur
Bók

Mér líð­ur ágæt­lega en mér gæti lið­ið bet­ur

Höfundur Lydia Davis/ Þýðandi: Berglind Erna Tryggvadóttir
Benedikt bókaútgáfa
220 blaðsíður
Niðurstaða:

Stundum rekast á fagurfræði og smekkur tveggja aðdáenda sama höfundar – og það gerðist líklega hér, á milli þýðanda og gagnrýnanda sem hefði valið allt aðrar sögur Lydiu.

Gefðu umsögn

Safnrit þýddra verka eru merkilegt fyrirbæri, því í vissum skilningi verður þýðandinn höfundur, birtir manni þá útgáfu höfundarins sem hann skapar, sem honum hugnast best, hvort sem það er með því að velja eigin uppáhaldssögur, það sem þýðanda finnst lýsa skáldinu best eða með að velja sögur sem skapa einhverja heild, eiga einhverjar forvitnilegar innbyrðis samræður.

Fyrir tæpum áratug var ég í smásagnakúrsi þar sem pakistanskur prófessor lét okkur lesa helling af smásögum eftir Lydiu Davis, og ég heillaðist gjörsamlega, hún var nýi uppáhalds smásagnahöfundurinn minn (rétt á undan Tennessee Williams, sem alltof fáir vita að er engu síðri smásagnahöfundur en leikskáld).

Það er þó takmarkandi að kalla Davis smásagnahöfund, hún skrifar einfaldlega alls kyns texta og sumir geta flokkast sem smásögur, enn fleiri sem örsögur eða jafnvel ljóð eða spakmæli. En það sem skiptir meira máli en merkimiðinn er þessi margræðni og flókni galdur Lydiu, sem virkar samt svo lúmskt einfaldur.

Hún finnur ótrúlega dýpt í minnstu smáatriðum, er lúmskt fyndin, segir það sem fólk hugsar en segir sjaldnast upphátt. Orðkyngin er stundum slík að maður les örstutta sögu aftur og hugsar: Hvað gerðist eiginlega? Því galdurinn er þarna, í þessum örfáu orðum, samt kemur maður ekki auga á hann. Hún spilar á einhverja göldrótta persónulega strengi á nánast óskiljanlegan hátt.

„þótt hér séu nokkrar göldróttar sögur voru samt furðu fáar sem virkilega gripu mig“

Ókunnugir virðast hennar helsta uppsretta, hún sér sögu í öllum, en það gætu líka verið hennar eigin sögur. Stundum fær maður á tilfinninguna að sögurnar séu persónulegar, stundum grunar mann að hún sé að skálda um sér fullkomlega ókunnugt fólk sem hún sér tilsýndar – og öllu þessu blandar hún saman og finnur einhvern sannan kjarna í öllu þessu. Stundum eru þetta bara yndislegir litlir brandarar, eins og þessi:

Varðandi heimilisþrif

Undir öllum þessum óhreinindum er gólfið í raun mjög hreint.“

Þetta var heil saga – sumar eru svona stuttar. Aðrar lengri, uppáhaldið mitt í þessu safni er „Það sem þú lærir um barnið“, 16 síður sem er brotakennt örsagnasafn texta um móður að kynnast nýrri lífveru, samsafn hversdagslegra en djúpviturra athugana um nýjan einstakling og tengsl þeirra mæðgna.

En þótt hér séu nokkrar göldróttar sögur voru samt furðu fáar sem virkilega gripu mig, miklu fleiri sem voru eins og titilssagan, áhugaverðar og fengu mann stundum til að brosa í kampinn, sögur sem fjalla oftast um pínlegar og erfiðar aðstæður – en stundum gerist ekkert meira en það. Hún Lydia mín er ekkert óskeikul. Það er eins og fókusinn í valinu hafi verið á slíkar sögur, en heildarsafn Davis er um þúsund síður (heildarsafn frá 2009 til viðbótar við nýja bók sem kom fimm árum síðar) og því ekki nema brot af þeim sem kemst fyrir hér.

Þýðingin er vel að merkja hnökralaus og flýtur vel, en það er vissulega einhver merkilega einfaldur orðagaldur sem eftir sem áður er erfitt að þýða á milli, þótt stundum takist það prýðilega. En eftir að hafa leitað aftur í frumútgáfuna sýnist mér ástæðan fyrst og fremst sú að ég hefði valið allt aðrar sögur eftir Lydiu í mitt safn.

Hér er þó sumt magnað, áðurnefnd barnasaga, saga um hvernig eigendur látins hunds endurskapa hann úr hárunum sem þeir finna, um gleðilegustu stundina sem einhver annar á og um gjafirnar sem sóað er á mann sjálfan: „Ég er viss um að mjög dýru víni sé oft sóað í fólk sem kann ekki að meta það, fólk eins og mig.“

Og það er til marks um fjölbreytileikann og breiddina að tveir lesendur skuli heillast af allt öðrum sögum í þessum stóra sagnaheimi.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár