Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Yfir 70% Íslendinga ósáttir við hjásetu Íslands vegna vopnahlés á Gaza

Mik­ill meiri­hluti Ís­lend­inga er ósátt­ur við að Ís­land hafi set­ið hjá við at­kvæða­greiðslu á þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um vopna­hlé á Gaza. Kjós­end­ur Mið­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks eru ánægð­ast­ir með ákvörð­un­ina, kjós­end­ur Sósí­al­ista og Pírata óánægð­ast­ir. Tveir stjórn­ar­þing­menn eru með á þings­álykt­un­ar­til­lögu sem verð­ur lögð fram síð­ar í dag sem fer gegn ákvörð­un ut­an­rík­is­ráð­herra.

Yfir 70% Íslendinga ósáttir við hjásetu Íslands vegna vopnahlés á Gaza

Gríðarleg óánægja er meðal Íslendinga vegna hjásetu Íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Þar segjast 70,8% vera óánægð með hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu, þar af sögðust 58,5 vera mjög óánægð en 12,5 fremur óánægð. Aðeins 7,5% svarenda sögðust mjög ánægðir með hjásetuna. 

Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Þannig eru kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins ánægðastir með hjásetuna, 38,8% kjósenda Miðflokksins segjast ánægðir en 38,1% kjósenda Sjálfstæðisflokks. 

Þegar litið er til kjósenda allra annarra flokka er yfir 50% óánægðir með að Ísland hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gaza. Þegar kemur að kjósendum Sósíalistaflokksins eru 97,4% óánægðir með hjásetuna en 94% kjósenda Pírata.

Stjórnarþingmenn gegn ákvörðun Íslands

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á neyðarfundi þann 27. október ályktun um tafarlaust vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs. Sú ákvörðun Íslands að sitja hjá hefur verið harðlega gagnrýnd víða. Þingflokkur Vinstri grænna, eins þriggja stjórnarflokka, er þeirra á meðal og sjálfur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Þá greindi Heimildin frá því fyrir helgi að tveir þingmenn Vinstri grænna, þær Jódís Skúladóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, eru meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í dag um að Ísland fordæmi aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalli eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. 

Karlar og eldra fólk ánægðara með hjásetuna

Heimilistekjur virðast ekki hafa mikil áhrif á afstöðu fólks. Þegar litið var til þeirrar breytu var alltaf meira en 65% sem voru óánægðir með hjásetuna, mest 79,4% þegar kom að tekjuhópum 500-799 þúsund á mánuði. 

Karlar voru ívið ánægðari með að Ísland hafi setið hjá en konur, eða 18,3% karla en 7,1% kvenna. 23% karla sögðust í könnun Maskínu vera í meðallagi sáttir við hjásetuna en 58,% óánægðir. Hlutfall óánægðra kvenna var hins vegar 84,7%.

Þá var nokkur munur á afstöðu þegar kom að aldri svarenda þar sem um 20% svarenda 50 ára og eldri voru ánægð með hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu vegna vopnahlés á Gaza. Í hópnum 18-29 ára voru aðeins 7,5% ánægð og 6,7% á aldursbilinu 30-39 ára.

Bjarni ítrekar ákall um mannúðarhlé

Bjarni Benediktsson, sem tók við embætti utanríkisráðherra í síðasta mánuði, tjáði sig um málið daginn eftir atkvæðagreiðsluna hjá SÞ. Þar ítrekaði hann að sendinefnd Íslands á allsherjarþinginu hafi kallað skýrt eftir mannúðarhléi til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð til óbreyttra borgara á Gaza. Á fundinum hafi Jórdanía lagt fram ályktun um ástandið á svæðinu fyrir hönd ríkja Arabahópsins, en ályktunin hafi ekki verið bindandi. „Ísland studdi ályktunina að því gefnu að breytingartillaga Kanada yrði samþykkt, þar sem hryðjuverk Hamas yrðu jafnframt fordæmd. Samstaða náðist ekki um það á þinginu og sat Ísland því hjá ásamt á fimmta tug ríkja.“

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin fór fram dagana 3.-7. nóvember og voru svarendur 1259 talsins.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu