Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Formaður Samfylkingarinnar: „Við erum auðvitað tilbúin í kosningar“

Sam­fylk­ing­in er til­bú­in í kosn­ing­ar að sögn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, for­manns flokks­ins. Ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar um af­sögn var rétt að henn­ar mati og tel­ur hún ekk­ert ann­að í stöð­unni en að setja áfram­hald­andi sölu á hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka á ís.

<span>Formaður Samfylkingarinnar: </span>„Við erum auðvitað tilbúin í kosningar“
Formaður Samfylkingarinnar „Í mínum huga er þetta einfalt mál. Hann braut hæfisreglur,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis um vanhæfi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Samfylkingin er tilbúin í kosningar. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þetta var rétt ákvörðun hjá Bjarna í þetta skiptið, að axla ábyrgð,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Heimildina. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði af sér sem ráðherra á blaðamannafundi í morgun. Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Bjarni var ekki hæfur til að selja föður sínum, Benedikt Sveinssyni, hluti í Íslandsbanka á síðasta ári.

„Það var alveg rétt sem hann lét hafa eftir sér að honum var ekki kleift lengur að sinna sínum verkefnum,“ segir Kristrún. Áður hafði Bjarni sagt að hann hafi aldrei hafa hug­að að van­hæfi sínu við sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka þrátt fyr­ir að fað­ir hans væri með­al kaup­enda. Á opn­um fundi í fjár­laga­nefnd um söl­una í apríl í fyrra sagði hann lög­skýr­ing­ar um van­hæfi sitt sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um frá­leit­ar.

Enn önnur niðurstaðan um ábótavant útboð

„Í mínum huga er þetta einfalt mál. Hann braut hæfisreglur. Hann bar fyrir sig, sem var mjög fyrirsjáanlegt, að fyrirkomulag sölunnar hafi verið með þeim hætti að hann hefði ekki getað vitað hver var að kaupa. Þá var auðvitað fyrirkomulag sölunnar ekk fullnægjandi, vegna þess að hann getur ekki sagt sig frá hæfisreglum. Þetta er enn önnur niðurstaðan sem sýnir að utanumhaldið um þetta útboð var verulega ábótavant,“ segir Kristrún. 

Afsögn Bjarna eru mikil tímamót að sögn Kristrúnar. „Maðurinn hefur verið fjármálaráðherra nær óslitið í að verða áratug.“ Af hverju hann tekur þessa ákvörðun nú segir Kristrún hægt að skýra með uppsöfnuðum niðurstöðum af þeim úttektum sem framkvæmdar hafa verið um söluferlið. 

„Þetta er enn önnur niðurstaðan sem sýnir að utanumhaldið um þetta útboð var verulega ábótavant“

Í úttekt Ríkisendurskoðunar kom fram að jafnræðis hafi ekki verið gætt í útboðinu. „Svo fáum við niðurstöðu FME þar sem kemur fram að þetta útboð hafi verið á eins konar sjálfstýringu. Og núna erum við að fá niðurstöðu frá umboðsmanni sem snýr sérstaklega að hæfi ráðherra í útboðinu. Ég veit auðvitað ekki hvað fer í gegnum huga ráðherra en ég get rétt ímyndað mér að uppsafnað þá hljóti þetta að hafa talsverð áhrif og að hann hafi einfaldlega upplifað að hann gæti ekki staðið undir þessu hlutverki í framhaldinu,“ segir Kristrún.

„Hann er að hætta á þeim forsendum að honum sé ekki kleift að sinna sínum verkefnum lengur og ég held að ríkisstjórnin í heild sinni þurfi að svara þeirri spurningu hvort henni sé í raun kleift að sinna þeim verkefnum sem nú liggja fyrir og skipta fólkið í landinu mestu máli.

Þá er okkur í Samfylkingunni mest umhugað um stöðuna í efnahagsmálum og stóru velferðarmálum. Ég veit auðvitað ekki frekar en almenningur í landinu þau munu taka, við þurfum að bregðast við því eftir sem dagurinn þróast.“

Vill setja söluna á ís

„Við erum auðvitað tilbúin í kosningar, en það er ekki í okkar höndum,“ segir Kristrún. 

Gert er ráð fyrir frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Kristrún segir að áform um frekari sölu hljóti að verða sett á ís. 

„Mér var brugðið þegar ég sá að það var gert ráð fyrir í núverandi fjárlagafrumvarpi að það yrði klárað að selja Íslandsbanka. Það voru ekki forsendur til þess í upphafi vetrar, þær eru svo sannarlega ekki til staðar núna. Að mínu mati er ekki búið að skapa frið um áframhaldandi sölu þó Bjarni Benediktsson hafi stigið til hliðar. Það er ýmislegt annað sem þarf að skoða í þessu samhengi en það hlýtur að vera að áframhaldandi sala verði sett á ís.“  

Þingflokkur Samfylkingarinnar mun funda og fara yfir stöðuna áður en þingfundur hefst klukkan 13:30. Aðspurð við hverju megi búast á þingfundi segir Kristrún að það fari eftir þróun mála næstu mínúturnar hreinlega.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Auðvitað. Kerfið stendur óbreytt, allir I raðneytinu halda sínu. Bjarni fer. Og haldið þið virkilega að eitthvað hafi breyst? Nýr flokkur komi svífandi á skýi syngjandi sálma ? Aumkvert að sjá að skúbb og mannaskipti eru nóg. Kerfið mun valta áfram
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár