Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Fjármagnstekjufólk eykur tekjur sínar en sleppur áfram við að borga útsvar

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar var lof­að að loka ehf-gat­inu og láta þá sem afla fjár­magn­stekna borga út­svar. Frum­varp þess efn­is var boð­að en það svo dreg­ið til baka og starfs­hóp­ur skip­að­ur. Hann átti að skila af sér í sum­ar og nýtt frum­varp að koma í haust. Hvor­ugt gerð­ist og enn ból­ar ekk­ert á frum­varp­inu sem gæti skil­að hinu op­in­bera millj­örð­um króna í nýj­ar tekj­ur.

Í desember í fyrra bætti Bjarni Benediktsson, þá fjármála- og efnahagsráðherra, framlagningu um endurskoðaðar og einfaldar reglur um reiknað endurgjald inn á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið átti að efna loforð sem sett var fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að komið yrði í veg fyrir „óeðlilega og óheilbrigða hvata til stofnunar einkahlutafélaga“.

Þeir óeðlilegu hvatar fela í sér að þeir sem eiga eignarhaldsfélög utan um einhvers konar rekstur geta reiknað sér afar lág laun fyrir þá vinnu sem felst í rekstrinum. Þess í stað telja þeir fram meginþorra tekna sem fjármagnstekjur. Þetta getur sparað þeim umtalsverðar skattgreiðslur, enda er hæsta skatt­­þrepið í almennum tekju­skatti 46,25 pró­­sent en sam­an­lagður skattur á hagnað og arð­greiðslur er tals­vert lægri, eða 37,6 pró­­sent. Auk þess er ekki greitt útsvar til sveitarfélaga vegna fjármagnstekna þrátt fyrir að þeir sem eru með fjármagnstekjur nýti sannarlega þá þjónustu sem útsvarið greiði fyrir.

Heimildin nefndi dæmi um þessa stöðu í …

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LDA
    Lilja Dögg Arnþórsdóttir skrifaði
    Kristrún Frostadóttir baunaði þessu á Sigurð Inga í Kastljósi rétt fyrir þinglok í sumar, þegar hún talaði um að vera með fullfjármagnaðar aðgerðir fyrir fólkið í landinu með því að loka þessu EHF gati .. Þá svaraði Siguður kok hraustur að þetta mál væri á leiðinni, fjármálaráðherra væri að vinna í því og að HANN hefði tekið málið fyrir á þingi árið 2010 .. og ég hugsaði bara VÁ hvað við erum með öfluga stjórnaflokka á Íslandi.
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Allt eins, og VG liðar gera bara það sem sjálfstæðisflokkurinn vill .
    Hvaða tilgang á VG í íslenska pólitík ?
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Djöfull góð mynd! "Hr Bjarni Ben. má ég náðarsamlega.......?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár