Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Tilboð Leós til Tómasar: „Ég er líka eiginlega bara sorgmæddur“

Bæj­ar­full­trú­arn­ir sem störf­uðu með Tóm­asi Ell­ert Tóm­as­syni í meiri­hlut­an­um í Ár­borg segj­ast hafa orð­ið misundr­andi þeg­ar þeir sáu frétt­ir af til­boð­inu sem hann fékk. Eng­inn þeirra fékk við­líka til­boð, frá Leó Árna­syni fjár­festi eða öðr­um.

Tilboð Leós til Tómasar: „Ég er líka eiginlega bara sorgmæddur“
Undrun og sorg Bæjarfulltrúarnir sem voru í meirihlutanum með Tómasi Ellert Tómassyni í Árborg 2018 til 2022 eru misundrandi á tilboðinu sem hann greindi frá að hann hefði fengið fyrir helgi. Einn, Sigurjón Vídalín Guðmundsson úr Samfylkingunni, segist vera sorgmæddur yfir málinu. Frá vinstri úr efri röð Arna Ír Gunnarsdóttir, Eggert Valur Guðmundsson og Tómas Ellert. Neðri röð frá vinsti Sigurjón Vídalín Guðmundsson og Helgi Sigurður Haraldsson.

„Meinarðu hvort þetta hafi komið mér á óvart? Ég veit ekki hvað ég að segja en jú: Þetta kom mér á óvart,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, aðspurður um hvað honum fannst þegar hann sá fréttir af tilboðinu sem Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, segist hafa fengið frá fjárfestinum Leó Árnasyni árið 2020. Heimildin greindi frá málinu fyrir helgi. 

Tómas sagði frá því að hann hefði fengið tilboð frá Leó þegar hann var bæjarfulltrúi í meirihlutanum á Selfossi árið 2020. Tilboðið gekk út á það, sagði Tómas, að hann og flokkur hans, Miðflokkurinn, áttu að fá fjárhagslega aðstoð í sveitastjórnarkosningunum árið 2022 gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið Árborg félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Enginn af hinum bæjarfulltrúunum í Árborg, sem voru í meirihlutanum með Tómasi, sögðust í greininni hafa fengið sambærileg tilboð og Tómas vegna sölunnar á Landsbankahúsinu. 

Leó neitar að hafa gert Tómasi skilyrt tilboð um fjárhagsaðstoð gegn því að fá pólitíska fyrirgreiðslu frá honum. 

„Það eru stórir peningar í húfi, hvort sem það eru lóðir eða aðrar eignir.“

Eggert Valur, sem í dag er sveitastjórnarmaður í Rangárþingi ytra á Suðurlandi, segist aldrei hafa séð eða heyrt af slíku tilboði áður. „Ég er oddviti Rangárþings ytra og er búinn að vera í sveitastjórnarmálum meira eða minna frá árinu 1998 og þetta er alveg unique fyrir mér. Ég held að það eigi nú við um fleiri í kringum mig sem hafa unnið í þessum geira.

Heimildin greindi frá því fyrr í dag að Tómas hefði verið boðaður í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara vegna málsins. 

Sigurjón upplifir sorg

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, sem var bæjarfulltrúi Á-listans en er í dag bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna, segist hafa orðið mjög undrandi. „Þetta kom mér verulega á óvart; ég átti ekki von á þessu.

Hann segir við Heimildina að hann hafi upplifi sorg út af málinu. „Ég hef alveg upplifað það að svona stórir aðilar hafa reynt að þrýsta á mann til að láta mál ganga hratt fyrir sig. Þá gildir að standa í lappirnar. Ég var alltaf mjög skýr á því að ekkert yrði þvingað í gegnum mig. Ég var nú bæði bara mjög hugsi og ég er líka eiginlega bara sorgmæddur ef þetta er eins og þetta lítur út fyrir að vera. Ef þetta orðið þannig að stórir aðilar séu farnir að bera fé á kjörna fulltrúa til að reyna að fá sitt í gegn.

Helgi ekki alveg eins undrandi 

Helgi Sigurður Haraldsson úr Framsóknarflokknum var ekki alveg eins undrandi og Eggert Valur og Sigurjón. „Ég eiginlega veit það ekki. Já, að hluta til. Kannski með þetta tiltekna dæmi en það kemur ekkert á óvart að eitthvað svona hafi verið í gangi einhvers staðar. Mér kemur ekkert á óvart að það sé verið í svona fyrirgreiðslu til að reyna að hafa áhrif á kjörna fulltrúa. Heimurinn er lítill. Svo er spurning hvort farið sé alla leið eða þetta bara reynt. Það eru stórir peningar í húfi, hvort sem það eru lóðir eða aðrar eignir.

Helgi Sigurður segist furða sig á því að einhverjum detti í hug að gera slíkt tilboð og halda að það komi ekki upp á yfirborðið. 

Ekki náðist í Örnu Ír Gunnarsdóttur úr Samfylkingunni til að fá viðbrögð hennar við umfjölluninni. 

Hinir fengu engin tilboð 

Heimildin spurði hina bæjarfulltrúana í þáverandi meirihluta að því í síðustu viku, áður en umfjöllunin um tilboð Leós var birt, hvort þeir hefðu einhvern tímann fengið sambærileg tilboð og Tómas  lýsir á sínum ferli í stjórnmálum. Spurning Heimildarinnar til bæjarfulltrúanna var almenn og var þeim ekki sagt frá máli Tómasar þegar spurningin var borin upp við þá.   

Bæjarfulltrúarnir fjórir sögðu allir nei við þessari spurningu. „Ég segi bara nei við spurningunni hvað mig snertir,“ sagði Eggert Valur  úr Samfylkingunni.

Samflokkskona hans, Arna Ír Gunnarsdóttir, sagði að slíkt tilboð hafi aldrei verið lagt fyrir hana. „Mig rekur ekki minni til þess og held að ég geti sagt bara nei. Kannski er það út af því að ég er kona og þeir, karlarnir, hringja minna í konur. Mögulega hefur þetta líka eitthvað með það að gera hvaða strauma maður sendir frá sér.“

Sigurjón Vídalín, sagðist aldrei hafa fengið boð frá neinum sem snýst um óeðlilega fyrirgreiðslu. 

Helgi Sigurður úr Framsókn tók í sama streng. „Ég hef aldrei upplifað slíkt.“ 

Miðað við þetta var Tómas eini bæjarfulltrúinn sem fékk tilboð frá Leó og Sigtúni. Ástæðan fyrir þessu kann meðal annars að liggja í persónulegum tengslum þeirra sem ná áratugi aftur í tímann en þeir eru æskufélagar frá Selfossi og fyrrverandi samstarfsmenn í Sjálfstæðisflokknum. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Tómas boðaður í skýrslutöku vegna tilboðs Leós
FréttirSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Tóm­as boð­að­ur í skýrslu­töku vegna til­boðs Leós

Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi í Ár­borg, hef­ur ver­ið boð­að­ur í skýrslu­töku hjá embætti hér­aðssak­sókn­ara vegna frétta af til­boði sem hann fékk sem kjör­inn full­trúi. Til­boð­ið kom frá Leó Árna­syni fjár­festi og for­svars­manni Sig­túns þró­un­ar­fé­lags. Tóm­as seg­ir að er­indi skýrslu­tök­unn­ar sé að ræða um „mögu­legt mútu­brot“.
Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning
ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.
Svona eignast útgerðarmaður bæ
ÚttektSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Svona eign­ast út­gerð­ar­mað­ur bæ

Nýr mið­bær hef­ur ris­ið á Sel­fossi á síð­ustu ár­um og stend­ur til að stækka hann enn frek­ar. Á bak við fram­kvæmd­irn­ar eru Leó Árna­son at­hafna­mað­ur og Kristján Vil­helms­son, stofn­andi Sam­herja. Um­svif þeirra á Sel­fossi eru mun meiri og snúa með­al ann­ars að áform­um um bygg­ingu 650 íbúða í bæn­um. Bæj­ar­full­trúi minni­hlut­ans, Arna Ír Gunn­ars­dótt­ir, seg­ir erfitt fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið að etja kappi við fjár­sterka að­ila og lýð­ræð­is­hall­inn sé mik­ill.
Fyrirtæki Kristjáns í Samherja gerir Áramótaskaupið
Fréttir

Fyr­ir­tæki Kristjáns í Sam­herja ger­ir Ára­móta­s­kaup­ið

Fyr­ir­tæk­ið sem á og bygg­ir nýj­an mið­bæ á Sel­fossi er fram­leið­andi Ára­móta­s­kaups­ins í ár. Kristján Vil­helms­son er stærsti eig­andi þess. Sig­tún þró­un­ar­fé­lag á fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið á móti Sig­ur­jóni Kjart­ans­syni. Sam­herji hef­ur átt í ára­löngu stríði við RÚV. Dag­skrár­stjóri vissi ekki um eign­ar­hald Kristjáns þeg­ar samn­ing­ur var gerð­ur við fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
2
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
6
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár