Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Stuðningsfólk Vinstri grænna leggur minnst upp úr efnahagsmálum

Veru­leg­ur mun­ur er grein­an­leg­ur á áherslu­at­rið­um stuðn­ings­fólks stjórn­mála­flokk­anna þeg­ar kem­ur að mála­flokk­um sam­kvæmt nýrri könn­un Pró­sents. Heil­brigð­is- og öldrun­ar­þjón­usta skora hæst yf­ir það heila. Gríð­ar­leg­ur mun­ur er milli Vinstri grænna og hinna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna tveggja þeg­ar kem­ur að um­hverf­is­mál­um. Mál­efni hinseg­in fólks eru varla á radarn­um yf­ir mik­il­væg­ustu mála­flokk­ana.

Stuðningsfólk Vinstri grænna leggur minnst upp úr efnahagsmálum

Ný könnun Prósents sýnir að flestir leggja áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, alls 60 prósent aðspurðra í könnuninni. Þar á eftir koma efnahagsmál, verðbólga og húsnæðismál í hnapp, en 47 til 48 prósent leggja mikla áherslu á þá málaflokka. Þessir málaflokkar skera sig verulega úr þegar kemur að mikilvægisröðun aðspurðra.

Könnunin var framkvæmd á mánaðartímabili í júní og júlí og þátttakendur spurðir hvaða stefnumál væri mikilvægast að íslensk stjórnvöld leggðu áherslu á. Gat hver þátttakandi valið fimm atriði.

Næst á eftir málaflokkunum fjórum sem flestir lögðu áherslu á koma málefni eldri borgara, en 29 prósent leggja mikla áherslu á þau, og málefni fatlaðra og öryrkja, sem 24 prósent leggja áherslu á. Inn á milli skjóta umhverfis- og loftslagsmál sér, sem 24 prósent leggja einnig áherslu á. Þá koma samgöngumál, mennta- og menningarmál og atvinnumál, með á bilinu 24 til 18 prósent.

Athygli vekur að málaflokkar tengdir mannréttindum skora töluvert lægra en þeir sem nefndir hafa verið hér að framan. Þannig leggja 15 prósent mikla áherslu á málefni flóttafólks en óljóst er hvaða áhersla það er, hvort um sé að ræða áherslu á að taka vel á móti flóttafólki og taka við fleirum, eða áhersla á að aftra því að hingað til lands komi flóttafólk og að draga úr þjónustu við það. Tólf prósent leggja áherslu á mannréttindamál sem slík og aðeins þrjú prósent á málefni hinsegin fólks.

Sósíalistar og Vinstri græn í samfloti í ýmsu

Mikil munur er á því hvaða málaflokka fólk leggur áherslu á eftir því hvaða stjórnmálaflokka það styður. Þannig má sjá að mikilvægi heilbrigðis- og öldrunarþjónustu er í minna í hugum stuðningsfólks ríkisstjórnarflokkanna heldur en hjá stuðningsfólki stjórnarandstöðuflokkanna, þó með Framsóknarflokkinn sem undantekningu. Lægst er hlutfallið hjá stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins, 47 prósent, og síðan hjá stuðningsfólki Vinstri grænna, 51 prósent. Af stuðningsfólki Framsóknarflokksins leggja 60 prósent mikla áherslu á málaflokkinn en mest áherslu leggur stuðningsfólk Flokks fólksins á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, alls 76 prósent.

Þá er verulegur munur á hlutföllunum milli flokkanna hvað varðar efnahagsmál. Þannig eru stuðningsmenn Sósíalista lítt uppteknir af efnahagsmálum, aðeins 27 prósent þeirra leggja áherslu á málaflokkinn. Í samfloti við Sósíalista er stuðningsfólk Vinstri grænna, sem einnig leggja lítið upp úr efnahagsmálum, aðeins 28 prósent þeirra gera þau að áhersluatriði sínu. Aftur á móti er það stuðningsfólk Viðreisnar sem leggur allra mest upp úr efnahagsmálunum, heil 72 prósent.

Þá má sjá að stuðningsfólk Sósíalista og Vinstri grænna er einnig í samfloti þegar kemur að áhyggjum af verðbólgu en aðeins fjórðungur stuðningsfólks beggja flokka nefnir verðbólguna sem áhersluatriði, töluvert lægra hlutfall heldur en í öllum hinum flokkunum, þar sem á bilinu 43 til 62 prósent stuðningsfólks nefnir verðbólguna sem áhersluatriði. Þar er það stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins sem mesta áhersluna leggur.

Píratar leggja litla áherslu á málefni eldri borgara

Stuðningsfólk Vinstri grænna sker sig algjörlega úr þegar kemur að umhverfismálum, en alls telja 75 prósent þess að leggja þurfi áherslu á málaflokkinn. Mikið ber í milli þess og stuðningsfólks hinna ríkisstjórnarflokkanna tveggja, þar sem í báðum tilfellum aðeins 12 prósent þess leggur áherslu á málaflokkinn. Það er helst að Vinstri græn eigi einhverja samleið með Pírötum þegar kemur að málaflokknum en 52 prósent þeirra nefna málaflokkinn sem einn hinna mikilvægustu.

Stuðningsfólk Vinstri grænna sker sig líka frá þegar kemur að menntamálum og atvinnumálum. Alls leggja 53 prósent þeirra mikla áherslu á menntamál og 39 prósent á atvinnumál. Næst þeim koma Píratar í fyrra tilvikinu, 37 prósent þeirra leggja áherslu á menntamál, og Framsóknarfólk í síðara tilvikinu en 26 prósent þeirra leggja áherslu á atvinnumál.

Stuðningsfólk Flokks fólksins er líklegast til að leggja áherslu á málefni eldri borgara, alls segja 56 prósent þess að þau mál séu mikilvæg. Píratar aftur á móti eru lítt uppteknir af málaflokknum, aðeins 9 prósent stuðningsfólks flokksins nefnir hann sem einn af fimm mikilvægusta málaflokkunum. Þeir sem styðja Flokk fólksins eru jafnframt líklegastir til að leggja áherslu á málefni fatlaðra og öryrkja, alls 50 prósent, á meðan að það er stuðningsfólk Vinstri grænna sem hefur minnstar áhyggjur af þeim málaflokki, alls 12 prósent þess leggur á hann áherslu.

Evrópusambandið vekur takmarkaðan áhuga

Málefni flóttafólks fær athygli stuðningsfólks allra flokka upp að einhverju marki, mesta þó meðal stuðningsfólks Miðflokksins en 22 prósent þess nefnir málaflokkinn. Næst því kemur stuðningsfólk Pírata, þar sem 18 prósent nefna málefni flóttafólks.

Evrópusambandið er ekki sérstaklega á radarnum hjá fólki sem styður aðra flokka en Viðreisn og Samfylkingu. Í tilfelli fyrri flokksins nefna 44 prósent sambandið og 26 prósent í tilfelli seinni flokksins. Miðflokksstuðningsfólk, sem og stuðningsfólks Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins er þá upptekið af skattamálum í hlutföllunum 27, 25 og 20 prósent.

Sem fyrr segir ná málefni hinsegin fólks vart máli þegar kemur að mikilvægisröðun kjósenda. Sárafátt stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksinsnefndir málaflokkinn, örfátt stuðningsfólk Vinstri grænna og Miðflokks, og hreint enginn sem segist styðja Framsóknarflokkinn eða Sósíalista. Það er helst meðal stuðningsfólks Pírata og Samfylkingar sem málaflokkurinn vekur athygli.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
2
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
3
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
5
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
7
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
10
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
8
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár