Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Refsistefna ekki rétta leiðin

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að refs­i­stefna sé ekki rétta leið­in til að tak­ast á við vímu­efna­vand­ann. „Við telj­um eðli­legt að við tök­um á þess­um mál­um með öðr­um hætti en við er­um líka með­vit­uð um að það þarf að vanda mjög til verka.“ Þing­flokks­formað­ur Pírata spurði ráð­herr­ann á þingi í dag hvort ekki væri heið­ar­leg­ast að „hætta þess­um fyr­ir­slætti og við­ur­kenna ein­fald­lega“ að þessi rík­is­stjórn muni aldrei af­glæpa­væða vörslu neyslu­skammta vímu­efna.

Refsistefna ekki rétta leiðin
Stjórnvöld ætla að samræma betur verklag lögregluyfirvalda og heilbrigðiskerfisin Forsætisráðherra segir að tillögur heilbrigðisráðherra vegna ópíóíðafaraldursins snúist ekki einungis um að tryggja betur aðgengi að nauðsynlegri meðferð heldur um að samræma betur verklag lögregluyfirvalda og heilbrigðiskerfisins. Mynd: Davíð Þór

Stefna Vinstri grænna varðandi afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta er óbreytt, samkvæmt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna. 

Þetta kom fram í máli ráðherrans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata spurði hana meðal annars hver það væri „í alvörunni“ sem stæði í vegi fyrir því að hér á landi yrði farið í afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta.

Katrín sagði að flokkur hennar teldi að það sem hefur verið kallað refsistefna væri ekki rétta leiðin til að takast á við vímuefnavandann. 

Afsakanir í „allar áttir“

Þórhildur Sunna sagði í fyrirspurn sinni að þegar frumvarp Pírata um afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta vímuefna var fellt árið 2020 hefði því verið haldið fram af hálfu fulltrúa VG að flokkurinn styddi afglæpavæðingu, bara ekki núna. 

Viðkvæmur hópur bíður eftir réttarbótÞórhildur Sunna segir að enn og aftur skuli einn viðkvæmasti hópur landsins bíða eftir réttarbót.

„Rökin sem VG komu með voru að heilbrigðisráðherra væri alveg að fara að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu og þar af leiðandi væri hún handan við hornið. Þegar fyrrverandi heilbrigðisráðherra lagði svo fram sambærilegt mál og okkar strandaði það í nefnd vegna þess að stjórnarliðar höfðu engan vilja til þess að ná því út. Í dag, þremur árum síðar, heyrum við enn afsakanir í allar áttir um hvers vegna enn og aftur eigi að viðhalda refsistefnu sem allir virðast þó sammála um að sé skaðleg og hafi mistekist. Enn og aftur skal einn viðkvæmasti hópur landsins bíða eftir réttarbót, kannski seinna, kannski á morgun, kannski einhvern tímann í haust, alla vega ekki núna,“ sagði hún. 

Þórhildur Sunna spurði í framhaldinu hvort ekki væri heiðarlegast að „hætta þessum fyrirslætti og viðurkenna einfaldlega“ að þessi ríkisstjórn muni aldrei afglæpavæða vörslu neysluskammta vímuefna.

Ber fullt traust til þess að vinna heilbrigðisráðherra muni skila góðum niðurstöðum

Katrín svaraði og sagði að stefna Vinstri grænna í þessum málaflokki væri óbreytt að því leytinu til að þau hefðu tjáð sig mjög skýrt með þeim hætti að þau teldu að það sem hefur verið kallað refsistefna væri ekki rétta leiðin til að takast á við vímuefnavandann. „Við teljum eðlilegt að við tökum á þessum málum með öðrum hætti en við erum líka meðvituð um að það þarf að vanda mjög til verka. Þessi stefna birtist auðvitað í þeirri staðreynd að fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lagði fram frumvarp hér á þinginu en því var ekki lokið, meðal annars vegna þess að umræðu var ekki lokið um málið á vettvangi nefndar.“

„Það snýst ekki eingöngu um það að við viljum hafna refsistefnunni, það snýst líka um hvernig við ætlum að standa að forvörnum og fræðslu.“
Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra

Benti Katrín á að núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefði einnig verið með slíkt mál á þingmálaskrá. Hann hefði sagt að hann teldi mjög mikilvægt að allir aðilar væru kallaðir að borðinu. 

„Ég held að það sé mikilvægt því að auðvitað vekur þetta mál upp fjöldamargar spurningar og það snýst ekki eingöngu um það að við viljum hafna refsistefnunni, það snýst líka um hvernig við ætlum að standa að forvörnum og fræðslu, hvernig við ætlum að ræða þessi mál í heilbrigðiskerfinu, hvernig við viljum tryggja að fíknisjúkdómar séu ekki jaðarsettir í heilbrigðiskerfinu, þannig að það eru fjöldamörg álitamál sem þarf að taka afstöðu til.

Við vorum að ræða þessi mál nú síðast í morgun á vettvangi ráðherranefndar þar sem við vorum að ræða tillögur hæstvirts heilbrigðisráðherra vegna ópíóíðanotkunar og hvernig við getum spyrnt við gagnvart þeim ógnvænlegu tíðindum sem við höfum af vaxandi fjölda dauðsfalla vegna ópíóíðanotkunar,“ sagði hún og bætti því við að heilbrigðisráðherra hefði í hyggju að halda áfram þeirri vinnu sem hann hefði þegar hafið varðandi stefnumörkun um skaðaminnkun. 

„Ég ber fullt traust til þess að sú vinna muni skila góðum niðurstöðum sem við munum taka til umfjöllunar hér á Alþingi, því að ég held að það sé mjög mikilvægt,“ sagði hún. 

Spyr hver stendur í vegi fyrir afglæpavæðingu

Þórhildur Sunna steig aftur í pontu og sagði að það væri gott að ráðherrann minntist á ópíóíðafaraldurinn vegna þess að í baráttunni gegn andlátum vegna ofskömmtunar eða eitrunar af völdum vímuefnanotkunar skipti hver mínúta sem viðbragðsaðilar hafa til lífsbjargandi meðferðar máli. 

„Því er skelfilegt að vita til þess að oft eru viðbragðsaðilar ekki kallaðir til eða of seint vegna ótta viðstaddra um að með því að hringja á hjálp sé á sama tíma verið að hringja í lögregluna sem mætir á staðinn til að handtaka fólk fyrir brot tengd neyslu vímuefna. Því miður er staðan þannig í dag, á meðan ríkisstjórnin situr á rökstólum um einhver útfærsluatriði sem margoft er búið að ræða í velferðarnefnd, margoft hafa verið rædd í þessum sal og er alveg hægt að framkvæma núna strax ef vilji er fyrir hendi,“ sagði hún. 

Spurði hún hver það væri „í alvörunni“ sem stæði í vegi fyrir því að hér yrði farið í afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta. „Eru það fulltrúar Framsóknar sem standa í vegi fyrir því? Er það Sjálfstæðisflokkurinn? Hvaða ráðherra stendur í vegi fyrir því að við afgreiðum strax þetta mikilvæga og lífsbjargandi mál?“ spurði hún. 

Vill tryggja að fræðsla og forvarnir beri árangur

Katrín ítrekaði að Willum Þór ynni nú að tillögum vegna ópíóíðafaraldursins. Þær snerust ekki einungis um að tryggja betur aðgengi að nauðsynlegri meðferð heldur um að samræma betur verklag lögregluyfirvalda og heilbrigðiskerfisins þegar kemur að slíkum tilfellum. 

„Við þurfum líka að mínu viti nákvæmlega að skoða það sem ég nefndi hér áðan varðandi fræðslu og forvarnir því það að breyta hegningarlögum er eitt, eins og hér hefur verið rætt, en við þurfum líka að hafa í huga að ræða hvernig við tryggjum það að við náum sama árangri og við náðum á sínum tíma með svokölluðu íslensku módeli þegar kom að unglingadrykkju, hvernig við tryggjum það að fræðsla og forvarnir beri árangur í þessum málum því að við erum að sjá skelfilegar fréttir berast af ungu fólki sem hefur orðið ópíóíðum að bráð,“ sagði hún. 

Ráðherrann vildi ekki svara hver stæði í vegi og ítrekaði að vanda þyrfti til verka. Hún telur að heilbrigðisráðherra sé að gera það.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár