Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Heimsmet í afturhaldssemi og popúlisma“

Hanna Katrín Frið­riks­son er ósam­mála Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni og mót­mæl­ir mál­flutn­ingi hans varð­andi við­brögð stjórn­valda við fíkni­efnafar­aldri og vanda­mál­um sem hon­um fylg­ir. Hún seg­ir að var­ast verði að leysa flók­in vanda­mál með töfra­lausn­um. „Við vit­um öll að lausn­in felst ekki í því að fylla fang­els­in af ung­menn­um sem hafa villst af leið eða veiku fólki sem hef­ur sjúk­dóms síns vegna horf­ið á vit ís­kaldra und­ir­heima.“

„Heimsmet í afturhaldssemi og popúlisma“
Afturhaldssemi og popúlismi Hanna Katrín segir að það að ætla að takast á við félagsleg vandamál með því að þyngja refsingar hljóti að vera einhvers konar heimsmet í afturhaldssemi og popúlisma. Mynd: Bára Huld Beck

Þingflokksformaður Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, tekur ekki undir málflutning formanns Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en hann sagði á þingi í gær að stjórn­völd stæðu sig ekki þeg­ar kem­ur að því að verj­ast skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og að frétt­ir af auknu of­beldi með­al ung­menna og vopna­burði kölluðu á við­brögð stjórn­valda og sam­fé­lags­ins. 

„Hluti af þeim við­brögð­um hlýt­ur að vera að inn­leiða hér aft­ur ákveð­inn aga og skiln­ing á því hvað má og hvað ekki og gefa skóla­stjórn­end­um og lög­reglu tæki­færi til að senda skýr skila­boð og fylgja þeim eft­ir,“ sagði Sigmundur Davíð. 

Hanna Katrín greip boltann undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og rifjaði upp orð formanns Miðflokksins að Íslendingar þyrftu að innleiða festu og aga til að bregðast við öldu ofbeldis og fíkniefnafaraldri hér á landi. Minntist hún þess að Sigmundur Davíð hefði vísað til borgarstjóratíðar Rudy Giuliani í New York á tíunda áratugnum. 

Aðferðir borgarstjórans komu helst niður á fátækum og minnihlutahópum

Heimildin fjallaði um ræðu Sigmundar Davíðs í gær en þar sagði hann að í New York-borg hefði á sínum tíma verið ráðist í aðgerðir sem fylgdu svokallaðri rúðubrots-kenningu til að takast á við mikla glæpaöldu þar. „Hún fólst í því að taka hart á minni afbrotum, rúðubrotum og veggjakroti – og gera strax við þar sem skemmdir hefðu verið unnar og fylgja því eftir. Hér er veggjakrot að mati stjórnvalda líklega bara leyst og skortur á vilja til að fylgja eftir skilaboðum um hvað telst ásættanlegt og hvað ekki,“ sagði hann.

Hanna Katrín benti á að Giuliani hefði vissulega stært sig af því að hafa tekið óvenjulega hart, óeðlilega hart, á minniháttar afbrotum, svo sem rúðubrotum, veggjakroti og maríjúanareykingum með þeim afleiðingum að glæpatíðni hefði hrapað í borginni en það sem hefði síðan komið á daginn var „að aðferðir borgarstjórans komu helst niður á fátækum og minnihlutahópum sem máttu dúsa í fangelsum fyrir tiltölulega minniháttar afbrot með skelfilegum félagslegum afleiðingum“.

„Hin jákvæða breyting sem átti sér stað í New York var forvera hans að þakka sem fjölgaði lögreglumönnum verulega, bætti menntunarstigið og breytti aðferðum; lagði áherslu á að lögreglan kynntist fólkinu í hverfunum og hjálpaði til við að leysa vandamál frekar en að koma eftir á og refsa. Þetta var líka þekkt í Reykjavík og virkaði vel. Auðvitað þurfum við að bregðast við auknum vopnaburði og aukinni notkun ópíóða, til dæmis hér á landi, en að ætla að takast á við félagsleg vandamál með því að þyngja refsingar, það hlýtur bara að vera einhvers konar heimsmet í afturhaldssemi og popúlisma,“ sagði Hanna Katrín. 

Hún endaði ræðu sína á því að segja að í öllu falli þyrfti að varast snákaolíuna og sölumenn hennar. „Varast að þykjast ætla að leysa flókin vandamál með töfralausnum. Við vitum öll að lausnin felst ekki í því að fylla fangelsin af ungmennum sem hafa villst af leið eða veiku fólki sem hefur sjúkdóms síns vegna horfið á vit ískaldra undirheima. Við þurfum einfaldlega að gera svo miklu miklu betur en það.“

„Heyr, hey,“ sögðu þingmenn við lok ræðu hennar.  

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Loddara lorturinn sigmundur davíð guðLAUGsson er stóhættulegt viðrini íslensku þjóðinni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár