Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Engin nákvæm dagsetning komin á ráðherraskiptin – „Auðvitað er ég óþreyjufull og vil komast að“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra skip­aði í síð­ustu viku Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, sem formann nýs starfs­hóps sem fal­ið er að skoða og leggja fram til­lög­ur að því hvaða leið­ir séu fær­ar til að hraða orku­skipt­um í flugi. Að sögn Guð­rún­ar mun hún víkja úr hópn­um þeg­ar hún tek­ur við embætti dóms­mála­ráð­herra á næstu vik­um.

Engin nákvæm dagsetning komin á ráðherraskiptin – „Auðvitað er ég óþreyjufull og vil komast að“
Óþreyjufull að taka við sem ráðherra Guðrún segist vera óþreyjufull að komast að og taka við embætti dómsmálaráðherra því kjörtímabilið líði hratt. Mynd: Bára Huld Beck

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið gerð formaður starfshóps sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði í síðustu viku. Til stendur að Guðrún taki við embætti dómsmálaráðherra en ekki liggur ljóst fyrir hvenær það nákvæmlega verður. Guðrún segir í samtali við Heimildina að það muni þó gerast á næstu vikum. Ekki liggi fyrir nákvæm dagsetning.

Starfshópnum, sem Guðrún er nú í forsvari fyrir, er falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Starfshópurinn á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í loftslagsmálum. 

Við vinnu sína á starfshópurinn meðal annars að skoða fýsileika framleiðslu rafeldsneytis hér á landi, regluverk ESB um flugvélaeldsneyti og tengdri löggjöf um ETS kerfið. Þá á hópurinn að skoða endurnýjanlega orkugjafa og áhrif þeirra á eftirspurn eftir endurnýjanlegu eldsneyti.

Heldur sig við sína túlkun

Þegar ríkisstjórnin var skipuð var tilkynnt að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í mesta lagi í 18 mánuði. Eftir þann tíma ætti Guðrún að taka við af Jóni. Guðrún sagði í byrjun árs að hún myndi taka við embættinu í mars á þessu ári. 

Hún segir í samtali við Heimildina að hún hafi haldið sig við sína túlkun á því hvenær hún muni taka við sem dómsmálaráðherra.

„Það er alveg á hreinu að þetta verður, þannig að ég er alveg róleg hvað það varðar. En auðvitað er ég óþreyjufull og vil komast að, því að maður er að upplifa núna hvað kjörtímabilið líður hratt,“ segir hún. 

Tilkynnti ráðherra að hún þyrfti frá að hverfa

Varðandi starfshópinn þá segir Guðrún að um leið og hún tekur við sem dómsmálaráðherra þá muni hún víkja úr hópnum. Hún hafi strax tilkynnt Guðlaugi Þór þegar hann bað hana um að taka verkefnið að sér að hún gerði það ekki nema á þeim forsendum. 

Þannig sé hún meðvituð um að hún þurfti frá að hverfa þegar ráðherraskiptin eiga sér stað á næstu vikum.

Guðrún segir enn fremur að verkefnið skipti máli í kjördæmi hennar, sem er Suðurkjördæmi. „Við erum með alþjóðaflugvöllinn í mínu kjördæmi og við erum eiginlega með alla orkuframleiðslu landsins þar eða lungann úr henni. Þannig að mér fannst þetta spennandi verkefni líka hvað það varðar.“ 

Kjósa
-3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
3
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
Brosir gegnum sárin
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
8
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
8
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár