Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Meiri stéttavinkill í íslensku útgáfunni

Í þessu til­felli verð­ur til speg­ill sem þeg­ar hef­ur spegl­að tugi leik­stjóra frá jafn­mörg­um lönd­um, skrif­ar Ás­geir H. Ing­ólfs­son sem skellti sér á bíó­mynd­ina Villi­bráð.

Meiri stéttavinkill í íslensku útgáfunni
Skaðræðistól Persónurnar í Villibráð hlera símasamskipti hver annars – og auðvitað fer það ekki vel.
Sjónvarp & Bíó

Villi­bráð

Gefðu umsögn

Við erum stödd í vesturbæ Reykjavíkur. Sú staðsetning er skýrt römmuð inn í upphafi Villibráðar, með skotum af Melabúðinni og fleiri kennileitum, hér virðast allir hafa verið skírðir í Vesturbæjarlauginni og fermdir í KR-treyjunni. Það hversu rækilega myndin er merkt ákveðnum stað minnir mann á hversu mikið lykilatriði staðsetningin er í endurgerðum, sama sagan fær stundum á sig allt annan blæ í nýju umhverfi – og þetta er í það minnsta 23. endurgerðin á ítölsku myndinni Perfetti sconosciuti – og það eru tvær aðrar á leiðinni.

Þetta er fyrsta mynd Elsu Maríu Jakobsdóttur í fullri lengd, en hún vakti áður athygli fyrir stuttmyndina Atelier, þar sem aðalhlutverkið var í vissum skilningi ríkmannlegt en kuldalegt glerhús. Húsið sem Villibráð gerist í er öllu hlýlegra, en þó ansi kuldalegt – enda virðast gestgjafar og gestir matarboðsins flest reykvískur aðall í einhverjum skilningi – það er meira að segja kvótaerfingi við borðið. Aðalpersónurnar eru sjö: þrjú pör og fótboltaþjálfarinn Pétur (Gísli Örn Garðarsson). Hann er sjöunda hjólið, sá eini sem kom einsamall.

Þetta eru erkitýpur. Sálfræðingurinn Eva (Nína Dögg) og læknirinn Rúnar (Hilmir Snær) halda boðið og þangað mæta kvótaerfinginn Björg (Þuríður Blær) og fótboltabullan Þorsteinn (Björn Hlynur), sem eru nýbyrjuð saman og eru í endalausum sleik. Þriðja parið er athafnakonan Hildur (Aníta Briem) og Leifur (Hilmar Guðjónsson), leikari sem er að vinna á leikskóla. Og svo áðurnefndur Pétur, sem er hjarta verksins og langtum athyglisverðasta persónan. Heimspekilega þenkjandi og sá eini sem hlustar meira en hann talar.

Fljótlega berst svo talið að símum og einlægni í samböndum – sem endar á að þau fara í símaleik þar sem allir símar eru lagðir á borðið og gestirnir hlera símasamskipti hver annars þar sem eftir lifir kvölds – og auðvitað fer það ekki vel.

Tunglmyrkvar og eldgos

Tunglmyrkvi rammar ítölsku myndina inn, sem og margar aðrar endurgerðirnar, en nýliðið eldgos er notað til hins sama í íslensku útgáfunni – og þau innslög eru oft eins og hálfgert hlé í leikhúsi, möguleg áhrif leikskáldsins Tyrfings Tyrfingssonar sem skrifar handritið með Elsu Maríu. Framan af er atburðarásin keimlík í Villibráð og ítalska orginalnum, en munurinn liggur annars staðar. Ítalska myndin er um margt ljúfari og sú íslenska kaldhæðnari – ef þú vilt finna samkennd með persónunum hentar sú ítalska þér betur. Þá er miklu meiri stéttarvinkill í þeirri íslensku en þeirri ítölsku, þau ítölsku virka flest eins og almúgafólk en það er megn uppafnykur af þeim íslensku. Þó tala þau ítölsku mörg það lítið um vinnuna að það er erfiðara að ráða í stétt þeirra og stöðu.

Stóri munurinn er þó sá að íslensku persónurnar virðast allar fæddar á sama árinu, á sama blettinum, fara í sömu heilsuræktina og sömu hárgreiðslustofuna. Ítölsku persónurnar eru hins vegar töluvert ólíkari innbyrðis og útlitslega – og tveir karlanna virðast þar að auki töluvert eldri en hinir gestirnir, annar farinn að grána í vöngum og hinn er ansi bangsalegur við hliðina á tágrönnum vinum sínum. Það breytir allri dýnamíkinni töluvert – og raunar eru tveir brandarar sem þýðast illa í íslensku útgáfunni, af því munurinn á líkamlegu atgervi er skyndilega horfinn.

„Stóra tvistið verður miklu safaríkara, dýpra og athyglisverðara í íslensku útgáfunni.“

Lengstum eru myndirnar ansi jafnar að gæðum, sumt er betra á ítölsku og annað betra á íslensku. Sú ítalska hefur þó naumlega vinninginn framan af, þökk sé meiri breidd í persónusköpun. Síðasta hálftímann er þó Villibráð mun betri. Bæði er bláendirinn ansi klaufalegur hjá Ítölunum, en við það bætist að stóra tvistið verður miklu safaríkara, dýpra og athyglisverðara í íslensku útgáfunni.

Snjallsímarnir eru svo grugguga galdratækið sem hrinda öllu af stað. Þessi tæki stjórna lífi okkar margra og því mesta furða hversu lítið þeir koma oft við sögu í bíómyndum, mann grunar jafnvel stundum að sumir leikstjórar láti myndirnar sínar gerast fyrir 20 árum til þess eins að losna við þessa óværu. Þetta virðast að vísu fremur frumstæðir símanotendur, nota mest bara símtöl og skilaboð og hér vantar alveg heiftúðugar deilur á samfélagsmiðlum, harðorða tölvupósta og flókin öpp, en engu að síður er þetta vel heppnuð notkun á tækni sem er oft erfitt að finna stað í kvikmyndaforminu, enda sími nútímamannsins oftast innri díalógur sem virkar sjaldnast spennandi utan frá, þegar maður sér aðra með andlitin föst í skjánum.

Leikurinn í báðum myndum er svo almennt prýðilegur. Gísli Örn glansar í hinu eiginlega aðalhlutverki og eftir að hafa séð ævisögu Whitney Houston í Háskólabíói daginn áður þá fannst mér á köflum Björn Hlynur hreinlega vera að leika Bobby Brown, þennan lúða sem öllu klúðrar en veður þó alltaf í kvenfólki af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Þá eru þeir Hilmir Snær og Marco Giallini nánast sem sami maður í hlutverki læknisins – en að öðru leyti eru lítil líkindi á milli ítölsku og íslensku leikaranna.

Í báðum myndum eru þó stórleikkonur sem stela senunni, jafnvel þótt hvorug þeirra fái bitastæðasta hlutverkið. Aníta Briem hefur undanfarið sýnt það mynd eftir mynd að það var ótrúlegur happafengur fyrir íslenskar kvikmyndir að fá hana aftur heim og ítalska stórleikkonan Alba Rohrwacher sýnir enn og aftur að hún er með þeim bestu í Evrópu, horfið bara á þá mögnuðu albansk-ítölsku mynd Karlmennskueiður (Vergine giurata, Sworn Virgin á ensku) ef þið trúið mér ekki.

Drepið farsímann!

Ég á svo enn eftir að horfa á hinar myndirnar tuttugu – en þar koma einnig ýmsar stórleikkonur við sögu, til dæmis Bérénice Bejo úr The Artist í frönsku útgáfunni og Nadine Labaki í þeirri egypsku. Eins er skondið að skoða titlana, margir eru svipaðir frummyndinni og fjalla um algjörlega ókunnugt fólk, Víetnamar tala um Blóðmánapartí, Ungverjar kalla sína útgáfu Gleðilegt ár og sú pólska nefnist (Ó)vinir – og þar sem ein leikkona ítölsku myndarinnar er pólsk-ítölsk leikur hún einfaldlega í þeim báðum. Kínverjar eru svo með skemmtilegasta titilinn, Drepið farsímann!, og Rússarnir voru fyrstir til að gera framhald.

Kannski er þó helsta gildi þessara mynda, sem ku hafa sett heimsmet í fjölda endurgerða, að fá mann til þess að velta aðeins fyrir sér endurgerðinni sem listformi. Það hefur löngum verið litið niður á endurgerðina af kvikmyndaskríbentum, nánast skylda að taka fram að upprunalega myndin sé best – enda endurgerðir oft stimplaðar sem amerískt peningaplokk eftir leikstjóra sem iðulega misskilja hvað gerði orginalinn góðan. Og vissulega eru dæmi um slíkt, sérstaklega þegar algjör meistaraverk eru endurgerð, en ef við horfum til dæmis til leikhússins má vel líta á hverja nýja uppfærslu á Shakespeare og öðrum risum leikhúsbókmenntanna sem endurgerð – þar sem stundum er staðfært og stundum ekki, en alltaf verða til einhver átök á milli upprunalega verksins og þýðingarinnar, hvort sem það birtist í tungumálinu, tímanum eða öðru.

Þá geta endurgerðir varpað forvitnilegu ljósi á menningarlega núansa á milli þjóðfélaga og staðbundnar tískur í listsköpun, sem og auðvitað mismunandi túlkunaraðferðir mismunandi leikstjóra og handritshöfunda. Og í þessu tilfelli verður til spegill sem þegar hefur speglað tugi leikstjóra frá jafnmörgum löndum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
3
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
4
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
9
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
10
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
6
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár