Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Ég sagði bókstaflega nei, en hann hélt bara áfram“

Kæra Soffíu Kar­en­ar Er­lends­dótt­ur á hend­ur manni fyr­ir nauðg­un var felld nið­ur þrátt fyr­ir marg­vís­lega áverka á henni og yf­ir­lýs­ingu manns­ins um að hann væri „vana­lega ekki svona ógeðs­leg­ur“. Soffía sér eft­ir að hafa kært mann­inn enda hafi hún gert það fyr­ir þrýst­ing frá öðr­um. Sjálf hefði hún helst vilj­að gleyma.

„Ég sagði bókstaflega nei, en hann hélt bara áfram“
Ekki lengur hún sjálf Soffía segir að eftir að á henni var brotið hafi hún ekki lengur verið eins og hún átti að sér. Hún hafi breytt útliti sínu, mætt illa í skóla og vinnu og sýnt af sér sjálfskaðandi hegðun. Allt þetta fær stoð í lýsingum systur hennar, vinkvenna og sálfræðings.

Engin góð niðurstaða var í spilunum þegar Soffía Karen Erlendsdóttir kærði mann fyrir nauðgun árið 2019. Á sama tíma og Soffía vildi fá viðurkenningu á því að á henni hefði verið brotið vildi hún samt ekki að maðurinn fengi fangelsisdóm. Helst hefði hún bara viljað geta gleymt því sem fyrir hana kom, ekki hugsað um það, en ekki er víst að það hefði reynst heillavænlegt heldur að hennar mati. Hún hafi ekki kært manninn á eigin forsendum heldur vegna þrýstings annarra. „Ég var að kæra af því að allir voru að segja mér að gera það, allir voru að segja að þá lendi kannski ekki einhver önnur gella í honum, þannig að ég var að gera þetta fyrir einhvern annan.“

Við rannsókn málsins kom lýsti Soffía því að hún hefði ítrekað og með ljósum hætti sýnt að hún hefði ekki viljað halda áfram að stunda kynlíf með manninum. Kynlífið hafi verið mjög gróft, hann hefði kallað hana öllum illum nöfnum á meðan að á því stóð, sagt henni að hún réði engu og harkaleg munnmök hans hefðu meðal annars leitt til þess að Soffía hefði fengið mar í kokið, eitthvað sem hún vissi ekki einu sinni að væri hægt. Á einum tímapunkti hafi hún sagt hreint út „nei“ við manninn en það hafi ekki stoppað hann. Nokkrum dögum síðar sendi hann afsökunarbeiðni til hennar með þeim orðum að hann hefði verið svo fullur og að hann væri vanalega ekki svona „ógeðslegur“.

Þótti áköf og harkaleg framganga spennandi fyrst

Soffía er gestur Eddu Falak í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eigin konur. Hún var og er búsett á Akureyri og í október árið 2019 fór hún út að skemmta sér í Sjallanum ásamt vinkonum sínum. Hún var þá nýlega orðin 18 ára gömul. Í Sjallanum sá hún mann á sama aldri sem hún þekkti ekki fyrir en hafði þó séð áður.  „Ég sé hann og brosi til hans en svo allt í einu tekur hann mig hálstaki. Ég er að leiða vinkonu mína og hún finnur að ég kippist til. Ég sneri mér við og þá kyssir hann mig. Ég var bara: Vó. Þetta var alveg spennandi en þetta var mjög harkalegt. Hann segir: Við erum að fara heim saman, og leiðir mig út af dansgólfinu.“

Eins og Soffía lýsir þótti henni spennandi að maðurinn sýndi henni þennan áhuga og með svo mikill ákefð. Henni hafi þó þótt framganga mannsins nokkuð harkaleg og hann hafi sýnt af sér mikla stjórnsemi. Hún hafi þó verið tilbúin til að leyfa hlutunum að ganga áfram en hafi  sagt honum að hún væri á blæðingum og þar með talið skýrt af sinni hálfu að hún væri ekki að fara að sofa hjá manninum.   

Var bannað að svara í símann

Maðurinn leiddi Soffíu með sér að leigubílastöð BSO þaðan sem þau tóku leigubíl heim til hans. Hann hafi sagt henni að þau væru þar ein og leitt hana með sér í herbergi sitt. Þar hafi hann verið kominn úr fötunum nánast áður en hún hafi getað snúið sér við og hafi byrjað að afklæða hana einnig. Hún hafi hins vegar neitað því að fara úr buxunum þar sem hún hafi verið á blæðingum. Þau hafi byrjað að kyssast en fljótt hafi strákurinn ýtt henni niður á við og fengið hana til að hafa við sig munnmök. Það hafi hann gert harkalega, haldið henni og þrýst sér á móti hreyfingum hennar, svo mikið á tíðum að henni hafi legið við köfnun. Hann hafi þá ítrekað farið fram á að sofa hjá Soffíu en hún hafi jafn harðan bent á að hún væri á blæðingum. Það hafi þó ekki orðið til þess að maðurinn hafi látið af kröfum sínum og hafi Soffía að lokum látið undan og farið fram á bað, fjarlægt þar túrtappa og eftir það hafi þau sofið saman.

Á þeim tímapunkti hafi sími Soffíu byrjað að hringja og hún hugðist svara honum. „Hann sagði: Ekki fökking svara!“

„Þá sagði hann: Þú ræður fokking engu“
Soffía Karen Erlendsdóttir

Síminn hélt þó áfram að hringja enda voru það vinkonur hennar sem voru að reyna að ná sambandi við hana. Þær höfðu af henni áhyggjur þar eð þær höfðu heyrt sögur af manninum sem þeim þóttu kvíðvænlegar. Soffía bað þá manninn um leyfi til að senda skilaboð til að láta vita af sér. Hún skrifaði „Ég er góð“ en skilaboðin sendust hins vegar ekki þar sem hún var ekki með netsamband. Á sama tíma voru tvær vinkonur Soffíu í bíl fyrir utan húsið því þær höfðu farið að leita hennar. Í lögregluskýrslu kemur fram að þær hafi þó ekki treyst sér til að banka upp á þar eð þær hafi ekki verið fullvissar um að vera á réttum stað og mið nótt var.  

Varð ljóst að hún væri varnarlaus

Soffía var heima hjá manninum í fjóra til fimm klukkutíma og lýsir því að megnið af þeim tíma hafi alls konar kynferðislegar athafnir staðið yfir. Spurð hvort hún hafi verið hrædd segir Soffía að hún hafi fyrst í raun ekki áttað sig á aðstæðum. „Ég byrjaði að hugsa: Ef ég myndi vilja hætta, gæti ég það?“

Hún ákvað að gera tilraun og spurði hvort þau ættu ekki bara að kúra saman. Því svaraði maðurinn ekki. Þegar hún spurði í annað sinn fékk hún hins vegar svar. „Þá sagði hann: Þú ræður fokking engu. Það var þá sem ég áttaði mig á hvað væri að gerast. Þá varð ég algjörlega stjörf. Ég hætti að gera allt, ég bara fraus. Hann hélt áfram þó ég væri frosin. Svo sagði ég nei, ég sagði bókstaflega nei, en hann hélt bara áfram.“

Soffía lýsir því að hún hafi reynt að snúa sér frá manninum, hafi hætt að kyssa hann á móti, hafi reynt að færa sig frá. Það hafi engu skilað. Að endingu hafi hún, skyndilega, byrjað að láta eins og allt væri í lagi. Hún hafi verið búin að reyna allt og þetta hafi verið hennar viðbrögð. „Hvert átti ég að fara, hvað átti ég að gera? Hann var miklu sterkari en ég.“

Samkvæmt framburði Soffíu voru aðfarir mannsins mjög harkalegar. Þannig tók hann hana hálstaki, reif í hár hennar, hélt höfði hennar í munnmökum, kallað hana ljótum nöfnum ítrekað og gert henni grein fyrir að hún hefði ekki stjórn í aðstæðunum. Hann hafi aldrei leitað samþykkis hennar heldur þvert á móti hafi hann haldið áfram eftir að hún hafi sagt skýrt nei.

Greinanlegir áverkar samkvæmt lækni

Loks um morguninn gat Soffía sent skilaboð á vinkonur sínar og ein þeirra kom að ná í hana heim til mannsins. Soffía greindi vinkonu sinni frá því þegar hún var komin út í bíl til hennar hvernig nóttin hefði verið og að hún héldi að sér hefði verið nauðgað. Hún var þó í miklu andlegu ójafnvægi og var á engan hátt almennilega áttuð varðandi það sem í raun hefði komið fyrir hana. Hún hefði ekki viljað trúa því sem fyrir hana hefði komið.

Þegar heim var komið til Soffíu skýrði hún systur sinni frá hinu sama og sömuleiðis bestu vinkonu sinni, í skilaboðum. Sú kom heim til Soffíu og þær systir hennar sannfærðu hana um að leita á bráðamóttöku.  Á það féllst Soffía þrátt fyrir að hún hefði á þeim tímapunkti alls ekki ætlað sér að kæra manninn heldur viljað gleyma öllum atburðum næturinnar. Systir hennar og vinkona sögðu að ef henni snerist hugur væri mikilvægt að hún hefði farið í rannsókn.

Í skýrslu læknis sem tók á móti Soffíu á Sjúkrahúsinu á Akureyri kemur fram að Soffía hafi verið „hljóð, óttaslegin og finnst erfitt að segja frá þessu“. Mjög auðsjáanleg blæðing hafi verið aftast í koki Soffíu, húðblæðing á öxl, marblettir á læri sem gætu verið eftir þrýsting frá fingrum, yfirborðsskurður á læri og þá voru gervineglur dottnar af henni, „sem getur gerst við átök“. Á sýnum sem tekin voru sáust sáðfrumur.

Ákaft hvött til að kæra

Soffía tók ákvörðun um að kæra manninn í desember árið 2019, um tveimur mánuðum eftir að brotið átti sér stað. Hún segir að hún hafi verið hvött mjög ákaft til að kæra, meðal annars af vinum mannsins sem hafi lýst því að hann væri vafasamur og að þetta kæmi þeim ekki á óvart. Hún hafi fengið mikinn stuðning þegar hún kærði.

Hún hafi hins vegar alls ekki ætlað sér að kæra fyrst. Hún hafi alls ekki viljað að það fréttist að á henni hefði verið brotið. Þá hafi hún verið í vafa um hvort í raun og veru hafi verið brotið gegn henni, þó að innst inni hafi hún vitað það. „Ég vildi bara ekki viðurkenna það.“ Soffía útskýrir einnig að maðurinn hafi haft stöðu, hann hafi verið vinsæll og virtur nemandi í Menntaskólanum á Akureyri en „ég bara einhver pía í VMA.“

Brotið hafði, og hefur enn, mikil áhrif á Soffíu. Mæting hennar í skóla dalaði verulega, sömuleiðis í vinnu. Hún fór þá að sýna af af sér sjálfskaðandi hegðun, til að mynda í kynlífi, og hún breytti útliti sínu, framkomu og hegðan. „Ég var bara ekki ég sjálf lengur, mér var bara alveg sama,“ segir hún. Þessi lýsing Soffíu fær stoð í votttorði sálfræðings og vitnisburði systur hennar og vinkvenna, sem báru að mikil breyting hefði orðið á Soffíu eftir umrædda nótt.

„Ég er vanalega ekki svona ógeðslegur“
úr skilaboðum mannsins til Soffíu Karenar

Í vottorði sálfræðings kemur fram að Soffía upplifði töluvert sterk einkenni áfallastreituröskunar auk alvarlegra einkenna kvíða, þunglyndis og streitu. „Í lýsingu Soffíu Karenar kom skýrt fram að hún vildi ekki meginhluta þeirra kynferðisathafna sem fóru fram, bað geranda nokkrum sinnum að hætta en hún upplifði ótta og þorði ekki að fara eða berjast á móti. Slíkt eru algeng áfallaviðbrögð, sérstaklega þar sem kynferðislegt ofbeldi á sér stað,“ segir í vottorði sálfræðings, sem er hluti rannsóknargagna lögreglu.

„Leiðinlegt að þú þurftir að lenda í þessu“

Soffía segir að kæruferlið hafi verið áfall út af fyrir sig. Það hafi tekið tvö ár og hún því verið með hugann við það og brotið allan þann tíma. Skýrsla af manninum var ekki tekin fyrr en tæpum sjö mánuðum eftir brotið og bar hann þar að hann myndi alls ekki allt en ítrekaði aftur og aftur að það sem fram fór milli hans og Soffíu hefði verið með fullu samþykki. Það stangast á við lýsingar Soffíu, hjá lögreglu, hjá sálfræðingi, í samtölum við vinkonur og systur og í viðtalinu nú.

Maðurinn sendi Soffíu skilaboð þremur dögum eftir brotið þar sem hann segir að hann hafi verið að heyra leiðinlegar sögur. Hann baðst þar afsökunar á því sem hefði gerst um helgina. „Ég er vanalega ekki svona ógeðslegur,“ sagði maðurinn í skilaboðunum og bar það fyrir sig að hafa verið mjög drukkinn og myndi ekki eftir því sem hefði gerst. „Leiðinlegt að þú þurftir að lenda í þessu.“

Rannsókn málsins var að endingu felld niður í apríl 2021. Soffía kærði niðurfellinguna til ríkissaksóknara en niðurstaðan var sú sama. „Ég brotnaði niður og leið mjög illa en á sama tíma leið mér vel því ég var í raun ekkert að kæra hann fyrir mig. Ég var að kæra af því að allir voru að segja mér að gera það, allir voru að segja að þá lendi kannski ekki einhver önnur gella í honum, þannig að ég var að gera þetta fyrir einhvern annan. Ef hann hefði farið í fangelsi hefði ég ekki fyrirgefið sjálfri mér. Það var bara ekkert í þessu eitthvað „win“. Líka ef ég hefði ekki kært þá hefði ég örugglega alltaf spáð í hvað hefði gerst ef ég hefði kært,“ segir Soffía um það hvernig henni leið eftir að málið var fellt niður.

Sér eftir því að hafa kært

Soffía lýsir því að hún hafi talað við manninn eftir að málið var fellt niður. Það hafi verið hennar ákvörðun, hún hafi verið mjög kvíðin og hrædd við að sjá manninn, og hafi viljað vinna bug á því. „Mér fannst hann alveg vera að hlusta á mig og hann sagði ýmislegt. Hann vildi ekki viðurkenna það sem gerðist en hann viðurkennir að þetta sé mín upplifun en hann upplifir þetta ekki sjálfur. Hann man ekki eftir að hafa sagt að ég réði fokking engu en svo sagði hann: Ég skil af hverju þú kærðir mig, ég var ógeðslegur við þig. Þetta var svolítið samhengislaust tal.“

Soffía segir manninn hafa lýst því að málið hafi komið illa við sig, allir hafi frétt af því. Sjálf segist hún hafa verið meðvirk með manninum og eiginlega hafa beðist afsökunar á að hafa kært hann. Í dag fari það í raun eftir dögum hvort hún vorkenni manninum eða sé honum reið.

Spurð af hverju hún vildi þá nú koma fram og segja sína sögu segir Soffía að hún vilji að fólk viti hvað geti beðið þess ef það ákveður að kæra brot gegn sér. „Af því ég sé hvað ég er komin langt, ég vildi ekki segja einni manneskju þetta en núna langar mig að tala um þetta, ekki til að koma i veg fyrir að fólk kæri heldur til að það viti hvað það komi sér út í. Af því ég vissi ekkert hvað ég var að koma mér út í. Ég var bara að bíða og bíða í tvö ár eftir einhverri niðurstöðu, til að fá neitun, þegar ég var með þessi sönnunargögn. Ég hélt að ef ég myndi kæra myndi það styðja einhver önnur mál. Sem það gerir ekki.“

Spurð hvort hún sjái eftir að hafa kært svarar Soffía því játandi. Hún hafi ekki gert það á réttum forsendum, ekki fyrir sjálfa sig. Ef hún hefði ekki kært hefði hún kannski frekar getað gleymt brotinu en það hefði þó ekki endilega verið gott heldur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu