Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum

Gyð­inga­hat­ar­ar, nýnas­ist­ar, stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verða með­al ræðu­manna á ráð­stefnu í Sví­þjóð sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­hópa.

Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Kynntur til leiks Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður meðal ræðumanna á Sænsku bóka- og fjölmiðlamessunni 20. ágúst.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er auglýstur sem ræðumaður á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af sænskum þjóðernisöfgamönnum. Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum eða samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu. Sumir ræðumanna hafa afneitað því opinberlega að Helförin hafi átt sér stað, lofað Adolf Hitler eða jafnvel starfað innan nýnasistahreyfinga.

Þetta hefur rannsókn Stundarinnar í sam­starfi við sænska fjöl­mið­il­inn Expo leitt í ljós.

Ráðstefnan ber nafnið Svenska Bok- & Mediemässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan, og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst næstkomandi. Er hún opinberlega kynnt sem ráðstefna um tjáningarfrelsi, en er í raun skipulögð af samtökum sem hafa það að markmiði að tengja saman aðila með ólíkar áherslur innan þjóðernisöfgahreyfingar Svíþjóðar og efla hana.

Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir

„Sigmundur er einn af ræðumönnum á stærstu messu ársins um tjáningarfrelsið,“ segir í færslu skipuleggjenda á samfélagsmiðlum til að auglýsa komu hans.

„Sigmundur er einn af ræðumönnum á stærstu messu ársins um tjáningarfrelsið“

Sigmundur Davíð, sem var forsætisráðherra frá 2013 til 2016 þegar hann sagði af sér vegna umfjöllunar um leynifélag hans Wintris sem kom fram í Panamaskjölunum, hefur undanfarin ár beitt þjóðernissinnaðri orðræðu. Hann hefur sagt uppljóstrun um nafn sitt í skjölunum hafa verið samsæri sem George Soros auðjöfur og alþjóðlegir fjölmiðlar stóðu fyrir. Flokkur hans, Miðflokkurinn, hefur hvatt til harðari stefnu í innflytjendamálum og þá sagði hann Black Lives Matter hreyfinguna „endurvekja rasisma“ og tortíma kjarnafjölskyldunni. Árið 2019 hitti hann Douglas Murray, breskan afturhaldsmann sem var fluttur til Íslands af þjóðernishyggjusamtökum.

Ræðumaður hætti við

Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa fjallað um tengsl bæði skipuleggjenda ráðstefnunnar og ræðumanna við hægri-öfgahópa. Einn ræðumanna, Jan Emanuel Johansson, fyrrverandi þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, hætti við að koma fram á ráðstefnunni eftir að dagblaðið Expressen hafði samband við hann vegna málsins. Sagði hann að honum hefði verið boðið að koma á ráðstefnuna til að ræða tjáningarfrelsi.

„Þegar ég skoða málið nánar sé ég að bæði skipuleggjandinn og margir þátttakendur eru hægri öfgamenn“
Jan Emanuel Johansson
um ráðstefnuna

„Þegar ég skoða málið nánar sé ég að bæði skipuleggjandinn og margir þátttakendur eru hægri öfgamenn,“ sagði Johansson við Expressen. „Það eru engir sem ég vil láta tengja mig við. Ég hefði átt að skoða bakgrunn þeirra betur áður en ég samþykkti.“

Skipulögð af neti kynþáttahatara

Tor PaulssonForsprakki Nätverket er nú þekktur sem Tor Änglasjö, en einnig sem Tobbe Larsson.

Ráðstefnan er ein af mörgum viðburðum og félögum sem notuð eru sem yfirvarp fyrir samtökin Nätverket. Forsprakki Nätverket er Tor Paulsson, sem kallar sig Tor Änglasjö og Tobbe Larsson í dag. Hann starfaði um tíma innan þjóðernisflokksins Svíþjóðademókrata, en færði sig yfir í róttækara klofningsframboð, Þjóðlega lýðræðissinna (ND). Hann hætti þátttöku í flokknum eftir að hann var dæmdur í fangelsi fyrir að beita sambýliskonu sína ofbeldi. Þegar hann losnaði hóf hann að skipuleggja Nätverket, tengdi sig við netmiðla sem breiða út kynþáttahatur og síðar stjórnmálaflokkinn Alternativ för Sverige.

Margir af ræðumönnum ráðstefnunnar eru tengdir við Alternativ för Sverige, sem þykir svo utarlega á hægri væng sænskra stjórnmála að Svíþjóðademókratar hafa fordæmt flokkinn. Flokkurinn hefur það númer eitt á stefnuskrá sinni að senda eina milljón innflytjenda úr landi. Talsmaður ráðstefnunnar er Lennart Matikainen, sem hefur boðið sig fram fyrir flokkinn, en flokkurinn varð til þegar leiðtogar hans voru reknir úr Svíþjóðardemókrötum fyrir meint tengsl við hægri-öfgahópa og gengu tveir þingmenn Svíþjóðardemókrata, Olle Felten og Jeff Ahl, í kjölfarið í Alternativ för Sverige. Eru þeir báðir á meðal ræðumanna á ráðstefnunni ásamt Sigmundi Davíð. Flokkurinn hefur ekki náð árangri í þingkosningum, en á þrjú sæti á sænska kirkjuþinginu.

Annar ræðumaður er þingmaðurinn Roger Richthoff, sem þurfti nýverið að yfirgefa Svíþjóðademókrata fyrir að hafa dreift myndbandi á samfélagsmiðlum þar sem Rússum er þakkað fyrir að hafa ráðist inn í Úkraínu. Í myndbandinu er því haldið fram að George Soros noti úkraínskar tilraunastofur í slagtogi við Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að útrýma kristnu fólki.

Nýnasistar á meðal viðstaddra

Sænska bóka- og fjölmiðlamessan er þannig ein af mörgum leiðum sem Nätverket notar sem yfirvarp til að koma boðskap sínum fram í dagsljósið. Á síðustu ráðstefnu, sem fram fór í október í fyrra, voru nokkrir þjóðþekktir Svíar ræðumenn í bland við mikinn meirihluta lítt þekktra þjóðernissinna. Í einum af básunum seldi liðsmaður Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar áróðursrit. Skemmst er þess að minnast að Norræna mótstöðuhreyfingin birtist á Íslandi í september 2019 og dreifðu meðlimir hennar áróðri á Lækjartorgi.

Einn af ræðumönnunum í ár, Jonas Nilsson, starfaði áður með sænska armi Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar og sótti ráðstefnuna í fyrra til að sýna heimildarmynd sína um hættuna sem hann telur stafa af gyðingum. Þá gekk einn skipuleggjenda ráðstefnunnar, Theodor Stiebel sem nú gengur undir nafninu Alexander Johansson, í göngu mótstöðuhreyfingarinnar árið 2016. Aðrir ræðumenn hafa stutt nasíska hugmyndafræði í orði, meðal annars lofað Adolf Hitler eða afneitað því að nasistar hafi framið fjöldamorð á gyðingum í Seinni heimsstyrjöldinni.

Sameina öfgamenn undir hatti tjáningarfrelsis

Önnur leið sem Nätverket hefur notað til að breiða út boðskap sinn er í gegnum fyrir fyrirlestrafélag sitt Education4Future. Hefur félagið selt bækur og hampað rithöfundum og fyrirlesurum sem tala opinskátt um kynþáttahatur sitt og kalla gyðinga sinn helsta óvin. Á öðrum væng Nätverket er félagið Marketing4Future, sem sonur Tor stýrir ásamt Arne Weinz, en hann hefur opinberlega kallað eftir þjóðarmorði á múslimum og segir fjölgun þeirra í Svíþjóð vera afleiðing af samsæri gyðinga. „Annað hvort munu múslimar útrýma okkur eða við útrýma þeim. Ég kýs það síðara,“ hefur verið haft eftir Weinz.

Margir af ræðumönnum á ráðstefnunni hafa einnig dreift samsæriskenningum um Covid-19 faraldurinn og hefur Nätverket tengt sig vel inn í slíka hópa. Þannig hafa samtökin notað ýmis tækifæri til að tengja ólíka þræði hægri-öfgastefnu, allt frá popúlisma yfir í nýnasisma, og markaðssett þannig dreifingu á kynþáttahatri sem baráttu fyrir tjáningarfrelsi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Allir meiga hafa sínar skoðanir í friði fyrir mér það talar hvort sem er enginn við mig sem telur sig með fullu viti hvorki um eitt eða neitt og fegin er ég og því er best að halda sínu fyrir sig eina
    0
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    "stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu"

    Hverjir ætli það séu? Svo er það nú þannig að ný-nasistar eru líklegri til að styðja Úkraínumenn í stríðinu við Rússa, enda bókstaflega ný-nasista hersveitir eins og Azov að berjast fyrir Úkraínska herinn. Og svo var það þannig í seinni heimtyrjöldinni að nasistar litu á Rússa ("Slava") sem sinn erkióvin (ásamt Gyðingum), og úkraínskir þjóðernissinnar ("collaborators") börðust með nasistum gegn Rússum (Sovétmönnum). Þess vegna eru nasistar nú á dögum líklegri til að styðja Úkraínu, og þú finnur ekki marga nasista sem eru hliðhollir Rússum. Enda væri Hitler að veltast um í gröfinni ef það væru nasistar að styðja Rússa.
    -6
    • Tjörvi Schiöth skrifaði
      Það er meðal annars fjallað um þetta hér:
      https://www.washingtonpost.com/outlook/2022/03/14/neo-nazi-ukraine-war/
      0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Hann leinir sinu insta eðli með heimsókn sinna braeðra í svíðjóð Annsi vafa samr alþingismaður og vonandi að Miðflokkurin þurkist út svo loasna meigi við þessa svo haetulega óvaeru .

    Þeta mannskripi er bara ótindur rasisti og fasisti sem heimurin þarf að losana við sem fyrst svo ríki friður meðal manna .
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
6
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Ástandið í Grindavík dró úr gróða stóru bankanna
10
Viðskipti

Ástand­ið í Grinda­vík dró úr gróða stóru bank­anna

Dreg­ið hef­ur úr hagn­aði hjá þrem­ur stærstu við­skipta­bönk­un­um. Í árs­hluta­skýrsl­um sem bank­arn­ir þrír birtu ný­lega má sjá að arð­semi eig­in­fjár hjá bönk­un­um þrem­ur er und­ir 10 pró­sent­um. Í til­felli Ís­lands­banka og Lands­banka, sem rík­ið á hlut í, er hlut­fall­ið und­ir þeim kröf­um sem rík­ið ger­ir til þeirra. Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nes eru með­al ann­ars tald­ar hafa haft áhrif á af­komu bank­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár