Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
Vart óeðlilegt að ræða Moshensky Vart má telja óeðlilegt að þær Katrín og Tsikhanouskaya hefðu rætt stöðu kjörræðismannsins á fundi sínum. Til þess kom þó ekki.

Ekki var rætt um stöðu Alexanders Moshenskys, ólígarka og kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með Sviatlönu Tsikhanouskayu, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Þær áttu fund í síðustu viku án þess að málefnið bæri á góma. Tsikhanouskaya hefur þó áður viðrað áhyggjur sínar af stöðu Moshenskys.

Stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi hafa verið gagnrýnir á tengsl Moshenskys við Íslanda í ljósi tengsla hans við Alexander Lukashenko, einræðisherra landsins. Þannig sagði Andrei Sannikov, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og andstæðingur Lukashenko, í viðtali við Stundina í mars að svipta ætti Moshensky titli sínum sem kjörræðismaður. „Auðvitað á hann ekki að gegna þessari stöðu. Þetta setur svartan blett á orðspor Íslands og Ísland ætti að sýna það í verki strax og senda þannig sterk skilaboð.“

„Þetta setur svartan blett á orðspor Íslands“
Andrei Sannikov
fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Hvíta-Rússlandi

Náið samband er milli Moshensky og Lukashenko. Þannig var Moshensky umboðsmaður forsetaframboðs Lukashenkos í kosningunum árið 2010. Árið 2018 gerði Luhashenko Moshensky að fomanni sameiginlegs viðskiptaráðs Hvíta-Rússlands og Rússlands og þekkt er að uppgangur viðskiptaveldis kjörræðismannsins hefði ekki orðið ef ekki væri fyrir velvild einræðisherrans í Minsk. Kjörræðismaðurinn hefur enda verið uppnefndur „veski Lukashenko“.

Fullyrt að Ísland hafi haldið hlífiskildi yfir Moshensky

Evrópusambandið hefur á undanförnum árum samþykkt refsiaðgerðir á hendur Hvít-Rússum, bæði gegn stjórnmálamönnum, ólígörkum og ríkisfyrirtækjum. Meðal annars hafa borist af því fregnir, ítrekað, að til standi að setja Moshensky á þvingunarlista sambandsins. Þannig var undir lok árs 2020 „orðrómur á kreiki“ þess efnis, að því er sagði í svari við fyrirspurn Stundarinnar í apríl síðastliðnum. Spurt var um samskipti íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið vegna mögulegra refsiaðgerða gegn Moshensky. Í ljós kom að íslensk stjórnvöld höfðu í á þriðja tug skipta átt símtöl við fulltrúa Evrópusambandsins vegna málsins. Viðmælendur Stundarinnar fullyrða að ástæðan fyrir því að Moshensky hafi sloppið við að lenda á listanum hafi verið sú að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir hans hönd.

„Okkur var sagt hreint út oftar en einu sinni: „Ísland fjarlægði hann af listanum“,“ sagði Natalia Kaliada, eitt þekktasta andlit stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi í samtali við Stundina í mars síðastliðnum. Viðskiptahagsmunir Íslands hafi einfaldlega ráðið för.

Ungverjar taka við keflinu af Íslandi

Í byrjun maí funduðu sendiherrar aðildarríkja Evrópusambandsins í Brussel til að ræða nýjar og hertari efnahagsþvinganir gegn Rússum og Hvít-Rússum. Á þeim fundi lá fyrir tillaga um að Moshensky yrði settur á lista yfir þá einstaklinga sem beita ætti viðskipta- og ferðaþvingunum. Til að af því mætti verða varð að nást samstaða milli allra aðildarríkjanna 27.

Tillaga um að Moshensky yrði settur á listann var lögð fram af hópi tíu þjóða, eftir að litháíska utanríkisráðuneytið setti nafn hans á blað. Ekki varð af því, þar eð ungverski sendiherrann lagðist gegn því að af yrði. „Þetta vakti talsverða reiði á fundinum og pólski sendiherrann spurði kollega sinn frá Ungverjalandi að því hvers vegna hann legðist gegn tillögunni um Moshensky og hvaða hagsmuni Ungverjar hefðu af því að halda honum utan aðgerðanna,“ sagði viðmælandi Stundarinnar, evrópskur diplómat kom að viðræðunum, í maí síðastliðnum.  

Kjörræðismaður Ungverjalands í Hvíta-Rússlandi er næstráðandi í fyrirtæki Moshensky, Santa Bremor. Ekki er talið ólíklegt að ástæða þess að Ungverjar hafi haldið verndarhendi yfir Moshensky sé að rekja til þess en kjörræðismaður Ungverja, Sergey Nyadbaylau, er sagður hafa gortað sig af því að hafa nýtt sér góð sambönd við ungversk stjórnvöld í hagnaðarskyni.

Katrín lýsir ekki eigin skoðun

Í fyrirspurn Stundarinnar til Katrínar forsætisráðherra vegna fundar hennar með Tsikhanouskayu var einnig spurt hvað henni sjálfri þætti um tengsl Moshenskys við Lukashenko, í ljósi þess hvernig sá fyrrnefndi hefði notað tengsl sín við Ísland í viðskiptum. „Er einhver tvískinnungur fólginn í því að hálfu forsætisráðherra að hitta andstæðing Lukashenko á fundi á sama tíma og Ísland styður bandamann Lukashenko með því að leyfa honum að bera heiðurskonsúlsnafnbót?“ var meðal þeirra spurninga sem beint var til Katrínar.

Við þessari spurningu fékkst ekkert svar og varpaði Katrín, eða öllu heldur Sighvatur Arnmundsson, aðstoðarmaður hennar, engu ljósi á skoðun forsætisráðherra á tengslum Moshenskys við Ísland. „Ítarlega hefur verið farið yfir málefni kjörræðismanns Íslands í Belarús á Alþingi, á vettvangi þingnefnda og í fjölmiðlum. Málefni kjörræðismanna eru á forræði utanríkisráðuneytisins,“ var svar ráðuneytisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Hver er stílisti forsætisráðherra,þarf aðeins að hressa uppá fatnað hennar í opinberum móttökum,kannski velur hún fötin sjálf. :)
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Auðvitað segir Katrín Jak ekkert sem styggir Bjarna Ben.
    3
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Bjarni hefur fyriboðið henni að taka þetta mál upp.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
FréttirÓlígarkinn okkar

Gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir hræsni í mál­efn­um Bela­rús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Moshensky kannast ekki við fjármálamiðstöðina í smáíbúðahverfinu
FréttirÓlígarkinn okkar

Mos­hen­sky kann­ast ekki við fjár­mála­mið­stöð­ina í smá­í­búða­hverf­inu

Hví­trús­senski auð­mað­ur­inn Al­ex­and­er Mos­hen­sky svar­ar ekki spurn­ing­um um fé­lag­ið Alpha Mar Foundati­on í skatta­skjólnu Seychell­es. Sam­kvæmt gögn­um seldi fé­laga­net Mos­hen­skys breskt fé­lag til ís­lensks sam­starfs­manns hans, Karls Kon­ráðs­son­ar sem rek­ur það frá heim­ili sínu í Smá­í­búða­hverf­inu. Mos­hen­sky kann­ast ekki við að vera með starfs­mann eða eiga fé­lag á Ís­landi.
Viðskipti Vinnslustöðvarinnar og Moshenskys: „Ég veit bara ekkert um það“
FréttirÓlígarkinn okkar

Við­skipti Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar og Mos­hen­skys: „Ég veit bara ekk­ert um það“

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son seg­ir að einu við­skipti Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar í Eyj­um við Al­ex­and­er Mos­hen­sky séu með fisk frá Ís­landi. Hann hafn­ar öll­um sögu­sögn­um um lán­veit­ing­ar frá Hví­trúss­an­um til Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar og tengdra fé­laga og seg­ir að hann njóti engra sér­kjara í við­skipt­un­um. Eng­in vitn­eskja hafi leg­ið fyr­ir um skatta­skjólsvið­skipti fé­laga Mos­hen­skys.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
4
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
9
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
10
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár