Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Svandís ráðherra sjávarútvegsmála: „Fátt sem rökstyður hvalveiðar eftir árið 2024“

Svandís Svavars­dótt­ir, ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála, seg­ir að rök skorti fyr­ir hval­veið­um Ís­lands. Svandís er með svip­aða skoð­un og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra að þessu leyti. Hval­ur hf. má veiða hvali fram til 2023.

Svandís ráðherra sjávarútvegsmála: „Fátt sem rökstyður hvalveiðar eftir árið 2024“
Segir tæpt að rök séu fyrir hvalveiðum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir tæpt að rök séu til staðar fyrir áframhaldandi hvalveiðum Íslendinga.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, sem meðal annars er ráðherra sjávarútvegsmála, segir að það sé fátt sem rökstyðji hvalveiðar Íslendinga eftir árið 2024. Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða hvali, langreyðar, í sumar og næsta sumar. Í vikunni gaf Kristján Loftsson, forstjóri og helsti hluthafi Hvals hf., það út að fyrirtækið hyggist veiða hvali í fyrsta skipti frá árinu 2018. 

Tilkynning Kristjáns vakti strax viðbrögð frá samtökum ferðaþjónustunnar. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta eru oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir,“ sagði Jóhannes Skúlason, formaður samtakanna. 

Í svari til Stundarinnar um hvort hún hyggist heimila hvalveiðar áfram eftir árið 2023 segir Svandís að hún telji að svo verði ekki en að gera þurfi úttekt á því hvort veiðarnar skili fjárhagslegum ávinningi. „Áður en ákvörðun er tekin um framtíð hvalveiða þarf að gera úttekt á hvort veiðarnar skili þjóðarbúinu efnahagslegum ávinningi. Í núverandi stöðu virðist vera fátt sem rökstyður það að heimila hvalveiðar eftir árið 2024.

Viðvarandi tap á veiðunum

Svandís segir aðspurð að viðvarandi tap hafi verið á hvalveiðunum og að þar af leiðandi hafi þau fyrirtæki sem hafa leyfi til þessara veiða ekki nýtt sér þau, að undanskildu Hval hf. „Síðustu þrjú ár hafa engin stórhveli verið veidd en ein hrefna var veidd árið 2021. Fátt bendir til þess að það sé efnahagslegur ávinningur að því að stunda þessar veiðar, þar sem þau fyrirtæki sem hafa leyfi til hvalveiða hafa ekki nýtt þau. Ástæður þessa geta verið nokkrar en má vera að viðvarandi tap af þessum veiðum sé líklegasta ástæðan. 

Svandís segir aðspurð um hvað henni finnist um að fyrirtæki Kristjáns Loftssonar að veiða hvali í sumar að það sé fyrirtækisins að ákveða það: „Hvalur hf. hefur tilskilin leyfi til hvalveiða í sumar samkvæmt núverandi reglugerðum, og því stjórnenda og eigenda Hvals hf. að meta hvort fyrirtækið nýti sér það leyfi. Vert er að benda á í þessu samhengi að síðustu þrjú ár hafa engin stórhveli verið veidd og aðeins ein hrefna,“ segir Svandís. 

Skoðun Katrínar forsætisráðherra

Ekki hlynnt hvalveiðumKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að hún sé ekki hlynnt hvalveiðum Íslands.

Skoðun Svandísar Svavarsdóttur rímar við þá skoðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að rök fyrir áframhaldandi veiðum á hval skorti. Hún hefur sagt við Stundina: „Ég hef haft miklar efasemdir um að veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur geti talist sjálfbærar út frá umhverfis-, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum. Þá hef ég einnig efasemdir um að veiðiaðferðirnar uppfylli þær kröfur sem við gerum um velferð dýra.

Miðað við afstöðu matvælaráðherra og forsætisráðherra verður að teljast afar ólíklegt að hvalveiðar verði heimilaðar áfram eftir sumarið 2023 þar sem þær telja að rök skorti fyrir þeim. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
FréttirHvalveiðar

Svandís ætl­ar ekki að segja af sér vegna álits um­boðs­manns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu