Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Taka verður hótanir Pútíns um notkun kjarnavopna alvarlega

Slæl­egri fram­gang­ur rúss­neska hers­ins í Úkraínu en við var bú­ist og bit þving­un­ar­að­gerða er að hrekja ráða­menn Rúss­lands út í horn að mati Veru Knúts­dótt­ur ör­ygg­is- og varn­ar­mála­sér­fræð­ings. „Pútín er að spila rúss­nesku rúll­ettu.“

Taka verður hótanir Pútíns um notkun kjarnavopna alvarlega
Telur Pútín kominn út í horn Gangur stríðsins og efnahagsþvinganir hafa að mati Veru Knútsdóttur þrengt þannig að Pútín Rússlandsforseta að hann sjái ekki annað fært en að hóta notkun kjarnavopna. Mynd: Alexey NIKOLSKY / SPUTNIK / AFP

Taka verður hótanir Pútíns Rússlandsforseta um hugsanlega beitingu kjarnavopna alvarlega, segir Vera Knútsdóttir öryggis- og varnarmálasérfræðingur. Margt bendir til að gangur stríðsins í Úkraínu og þær efnahagslegu, menningarlegu og pólitísku þvinganir sem alþjóðasamfélagið beitir Rússa nú séu búnar að hrekja ráðamenn í Rússlandi út í horn. Í því ljósi aukast líkur á að kjarnavopnum verði beitt samkvæmt kenningum þar um.

„Pútín er eins og fjárhættuspilari. Hann tekur gríðarlegar áhættur í því sem hann gerir og það hefur gengið upp fyrir hann, hingað til. Við sjáum það á stríðinu við Georgíu árið 2008, við sjáum það á innlimun Krímskagans árið 2014, við sjáum það á árásum sem gerðar hafa verið á einstaklinga á erlendri grundu. En núna virðist fjárhættuspilið ekki ganga upp, í það minnsta ekki ennþá,“ segir Vera.

Fjárhættuspil sem ekki gengur uppPútín hefur alla tíð tekið miklar áhættur að sögn Veru en nú virðist spilið ekki vera að ganga.

Spurð hvað beri að lesa í yfirlýsingar Pútíns um að búið sé að setja þær sveitir rússneska hersins sem fara með kjarnavopn í viðbragðsstöðu, og eins yfirlýsingar Seirgei Lavrov utanríkisráðherra sem varaði við því að ef þriðja heimsstyrjöldin brytist út yrði um gereyðingarstríð háð með kjarnavopnum að ræðar, segir Vera að taka verði því alvarlega þegar hótanir þar um séu settar fram, þó vitanlega verði að hafa á því ákveðinn fyrirvara. „Mér finnst þetta benda til að Rússar séu komnir í þá stöðu að þeir sjái ekki aðra leið færa en að hóta notkun þessara vopna. Efnahagsþvinganirnar gegn Rússum eru svo víðtækar að þær eru þegar farnar að þrengja að. Ég held líka að þarna skipti máli hvernig hernaðurinn gengur, og hann gengur alls ekki eins og við var búist í Moskvu. Þessar yfirlýsingar benda því til að ráðamenn í Rússlandi séu komnir út í horn. Þess vegna er þetta síðasta hálmstráið. Af þeim sökum eru NATO ríkin líka treg til að fara í beinar hernaðaraðgerðir til að aðstoða Úkraínumenn, það vill enginn fara í beint stríð við Rússa af þessum sökum.“

Pútín gæti misst stuðning olígarkanna

Vera veltir því jafnframt fyrir sér varðandi hugsanlega beitingu kjarnavopna hvort Pútín hafi stuðning við slíka ákvörðun í æðstu lögum rússnesks stjórnkerfis og í hernum. Notkun kjarnsvopna er ekki með þeim hætti að einn maður geti ræst kjarnaodda eða tekið slíkar ákvarðanir. Hún bendir á að Sergei Sjoígú varnarmálaráðherra Rússlands hafi ekki mikið verið í fréttum og mögulegt sá að hann eða aðrir gætu virkað sem hemill gegn Pútín, ætli hann sér virkilega að beita kjarnavopnum. Þá sé einnig spurning hvort hermenn á úkraínskri grund myndu framfylgja slíkum skipunum.

„Það verður að taka ógninni alvarlega, ef það er ekki gert er verið að bjóða hættunni heim“

Það má líka velta fyrir sér hvort Pútín sé að missa, eða muni missa, stuðning efnamanna í Rússlandi, ólígarkanna, en hann hefur auðvitað setið við völd í þeirra skjóli. Í Rússlandi Pútíns hafa þeir getað fyllt bankareikninga sína en nú þegar að viðskiptaþvinganir eru jafn harðdrægar eins og raun ber vitni hefur það áhrif á þessa menn. „Það gæti farið að fjara undan þeim stuðningi eftir því sem efnahagsþvinganir bíta meira. Hvað verða olígarkarnir tilbúnir til að kóa með honum lengi í þeim aðstæðum? Ég hugsa að það þurfi jafnvel ekki mikið til að hann verði svikinn af slíkum innanbúðarmönnum,“ segir Vera.

En hversu líklegt er þá í raun og veru að Pútín hyggist, og vilji, beita kjarnavopnum?

„Það er milljarða króna spurningin. Það er mjög erfitt að segja en það er aldrei hægt að útiloka að kjarnavopn verði notuð á meðan þau eru til staðar. Að Pútín muni taka ákvörðun um að nota þau, það getur alveg gerst. Hann tekur gríðarlega áhættu, Pútín er að spila rússnesku rúllettu. Ég held að það sé ekki hægt að svara þessu öðruvísi en með því að segja kannski. En það verður að taka ógninni alvarlega, ef það er ekki gert er verið að bjóða hættunni heim. Þar með er ég ekki að segja að Vesturlönd eigi að láta af efnahagsþvingunum eða hætta að styðja Úkraínumenn með hergögnum og annarri aðstoð, það verður að halda áfram.“

Ísland ætti að fullgilda kjarnorkuafvopnunarsamninginn

Ef til kæmi að kjarnavopnum yrði beitt eru mestar líkur til þess að það yrði gert í hernaðarskyni í Úkraínu. Rússar búa yfir taktískum kjarnavopnum sem beita má á takmarkaðan hátt í hernaði sem slíkum. „Spurning er hvort Pútín átti sig á að það myndi þýða endalok valdatíðar hans. Raunar telja margir að stríðsreksturinn sjálfur sé upphafið að þeim endalokum.“

En hvað gerist þá, hvaða viðbragða er að vænta til dæmis frá NATO ríkjunum?

„Það er spurningin. Úkraína er auðvitað ekki NATO-ríki. Stefna Bandaríkjanna segir til um kjarnavopn geti verið notuð sem svar við árás á bandaríska jörð eða árás á bandamenn. Þá er spurning hvernig Bandaríkin skilgreini Úkraínu, hvort þau skilgreini landið sem bandalagsríki. Myndi það þá þýða að Bandaríkin væru tilbúin að svara í sömu mynt? Við vitum að það myndi þýða allsherjar kjarnorkustríð og það vill enginn. Ég tel ólíklegt að það yrði svarað í sömu mynt en það er mjög erfitt að segja til um það.“

En er ekki einn vandinn sá að ef Pútín myndi beita þessum vopnum og því yrði látið ósvarað, þá myndi ógnin um beitingu kjarnavopna aukast og vofa yfir til framtíðar?

„Ef að þannig færi myndi maður vonast til að það myndi sýna þeim þjóðum sem búa yfir kjarnavopnum fram á að það borgi sig hreinlega ekki. Fælingarmátturinn er kannski í raun of mikill. Kjarnavopn koma ekki í veg fyrir stríðsátök eins og þau áttu að gera, stríð verða þrátt fyrir að ríki heims haldi á gríðarlegum birgðum kjarnavopna. Besta leiðin væri sú að menn myndu átta sig á því. Auðvitað gæti svarið verið að NATO-ríkin myndu fara í bein stríðsátök við Rússa, vegna þess að þeir teldu ólíklegt að Rússar myndu beita kjarnavopnum gegn þeim í ljósi þess hvaða afleiðingar það myndi hafa, allsherjar kjarnorkustríð. Fyrir Pútín snýst allt um að halda völdum og hann myndi tæpast viljandi grípa til aðgerða sem myndu valda því að hann missti völd.“

Ísland er ekki aðili að kjarnorkuafvopnunarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Vera segir að hennar mat sé að Ísland ætti að fullgilda samninginn sem allra fyrst. „Ég held að þjóðir séu öruggari standi þær utan kjarnorkuverndarhlífa, í stóra samhenginu. Þetta er úrelt kaldastríðspólitík.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu