Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Formenn VR og Hagsmunasamtaka heimilanna: Bankarnir eru blóðsuga á samfélaginu

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son og Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir segja gríð­ar­leg­an hagn­að bank­anna tek­inn úr vasa al­menn­ings og ís­lenskt fjár­mála­kerfi sé risa­stór baggi á sam­fé­lag­inu. Skrúfa þurfi fyr­ir sjálf­töku bank­anna úr vös­um lands­manna.

Formenn VR og Hagsmunasamtaka heimilanna: Bankarnir eru blóðsuga á samfélaginu
Segja bankana ganga í vasa almennings Þau Ragnar Þór og Ásthildur segja tölur sýna að fjármálakerfið líti á fólkið í landinu sem fóður eða auðlind sem hægt sé að ganga í að vild.

Íslenskt fjármálakerfi er risastór baggi á samfélaginu, blóðsuga sem sýgur úr því allt líf. Gríðarlegur hagnaður bankanna er tekinn úr vasa landsmanna og þeir gjörningar eru á fullri ábyrgð stjórnvalda. Kjósendur sem hafa fengið sig fullsadda á því að hafa bankana á fóðrum verða því að beina atkvæði sínu að öðrum stjórnmálaflokkum en hafa farið með valdataumana hér á landi síðustu áratugi.

Þetta skrifa Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, í aðsendri grein á Vísi. Þau Ragnar Þór og Ásthildur vanda stjórnvöldum og bankakerfinu ekki kveðjurnar í greininni, líkt og rakið er hér að framan. Benda þau á að hagnaður bankanna á fyrri hluta þessa árs nemi samanlagt 37 milljörðum króna. Það sé fáránlega há tala, ekki síst í því ástandi sem í dag ríki í heiminum.

„Þessar tölur sýna fram á að litið er á okkur, fólkið í landinu, sem einhverskonar fóður eða „auðlind“ sem þeir geta gengið í að vild“

Greinarhöfundar segja nauðsynlegt að átta sig á að umræddur hagnaður verði ekki til úr engu heldur sé tekinn af fólkinu, heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Þannig hafi stýrivextir lækkað verulega á síðustu misserum en á sama tíma hafi sú lækkun skilað sér seint og illa út í samfélagið. Þegar stýrivextir hafi síðan verið hækkaðir hafi bankarnir hins vegar verið fljótir að hækka vexti sína. Verði hagnaður bankanna viðlíka á seinni hluta ársins jafngildi það því að hver einstaklingur í landinu leggi 200 þúsund krónur í púkkið til bankakerfisins. „Þessar tölur sýna fram á að litið er á okkur, fólkið í landinu, sem einhverskonar fóður eða „auðlind“ sem þeir geta gengið í að vild.“

Peningar sem samfélagið þarf sárlega á að halda

Í greininni er bent á að verði hagnaður bankanna álíka á seinni hluta ársins muni þeir hagnast um 70 milljarðar króna. Fyrir þá fjármuni mætti til að mynda byggja heilt hátæknisjúkrahús eða fjármagna rekstur allra dvalar- og hjúkrunarrýma á landinu og eiga samt 14 milljarða króna til að bæta í. Greinarhöfundar segjast gera sér grein fyrir að dæmið sé ekki svo einfalt en nauðsynlegt sé að sýna fram á hversu gríðarlegir fjármunir séu fastir inni í bankakerfinu, „þegar samfélagið þarf svo sárlega á þeim að halda“.

Þá er rakið að á þeim tólf árum sem liðin séu frá því að bankakerfið var endurreist, með atbeina stjórnvalda, eftir efnahagshrunið, hafi hagnaður þeirra verið 900 milljarðar króna. Á þeirri upphæð hafi ríkissjóður fengið 145 milljarða í skatta en 725 milljarðar séu hreinn hagnaður. „Hvernig væri þjóðfélagið ef þessu væri snúið við? Ef fjárfestarnir hefðu fengið 145 milljarða, sem er flottur hagnaður, en við, þjóðin, 725 milljarðana? Það má leiða að því líkum að þá væri staðan betri í fjársveltum grunnstoðum samfélagsins, eins og í heilbrigðismálum og menntakerfinu, svo ekki sé minnst á aðbúnað aldraðra, svo örfá dæmi sé tekin.“

„Fjármálakerfið er ekki lífæð samfélagsins, heldur risastór baggi á því. Blóðsuga sem sýgur úr því allt líf og allan kraft til að næra sig sjálft“

Þau Ragnar Þór og Ásthildur segja að nú sé nóg komið. „Fjármálakerfið er ekki lífæð samfélagsins, heldur risastór baggi á því. Blóðsuga sem sýgur úr því allt líf og allan kraft til að næra sig sjálft.“ Stjórnvöld beri alla ábyrgð á þessu framferði bankanna. Hins vegar sé ljóst að fæstir flokkar á Alþingi hafi döngun í sér til að fara gegn bönkunum og kjósendur sem hafi fengið nóg af framgangi þeirra verði því að beina atkvæðum sínum annað.

„Væri það ekki stórkostlegt ef næsta ríkisstjórn myndi stöðva óheftan aðgang bankanna að „auðlindinni“ heimilin? Eða létu þá að minnsta kosti greiða fullt verð fyrir sem næmi 90% af hagnaði þeirra á ári hverju svo hægt væri að nýta hann til samfélagslegra verkefna.“

 

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár