Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Norska fjármálaeftirlitið „húðflettir“ DNB-bankann út af Samherjamálinu í Namibíu: Greiðir sex milljarða í sekt

DNB bank­inn þarf að greiða bæt­ur upp á 6 millj­arða fyr­ir að fylgja ekki reglu­verki um varn­ir gegn pen­inga­þvætti í Sam­herja­mál­inu. Bank­inn sagði upp öll við­skipt­um við Sam­herja eft­ir að mál­ið kom upp í árs­lok 2019.

Norska fjármálaeftirlitið „húðflettir“ DNB-bankann út af Samherjamálinu í Namibíu: Greiðir sex milljarða í sekt
DNB þarf að greiða sex milljarða í sekt DNB bankinn þarf að greiða sex milljarða króna í sekt út af lélegri eftirfylgni með regluverki gegn peningaþvætti í Samherjamálinu í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sést hér með nokkrum af Namibíumönnunum sem sitja í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja í einni af Íslandsheimsóknum þeirra.

Norska fjármálaeftirlitið sektar norska ríkisbankann DNB um 400 milljónir norskra króna, rúmlega 6 milljarða íslenskra króna, fyrir að brjóta gegn framfylgd á regluverki um eftirlit og varnir gegn peningaþvætti í viðskiptum bankans við útgerðarfélagið Samherja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá norska fjármálaeftirlitinu.

Greint var frá því í desember í fyrra að fjármálaeftirlitið norska ætlaði að sekta DNB um þessa upphæð en nú liggur þetta sem sagt fyrir. DNB-bankinn ætlar að una niðurstöðunni um sektina. Norska ríkisútvarpið orðar það sem svo að fjármálaeftirlitið „húðfletti“ DNB vegna málsins. 

Málið varð opinbert í kjölfar þess að Kveikur, Stundin Al Jazeera og Wikileaks greindu frá í nóvember 2019 að Samherji hefði notað bankareikninga sína hjá DNB í viðskiptum sínum í Namibíu sem nú eru til rannsóknar og meðal annars flutt fé í skattaskjól í gegnum þá. Umfjöllunin um DNB-bankann er því hluti af hinu svokallaða Samherjamáli í Namibíu en íslenska útgerðarfélagið notaði meðal annars bankareikninga sína í DNB til að greiða mútugreiðslur til skúffufélags namibískra ráðamanna í Dubaí auk þess sem félagið flutti milljarða í skúffufélag í skattaskjólinu Marshall-eyjum sem svo greiddi laun starfsmanna Samherja erlendis. 

Samherji hefur alltaf gert lítið úr þessum þætti Samherjamálsins í Namibíu. Norska fjármálaeftirlitið virðist hins vegar telja að DNB bankinn hafi gerst sekur um gagnrýniverðan skort á að fylgja eftir regluverki um varnir gegn peningaþvætti. 

Skýrslan um Samherja og DNBNorska fjármálaeftirlitið birtir skýrslu um viðskipti Samherja og DNB þar sem krotað hefur verið yfir nöfn einstakra félaga sem áttu bankareikninga hjá DNB-bankanum.

Samtímis birtir norska fjármálaeftirlitið sérstaka skýrslu um viðskipti Samherja við DNB og hvað það var sem fór úrskeiðis í þeim. Í skýrslunni er krotað yfir nöfn á einstaka félögum sem Samherji notaði í viðskiptum sínum við bankann en rætt er um Samherja og stóra samhengi málsins fremst í skýrslunni. 

Eitt af því sem segir í skýrslunni er að Samherji hafi upphaflega gerst viðskiptavinur DNB árið 2008 en að fyrsta tékkið á Samherja, og félögum þess, sem viðskiptaavini hafi ekki átt sér stað fyrr en árið 2013. Árið 2010 byrjuðu laun sjómanna Samherja að vera greidd af skattaskjólsfélaginu Cape Cod, sem átti bankareikning í DNB, og vissi bankinn aldrei hver átti þetta félag. Þessu félagi var slitið skömmu eftir að Stundin og Kveikur fjölluðu um það í nóvember 2019. 

Gengst við mistökumKjerstin Braathen, bankastjóri DNB, gengst við mistökum í viðskiptum bankans við Samherja.

Viðskiptum við Samherjafélög og Samherja sagt upp

Eins og greint var frá í nóvember 2019 sagði DNB upp viðskiptum við félagið Cape Cod á Marshall-eyjum árið 2018 vegna skorts á upplýsingum um eignarhald félagsins en félagið hafði þá verið notað í mörg ár til að greiða laun sjómanna Samherja í Afríku, meðal annars í Namibíu. Niðurstaða DNB var að bankinn vissi ekki hvert ætti félagið en það var fjármagnað af Samherja og notað í rekstri útgerðarinnar. Skömmu eftir að greint var málinu í fjölmiðlum flutti Samherji viðskipti sín frá DNB. 

Ein af niðurstöðum fjármálaeftirlitsins norska er að DNB hafi ekki tekið þátt í peningaþvætti með beinum hætti heldur að bankinn hafi ekki fylgt lögum og reglum til að berjast gegn því nægilega vel. Eitt af því sem bankanum láðist að gera var að fá staðfestar upplýsingar um eignarhald þeirrra félaga sem áttu í viðskiptum við bankann, meðal annars félagið Cape Cod. 

Eftir að upp komst um viðskipti Samherja í gegnum DNB sagði bankinn einnig upp viðskiptum við Samherja í árslok 2019. 

„Okkur ber að þekkja deili á viðskiptavinum okkar.“
Kjerstin Braathen

Forstjórinn viðurkennir mistök

Í fréttatilkynningu segir forstjóri DNB-bankans, Kjerstin Braathen að fyrirtækið viðurkenni mistök sín og gangist við sektinni. „Okkur ber að þekkja deili á viðskiptavinum okkar og við höfum nú innleitt regluverk sem hjálpar okkur við að tilkynna grunsamleg viðskipti til norsku efnhagsbrotadeildarinnar. Við viðukennum að vinna að fylgja eftir regluverki gegn peningaþvætti var ekki nægilega langt komið á þeim tímapunkti sem rannsón fjármálaeftirrlitsins nær til og þess vegna samþykkjum við sektina frá stofnuninni,“ segir hún í tilkyningunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
7
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
9
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu