Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Pílagrímsganga“ að eldgosinu

Mik­ill fjöldi fólks hef­ur lagt á sig göng­una að Geld­inga­döl­um til að berja gos­ið aug­um. Blaða­mað­ur Stund­ar­inn­ar ræddi upp­lif­un þess við sex þeirra sem öll lýsa henni sem magn­aðri.

„Pílagrímsganga“ að eldgosinu
Fjölskyldumynd við gosið Eva Ægisdóttir, Gunnar Kristjánsson og Óliver sonur þeirra lögðu á sig gönguna til að sjá gosið, sem þau lýsa sem einstaklega túristavænu.

Þúsundir Íslendinga hafa flykkst að eldgosinu í Geldingadölum síðan það hófst þann 19. maí. Það hefur verið titlað „túristagos“ víða vegna þægilegrar aðkomu og myndrænum eiginleikum. Útlit er fyrir því að gosið sé komið til að vera í dágóðan tíma, en sumir hafa þegar farið oftar en einu sinni. Blaðamaður Stundarinnar ræddi við sex einstaklinga um upplifun þeirra af gosinu. 

Feðgarnir Gunnar og Óliver ásamt Evu Ægisdóttur, matríark fjölskyldunnarFjölskyldan fór saman að gosinu og hinn ellefu ára Óliver stóð sig eins og hetja.

„Brekkusöngurinn verði bara tekinn þarna“

Gunnar Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Verkís, segir það hafa verið ómetanlegt að sjá gosið; ekki síst þar sem hann er með mastersgráðu í jarðfræði en átti enn eftir að upplifa eldgos. „Þetta var mögnuð upplifun. Það var kominn tími á að sjá eldgos, sérstaklega þar sem ég missti af Eyjafjallagosinu. Það er eitthvað svo ótrúlegt að verða vitni að svona hlutum. Það er mikil heppni líka að geta upplifað svona túristagos, að geta komið sér vel fyrir og fylgst með því. Maður sér fyrir sér að brekkusöngurinn verði bara tekinn þarna, ef þetta helst og Covid linnir. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni við að sjá svona hluti, en það er ótrúlegt hvað náttúran getur gert. 

Óliver, 11 ára, var hress og jákvæður alla leiðina en viðurkennir að hann hafi verið dálítið þreyttur á lokametrunum. Þá var klukkan að nálgast miðnætti og hann hafði gengið 15 kílómetra í misgóðri færð. „Þetta var mjög fallegt. Ég hafði aldrei séð eldgos áður. Gangan var dálítið erfið, en ég kvartaði ekkert fyrr en í endann. Þetta var mjög spennandi og vel þess virði. Maður fær kannski bara að sjá svona einu sinni á lífstíðinni,“ segir Óliver. 

Rakel LeifsdóttirTónlistarkonan lýsir pílagrímsferð að eldgosinu og náttúrufegurð sem hreyfði við viðstöddum.

Pílagrímsför vonar og skilnings

Rakel Mjöll fór að eldfjallinu á sunnudaginn, þann 28. maí. Hún lýsir göngunni að gosinu sem pílagrímsferð og segir mikla jákvæðni hafa einkennt andrúmsloftið í margmenninu. „Það var mikið fjölmenni, en mín upplifun var að þetta væri eins og pílagrímsganga sem fólk lagði í. Orkan á svæðinu var svo mögnuð. Það var svo mikil stemning. Það var enginn að kvarta, sem maður heyrir oftast í fjölmenni. Mér fannst allir vera saman í pílagrímsferð að eldfjallinu. Það var svo mikil von í loftinu og líka svo mikill skilningur fyrir náttúrunni. Maður getur ekkert kvartað þegar maður sér svona fegurð. Á bakaleiðinni byrjaði að snjóa og það var allt í einu orðið glerhált. Þá upplifði ég að allir væru bara skælbrosandi og tóku vel á móti snjóhríðinni, allir enn að hugsa um sína upplifun af því að sjá eldgosið. Það var mikil jákvæðni og þakklæti í loftinu. Þetta var eins og sautjándi júní, engin grátandi börn og enginn að kvarta. Það er ekkert annað hægt þegar maður sér svona fegurð,“ segir Rakel.

Donna Cruz og kærasti hennarDonna hefur farið að gosinu tvisvar, bæði að morgni og að kvöldi til.

Var ekki að nenna en varð agndofa

Donna Cruz fór tvisvar að gosinu. Í fyrra skiptið átti hún ekki von á því að upplifunin yrði jafn mögnuð og raun bar vitni. Hún fór því í annað skipti, við ljósaskipti, og tók kærastann með. „Fyrra skiptið fór ég frekar snemma. Við lögðum af stað klukkan sjö um morgun og vorum komin heim um hádegi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var ég ekki alveg að nenna því. Það er svo týpískt að allir missi sig yfir einhverju og svo sé það ekki þess virði. Þegar ég kom að gosinu var ég bara agndofa. Þetta er alveg geggjað. Það er ótrúlega nett að sjá þetta í persónu. Þetta er alvöru upplifun. Það heyrist í gosinu og þetta er ótrúlega fallegt. Það kom samt á óvart hvað leiðin er erfið. Það er mikilvægt að fólk fari vel klætt og vel skóað. Ég fór aftur á sunnudaginn með kærasta mínum og vinum okkar. Við vildum sjá gosið í ljósaskiptum svo við lögðum af stað klukkan fjögur og vorum komin heim um miðnætti. Leiðin var aðeins erfiðari þá. Það var blautt og það snjóaði. Það var líka mjög margt fólk. Það var samt ótrúlega gaman að sjá þetta í myrkri. Þetta er alveg mögnuð upplifun,“ segir Donna.

Rós Kristjánsdóttir Hún ferðaðist með þyrlu að degi til, en vill einnig leggja ferðina á sig fótgangandi að kvöldlagi.

Leigði þyrlu að gosinu

Rós Krisjánsdóttir ferðaðist að gosinu með þyrlu. Hún segir upplifunina hafa verið magnaða, en væri til í að fara aftur fótgangandi. „Við leigðum þyrlu og flugum þannig að gosinu. Það var í raun tvöföld upplifun, að fara í þyrluflug og sjá eldgos. Mér fannst eitt það magnaðasta við þetta að heyra hljóðið í eldgosinu. Það er kraftur náttúrunnar að frussast úr iðrum jarðar. Það er alveg það magnaða við þetta. Ég væri líka til í að ganga að þessu einhvern tímann, jafnvel seinni partinn. Það var mjög bjart þegar við vorum þarna svo maður sá kannski ekki alveg nógu vel skilin. Þetta var samt alveg geggjað í alla staði,“ segir Rós.

Lilja Guðmundsdóttir

Ætluðu á Esjuna

Lilja Guðmundsdóttir fór að gosinu með foreldrum sínum sunnudaginn 21. mars, þegar gosið var nýbyrjað. Hún segir upplifunina hafa verið ótrúlega, enda sé gosið einstaklega ferðamannavænt miðað við það sem hún sá á Fimmvörðuhálsi. „Foreldrar mínir ætluðu að fara upp á Esju, en ég stakk upp á að við myndum bara drífa okkur að gosinu. Þetta var algjör skyndiákvörðun. Við lögðum í Grindavík og gengum þaðan. Það var eins og að labba í skrúðgöngu, það voru svo margir. Gangan var um það bil tveir og hálfur tími hvora leið. Ég var alveg að deyja í fótunum eftir þetta. Þegar við vorum á staðnum var þetta bara svo magnað sjónarspil. Við vorum þarna bara heillengi. Þetta er klárlega með því flottasta sem ég hef séð. Þetta var mögnuð upplifun. Það að vera svona nálægt náttúrunni og valdi hennar. Maður fann bara hitann frá nýja hrauninu. Ég hef aldrei séð hraun flæða svona nema bara í bíómyndum,“ segir Lilja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
5
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
7
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
8
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
7
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár