Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi

Tal­ið er að eld­gos geti haf­ist á næstu klukku­st­un­um suð­ur af Keili. „Þetta er mjög krí­tísk staða,“ seg­ir Frey­steinn Sig­munds­son jarð­eðl­is­fræð­ing­ur. Ragn­ar Stef­áns­son jarð­skjálfta­fræð­ing­ur seg­ir að sér virð­ist kvik­an hafa far­ið stutt upp í sprung­una.

Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Eldgos mögulega að hefjast Óróinn eru suður af fjallinu Keili.

Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi í fyrsta sinn í tæp 800 ár. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að svokallaður óróapúls hafi hafist klukkan 14:20 suður af Keili á Reykjanesi, við Litla Hrút. Slík merki mælist í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að gos sé hafið. 

„Það er kvika að brjóta sér leið. Það er breyting í þróuninni. Þetta er mjög krítísk staða. Órói sem þýðir að kvika er að brjóta skorpuna,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á fundi almannavarna. Að hans sögn getur tekið klukkustundir eða daga fyrir kviku að ná yfirborðinu.

Margt fólk reynir að beygja afleggjarann inn að Keili, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sem veldur hættu á því að fólk festist í blautu undirlaginu. Víðir segir að ef gosið verði að veruleika verði reynt að stýra umferð og útbúa útsýnissvæði.

Hvar yrði gosið?

Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir að líklegasti uppkomustaður eldgoss sé þar sem gosórói hefur verið að greinast.

„Kvikan velur sér þá leið sem er auðveldast að fara. Þessi kvikugangur hefur verið að þróast. Hann lengdist fyrst í áttina að Keili. Núna er þetta aðeins á öðrum stað, vði suðurendann á þessum gangi. Þetta er aðeins óútreiknanlegt. Getur fært sig til neðanjarðar, en þetta er búið að vera mjög þröngt svæði. Langlíklegasta svæðið, ef það er að koma eldgos, er þar sem þessi órói er og hefur verið unnið með og viðbragðsáætlanir taka mið af.“

Klukkan 15:30 stóð til að þyrla Landhelgisgæslunnar færi í loftið og í yfirflug yfir Keili og Reykjanesið. Samkvæmt því sem Ásgeir H. Erlendson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við Stundina verða tveir starfsmenn almannavarna með í för og skýrst gæti á næstu fimmtán mínútum hvort merki séu um eldsumbrot á yfirborði. 

Eldgos koma í hrinum

Eldgos hafa ekki orðið á Reykjanesskaganum í um 780 ár. Þau hafa hins vegar sögulega séð gengið yfir í lotum á 800 til 1.000 ára fresti. Röð eldgosa varð í Reykjaneskerfinu á árunum 1211 til 1240. Síðasta gos varð í Svartsengi, norðan Grindavíkur, árið 1226. Í Krýsuvík, kringum Kleifarvatn og austan við Keili, urðu stórgos árin 1.151 til 1.188. Þá rann hraun bæði í sjó norðan við og sunnan. Loks gaus í Brennisteinsfjöllum, enn austar og nær höfuðborgarsvæðinu, á 10. og 11. öld.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði að íslenska þjóðin væri aðlögunarhæf. „Ef þetta verður nýja normið, þá er það bara þannig.“

Hugsanleg sviðsmynd hraunrennslis milli Keilis og Litla HrútsÁ vef Veðurstofunnar má sjá hugsanlegt hraunrennsli ef eldgos verður milli Keilis og Litla Hrúts, þar sem óróapúlsinn hefur mælst.
Hraunflæðispá Eldfjallafræði og náttúruvárhópi Háskóla Íslands gaf út nýja spá fyrir hraunflæði seinni partinn í dag.

Á vef Víkurfrétta er bein útsending úr vefmyndavél sem staðsett er á skrifstofu fjölmiðilins og beinist í átt að Keili og Fagradalsfjalli. Sjá má útsendingun hér að neðan.

Segir ekki víst að framhald verði á

Ragnar Stefánsson

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir ekki víst að áframhald verði á óróanum eða að kvika nái upp á yfirborðið. „Þetta er útlausn á spennuorku sem hefur verið að hlaðast upp í einhvern tíma vestast á Reykjanesskaganum. Þessi útlausn kemur fram þarna núna síðast í sprungu sem liggur frá suðvestri til norðausturs, þarna fyrir sunnan Keili. Það eru gossprungur í þessa stefnu, goshryggir, sem eru með þessa stefnu, suðvestur-norðaustur stefnu og þetta er í þá stefnu og það er greinilegt að þarna hefur orðið gliðnun um svona sprungu og kvika hefur farið aðeins upp í þessa gliðnun. Það er svo sem ekkert víst að það haldi neitt áfram. Þetta hefur farið að því er mér virðist vera frekar stutt upp í sprunguna. Samt sem áður virðist þessi færsla sem þarna er vera nálægt meters gliðnun, hún náttúrulega hefur áhrif í kringum sig.

Núna er spurningin hvort hvernig þessi áhrif virka, breyta því ástandi sem hefur verið. Það getur orðið aukning í virkni þarna vestast á nesinu eða vestur af Reykjanesinu getur maður ímyndað sér og það á eftir að koma í ljós hvað áhrifin á þessu verða mikil á þessum atburði en það léttir auðvitað á spennu akkúrat þarna í kring þar sem opnunin er en þetta leggst sem lag ofan á plötuskilin þarna. Menn hafa verið með áhyggjur af jarðskjálfta sem gæti orðið þarna á sem við köllum harða kjarnann á svæði milli Kleifarvatns og Bláfjalla. Þar verða nokkuð stórir skjálftar, þeir geta náð stærðinni 6 til 6,5 þar á milli og það hefur verið á síðustu árum mikið álag á þessum kjarna.“

Fréttin verður uppfærð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
6
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Brosir gegnum sárin
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár