Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir

Tæp­lega tug­ur slíkra mála er á borði kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar. Lík­legt er tal­ið að um fáa full­orðna ein­stak­linga sé að ræða og lík­lega ekki mik­ið fleiri en tvo. Auka þarf fræðslu til barna um hegð­un á net­inu veru­lega að mati að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóns.

Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir
Rannsaka kaup á myndefni Lögreglan rannsakar nú mál þar sem fullorðnir hafa boðið börnum greiðslur fyrir kynferðislegt myndefni. Mynd: Shutterstock

Lögreglan hefur til skoðunar tæplega tæplega tug mála þar sem fullorðnir einstaklingar eru taldir hafa greitt börnum fyrir að senda sér kynferðislegar myndir. Gerendurnir sem um ræðir eru færri, ekki mikið fleiri en tveir að því er lögreglan telur. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að auka þurfi forvarnir og fræðslu til barna um hegðun þeirra á netinu verulega. Sú fræðsla þyrfti að hefjast strax í grunnskóla.

Foreldrar og forráðamenn barna í grunnskólum Reykjavíkur fengu í morgun sendan tölvupóst þar sem vakin var athygli á nýrri birtingarmynd kynferðisbrota gegn börnum og unglingum, þar sem fullorðnir aðilar hafa greitt ungmennum peninga fyrir kynferðislegar ljósmyndir. Í flestum tilfellum hefur samband komist á milli þeirra fullorðnu og barnanna komist á með spjalli á netinu, á síðum eins og Snapchat, Instagram, TikTok og Telegram. Börnum hafi verið boðnar fimm til tíu þúsund krónur fyrir mynd, eftir því hvað á myndinni er að sjá, og hafa greiðslur farið í gegnum öpp á borð við Kass og Aur til að mynda.

„Þetta lítur þannig út að þetta séu ekki margir menn, ekki mikið fleiri en tveir“

Ævar Pálmi segir að þessi mál hafi komið inn á borð til lögreglunnar upp á síðkastið, ekki mörg þó. „Við erum bara að ná utan um þetta. Þetta lítur þannig út að þetta séu ekki margir menn, ekki mikið fleiri en tveir. Börnin sem um ræðir eru fleiri, þetta eru á bilinu fimm til tíu börn sem um ræðir eftir því sem við komumst næst.“

Verið er að kanna hvort málin tengist en það sé óljóst á þessari stundu. „Svona mál geta verið umfangsmikil í rannsókn. Bæði er nokkur fjöldi málsaðila og svo eru mál þar sem börn eru hugsanlegir brotaþolar eru að sjálfsögðu tekin föstum tökum og því meira umstang um þau,“ segir Ævar Pálmi.

Stöðva þarf frekari óæskileg samskipti

Í fyrrnefndum tölvupósti er vakin athygli á því að fullorðnir aðilar sem kaupi myndir með þessum hætti geti á stundum notað þær gegn börnunum til að fá þau til að senda fleiri og grófari myndir. Þá séu dæmi um að reynt sé að nálgast börnin frekar, mynda persónulegt samband við þau, mögulega með gjöfum til að vinna sér inn traust og velvilja. Það sé þekkt leið í kynferðisbrotamálmum gegn börnum.

Í tölvupóstinum er þess einnig getið að börn hafi tekið myndir af netinu og selt hinum fullorðnu. „Rannsóknin er svolítið að stefna í þá átt. Engu að síður þá er komið á samband milli einstaklinga sem ekki er æskilegt, samband sem getur leitt til frekari óæskilegri samskipta sem þarf að stöðva,“ segir Ævar Pálmi.

„Þetta lítur þannig út að þetta séu ekki margir menn, ekki mikið fleiri en tveir“

Rannsóknin gengur meðal annars út á að kanna hvað hinir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi farið fram á, hvernig samband hafi komist á og hvort þeir hafi vitað að þeir ættu í samskiptum við börn. Það sé ekki endilega svo klippt og skorið að hinir fullorðnu hafi endilega átt fullt frumkvæði að upphafi samskipta, þó svo að ábyrgðin liggi hjá þeim.  „Í einhverjum tilvikum getur verið að börn bjóði myndir gegn greiðslu. Staðalímyndin er oft sú að um sé að ræða fullorðinn mann sem borgar barni fyrir kynferðislega ljósmynd, tælir barn til að gera eitthvað. Það er auðvitað eins og þessi brot hafa yfirleitt verið en við erum líka að sjá núna að frumkvæðið að samskiptum getur verið að einhver unglingur sendir út skilaboð um að viðkomandi sé tilbúinn að senda af sér myndir fyrir peninga. Samskiptin hefjast því ekki endilega alltaf hjá hinum fullorðna en ábyrgðin liggur hins vegar alltaf hjá þeim sem er fullorðinn.“

Foreldrar tali við börn sín

Ævar Pálmi segist vonast til að með umfjöllun um þessi brot muni viðlíka mál detta niður. „Þessar bréfasendingar eru forvörn. Börnum er kennt að fara yfir götur, læra umferðarreglurnar, að það sé bannað að stela og bannað brjóta rúður. Það virðist hins vegar vera afskaplega lítil kennsla fyrir börn um það hvernig á að haga sér á netinu. Þar þyrfti að auka forvarnir og fræðslu verulega. Lögreglan er tilbúin í allt samtal og umræðu, þetta samtal mitt við þig er þáttur í því að auka vitund fólks um þessi mál. Mín skoðun er sú að fræðsla og forvarnir um þessi mál eigi heima í fræðslusamfélaginu og eigi að byrja strax í leikskóla. Í Bretlandi eru sex ára börn í áföngum þar sem þau læra hvernig á að hegða sér á netinu. Ég held því miður að við séum dálítið á eftir á í þessum efnum.“

„Það sem fer á netið, það er ekkert hægt að ná því út aftur“

Ævar Pálmi segir að þó að þessi tegund brota sé tiltölulega ný á borði lögreglunnar komi jafnt og þétt til hennar kasta ýmis blygðunarsemisbrot þar sem kynferðislegu myndefni sé dreift án vilja fólks, bæði barna og fullorðinna. „Það kemur manni svolítið á óvart að fullorðið fólk skuli enn senda af sér viðkvæmar myndir yfir netið. Það sem fer á netið, það er ekkert hægt að ná því út aftur. Þó að það sé kannski hægt að ná því út af einum miðli, einni vefsíðu, þá er þetta alltaf þarna til staðar. Þó fólk sendi myndir af sér á einhvern þann sem fólk telur að sé traustsins verður, og er það kannski, þá er líka alltaf möguleik á að einhver annar komist yfir myndefnið. Við höfum séð þess háttar brot. Fólk hefur líka lent í því að senda myndir í góðri trú á meðan að allt lék í lyndi en svo hefur kannski slest upp á vinskapinn. Þá eru dæmi um að myndunum sé dreift og þær jafnvel notaðar sem einhvers konar kúgun eða hótun. Þetta á við bæði um börn og fullorðna.“

Í tölvupóstinum er foreldrum bent á að þau geti farið reikningsyfirlit barna sinna og athuga hvort ókunnugir hafi verið að leggja peninga inn á börnin og eins sé vert að vera á varðbergi ef börn virðast eiga peninga sem ekki er skýring á hvaðan komi. Mikilvægt sé að ræða við börnin um þessi mál, án þess að þau upplifi skömm. Segi börn frá málum af þessum toga, fólk hafi vitneskju um slík mál eða grun þá beri að tilkynna slíkt tafarlaust til lögreglu og barnaverndar í síma 411-9200.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
9
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár