Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Læknar gagnrýna krónískt fjársvelti í heilbrigðiskerfinu

Lækn­ar á Land­spít­ala segja að geng­ið sé fram með óraun­hæf­um kröf­um um nið­ur­skurð. Spít­al­inn hafi ver­ið í krísu ár­um sam­an og stjórn­mála­menn standi ekki við lof­orð um að efla heil­brigðis­kerf­ið.

Læknar gagnrýna krónískt fjársvelti í heilbrigðiskerfinu
Óraunhæfar niðurskurðarkröfur Læknar á Landspítala gagnrýna fjársvelti til heilbrigðiskerfisins. Mynd: Kristinn Magnússon

Læknar við Landspítala gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir krónískt fjársvelti til spítalans og heilbrigðiskerfisins, bæði hvað varðar almennan rekstur, klíníska starfsemi og vísindastarf. Gengið sé fram með óraunhæfum aðhaldskröfum sem ekki séu í takt við vilja almennings, sem vilji sjá heilbrigðiskerfið styrkt. Stjórnmálamenn standi hins vegar ekki við loforð sín um að efla kerfið.

Hans Tómas Björnsson

„Ég tel að krónískt fjársvelti eins og tíðkast hefur hér á landi sé afar skaðlegt til lengri tíma,“ segir Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir í klínískri erfðafræði á Landspítala í viðtali í nýju Læknablaði. Tækifæri séu fyrir Ísland til að verða í fararbroddi í erfðatækni, sem gæti gjörbylt læknisfræði til framtíðar. Hins vegar þurfi að fjárfesta til þess, því erfitt er að ná slíku markmiði með fjársveltri. Uppbygging sé í lágmarki, þekkingu sé aðeins viðhaldið en framfarir verði litlar.

Í öðru viðtali í sama blaði bendir Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala, á að þrátt fyrir að orrustan við Covid-19 kórónaveiruna sé hvergi nærri unnin sé strax farið að tala um að herða sultarólina í heilbrigðiskerfinu. Fjármögnun vísindastarfs og efling háskólahlutverks Landspítala hafi þá lengi verið vanrækt. Þrátt fyrir kröfu um eflingu heilbrigðiskerfisins, til dæmis undirskriftlista þar um sem 80 þúsund manns undirrituðu árið 2016, hafi lítið sem ekkert breyst í þeim málum og það þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi lofað öllu fögru. Tölur sýni að stjórnmálamenn eigi afar erfitt með að standa við loforð um að efla kerfið. „Á sama tíma upplifum við hér á spítalanum, sem hefur verið meira og minna í krónískri krísu frá því að spítalarnir voru sameinaðir, að gengið sé fram með óraunhæfum kröfum um niðurskurð,“ segir Magnús.

Almenningur kallar eftir betri fjármögnun heilbrigðiskerfisins

Aðhaldskrafa var sett á Landspítala í fjárlögum fyrir þetta ár upp á 400 milljónir króna en auk þess er spítalanum gert að vinna upp hallarekstur síðustu ára. Í árslok 2019 nam sá halli 3,8 milljörðum og á spítalinn að vinna hann niður á þremur árum.

„Staðreyndin er þó sú að kerfið í heild sinni hefur verið vanfjármagnað lengi“

Magnús Gottfreðsson

Magnús spyr sig hvort það séu þau skilaboð sem almenningur vilji senda inn til heilbrigðiskerfisins við núverandi aðstæður. „Ég er ekki viss um að það sé þannig.“ Hann segir að jafnframt að svo virðist sem vilji almennings, samanber undirskriftasöfnunina frá árinu 2016, hafi í raun lítil áhrif á raunverulega framkvæmd. Það sé dapurlegt. „Staðreyndin er þó sú að kerfið í heild sinni hefur verið vanfjármagnað lengi. Fjármagn hefur nýlega verið fært frá spítalanum til heilsugæslunnar. Það er pólitísk ákvörðun með sínum rökum, en það var ekki beðið um það. Almenningur var að biðja um betri fjármögnun kerfisins í heild og við stöndum samt nánast á sama punktinum.“ 

Hans Tómas talar á sömu nótum. Til lengri tíma sé gott heilbrigðiskerfi mjög góð langtímafjárfesting en því miður sé hugsað til einna fjárlaga í einu. „Það er ekki hægt að byggja upp nýja hluti meðan það er skýr krafa um niðurskurð en uppbygging er nauðsynleg til að við getum fullnýtt okkur erfðaupplýsingar“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu