Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Beðið um aðstoð við mögulegt framsal tíu Samherjamanna í bréfi lögreglunnar í Namibíu

Lög­regl­an í Namib­íu bað In­terpol þar í landi um að­stoð um að finna samastað 10 nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna Sam­herja. Sterk­ur grun­ur um að starfs­menn Sam­herj hafi tek­ið þátt í lög­brot­um seg­ir í bréfi lög­regl­unn­ar í Namib­íu. Bréf­ið sýn­ir að lög­regl­an í Namib­íu hef­ur ráð­gert að láta stjórn­end­ur Sam­herja svara til mögu­legra saka þar í landi.

Beðið um aðstoð við mögulegt framsal tíu Samherjamanna í bréfi lögreglunnar í Namibíu
Sterk rök Rannsakendur í Namibíu telja sterkan grun vera fyrir því að Þorsteinn Már Baldvinsson og fleiri Samherjamenn geti verið á ákærðir þar í landi. Þorsteinn Már sést hér í Hafnarfjarðarhöfn með hluta þeirra sem grunaðir eru um að hafa þegið mútur frá Samherja.

Rætt er um mögulegt framsal tíu núverandi og fyrrverandi starfsmanna útgerðarfélagsins Samherja í bréfi sem lögreglan í Namibíu sendi til Interpol þar í landi í maí. Bréfið er skrifað af einum af rannsakendum Samherjamálsins þar í landi, Nelius Becker. Tilgangur bréfsins er að óska eftir aðstoð Interpol þar í landi til að fá starfsmenn Samherja framselda til landsins ef það fer svo að þeir verða ákærðir fyrir möguleg brot eins og spillingu, fjársvik, peningaþvætti og mútur.

Bréfið er hluti rannsóknargagnanna í Samherjamálinu í Namibíu sem Stundin hefur undir höndum. Gögnin eru vinnugögn ákæruvaldsins í landinu í Samherjamálinu sem snýst um rannsókn á mútugreiðslum félaga Samherja til ráðamanna í Namibíu á árunum 2012 til 2019 sem Kveikur, Stundin og Al Jazeera greindu frá í nóvember í fyrra í samvinnu við Wikileaks. 

Tekið skal fram að bréfið snýst bara um hugmyndir um mögulegt framsal en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum varðandi umrætt Samherjafólk. Enginn starfsmaður Samherja hefur verið ákærður fyrir lögbrot í Samherjamálinu, hvorki í Namibíu né á Íslandi, og óvíst er hvort svo verði á þessari stundu. Bréfið sýnir hins vegar að ákæruvaldið í Namibíu hefur velt þeim möguleika fyrir sér og tekið skref í áttina að því að undirbúa mögulegar aðgerðir gegn stjórnendum Samherja á Íslandi. 

„Samkvæmt rannsókninni er sterkur grunur um að umræddir einstaklingar hafi haft aðild að glæpunum sem lýst er.“

Í bréfinu, sem ber yfirskriftina „Athugun á samastað stjórnenda Samherja, sem eru íslenskir ríkisborgarar [...],“ stendur meðal annars að „sterkur“ grunur sé um að umræddir einstaklingar hafi framið lögbrotin sem nefnd eru í bréfinu. „Samkvæmt rannsókninni er sterkur grunur um að umræddir einstaklingar hafi haft aðild að glæpunum sem lýst er.“

Beðið er um aðstoð við að hafa upp á þessum einstaklingum með það fyrir augum að mögulega fara fram á framsal þeirra ef svo ber undir. 

Beðið um hjálpLögreglan í Namibíu bað Interpol þar í landi um aðstoð við að finna Samherjafólk.

Fimm með réttarstöðu sakborninga

Þeir tíu einstaklingar sem nefndir eru í bréfinu eru þau Þorsteinn Már Baldvinsson, Aðalsteinn Helgason, Ingvar Júlíusson, Egill Helgi Árnason, Arna Bryndís Baldvins McClure, Baldvin Þorsteinsson, Jón Óttar Ólafsson, Ingólfur Pétursson og tveir lágt settir starfsmenn til viðbótar sem ekki hafa oft verið nefndir á nafn í tengslum við Samherjamálið í Namibíu. Nöfn þeirra tveggja verða látin liggja á milli hluta að sinni. 

Fimm af þeim einstaklingum sem nefndir eru í bréfinu eru einnig með réttarstöðu sakbornings á Íslandi. Þetta eru þau Þorsteinn Már, Arna Bryndís, Aðalsteinn, Egill Helgi og Ingvar. Á Íslandi eru sex einstaklingar með réttarstöðu sakborninga en auk fimmmenninganna er það uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson. Ákæruvaldið í Namibíu fer ekki fram á mögulega aðstoð við að finna Jóhannes þar sem Samherjamálið hófst með því að hann setti sig í samband við yfirvöld í Namibíu um haustið 2018. 

Í lok bréfsins segir: „Beiðni okkar lýtur að því að skrifstofa ykkar, í gegnum þær samskiptaleiðir sem hún hefur að ráða, finni út úr því hvar viðkomandi einstaklinga er að finna (talið er að flestir þeirra séu á Íslandi) og hjálpi okkur við að hafa uppi á þeim ef svo fer að gefnar verði út handtökuskipanir að framsalsbeiðnir.“

Samherji neitaði fréttinni

Fréttastofa RÚV sagði frá tilvist þessa bréfs í byrjun mánaðarins en vitnaði ekki í það. RÚV vitnaði í eiðsvarna yfirlýsingu Karl Patrick Cloete um bréfið. 

Í kjölfar þessarar fréttar neitaði Samherji því að lögregluyfirvöld í Namibíu hefðu reynt að hafa upp á starfsmönnum Samherja. „Namibísk yfirvöld hafa engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. […] Fréttaflutningur um að namibísk stjórnvöld vilji ná tali af nokkrum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Samherja er því mjög villandi.“ 

Enn frekar sagði Samherji að hugleiðingar einstakra lögreglumanna um mögulegt framsal starfsfólks Samherja skiptu ekki máli. „Hugleiðingar einstakra lögreglumanna í Namibíu ráða engu um þær heimildir sem gilda almennt um framsal milli ríkja í tengslum við rekstur sakamála. Namibísk yfirvöld hafa engar lagaheimildir til að krefjast framsals yfir íslenskum ríkisborgurum þar sem enginn samningur er til staðar milli ríkjanna um framsalið.“ 

Bréfið sýnir hins vegar að namibísk yfirvöld hafa víst skipulagt óformlega leit að umræddum einstaklingum, hvað svo sem síðar verður, og er því ekki bara um að ræða hugleiðingar einhvers lögreglumanns eins og Samherji sagði. Fréttaflutningur um að ákæruvaldið í Namibíu hafi áhuga á því að ræða við umrætt starfsfólk Samherja, og eftir atvikum að reyna að fá það framselt til Namibíu, er því hvorki rangur né villandi. 

Leiðrétting:  Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að Jón Óttar Ólafsson væri með réttarstöðu sakbornings í Íslandi. Þetta er rangt. Í stað Jóns Óttars átti nafn Ingvars Júlíussonar að koma fyrir í upptalningunni á þeim sem eru með réttarstöðu sakbornings á Íslandi. Þetta hefur nú verið leiðrétt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
2
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár