Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Biden kominn yfir í Georgíu

Nið­ur­stöð­ur úr póst­kosn­ingu virð­ast tryggja Joe Biden for­seta­embætt­ið, að mati frétta­stofa vest­an­hafs.

Biden kominn yfir í Georgíu
Joe Biden Frambjóðandi Demókrata hefur náð yfirhöndinni í Georgíu. Mynd: afp

Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, er nú með fleiri atkvæði í ríkinu Georgíu en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Verði það niðurstaðan þegar öll atkvæði í ríkinu hafa verið talin dugar það honum til að tryggja sér forsetaembættið.

Mjótt hefur verið á mununum í nokkrum lykilríkjum vegna þess fjölda atkvæða sem bárust í póstkosningu. Biden leiðir nú í Georgíu með aðeins 917 atkvæðum, en Trump hafði yfirhöndina framan af talningunni. Aðeins á eftir að telja nokkur þúsund atkvæði í ríkinu.

Sá frambjóðandi sem vinnur í Georgíu fær þar með 16 svokallaða kjörmenn, en 270 þarf til þess að tryggja sér forsetaembættið. Margar fréttastofur, þar á meðal AP og Fox News, hafa lýst því yfir að Biden sé nú þegar með 264 kjörmenn. Þessi niðurstaða í Georgíu mundi því tryggja honum sigurinn samkvæmt því.

Biden yrði með þessu fyrsti frambjóðandi Demókrata til að vinna í Georgíu síðan Bill Clinton vann árið 1992. Biden er einnig talinn hafa sigrað í ríkjunum Wisconsin og Michigan og hafa fréttastofurnar AP, Politico og Fox News lýst hann sigurvegara í Arizona. Beðið er eftir niðurstöðum úr Nevada, þar sem Biden hefur verið með yfirhöndina, en sigur þar mundi tryggja honum 6 kjörmenn.

Einnig er mjótt á mununum í Pennsylvaníu, en sigurvegarinn þar hlýtur 20 kjörmenn. Trump hefur verið yfir þar, en Biden hefur saxað á forskotið þegar 275 þúsund atkvæði eru eftir ótalin.

Trump hefur hins vegar haldið því fram að stór hluti atkvæðanna séu ólögleg, kallað eftir því að talning atkvæða verði stöðvuð og vill að hæstiréttur taki ákvörðun um framhaldið. Í færslu á Twitter segist hann auðveldlega vinna ef tekið sé tillit til löglegra atkvæða. Twitter hefur eins og oft áður merkt færslu hans sem misvísandi upplýsingar.

Ef litið er til heildarfjölda greiddra atkvæða í Bandaríkjunum hefur Biden hlotið rúmlega 4 milljónum fleiri atkvæði en Trump. Niðurstöður kosninganna velta hins vegar á kjörmönnum sem deilt er niður á einstök ríki í landinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
6
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár