Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Myndhöggvarar segja úrslitin ekki geta staðið

Mynd­höggv­ara­fé­lag Reykja­vík­ur hef­ur sent Reykja­vík­ur­borg er­indi þar sem far­ið er fram á að fjall­að verði um nið­ur­stöðu í sam­keppni um út­lista­verk í Vest­ur­bæn­um. „Þetta get­ur ekki flokk­ast sem lista­verk því þetta er bara hann­að­ur hlut­ur,“ seg­ir Logi Bjarna­son formað­ur fé­lags­ins.

Myndhöggvarar segja úrslitin ekki geta staðið
Forsendur keppninnar brostnar Logi segir augljóst að forsendur samkeppninnar séu brostnar með því að ekki hafi verið farið eftir samkeppnisreglum SÍM. Mynd: Davíð Þór

„Það er ljóst að úrslitin geta ekki staðið,“ segir Logi Bjarnason, formaður Myndhöggvarafélags Reykjavíkur um niðurstöðu samkeppni Reykjavíkur um útilistaverk í Vesturbænum. Félagið hefur sent menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur ályktun þar sem farið er fram á að nefndin fjalli um málið.

Stundin greindi frá því í gær að myndhöggvarar væru öskuillir yfir úrslitunum þar eð þeir teldu að brotið hefði verið gegn samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Sigurvegararnir, höfundar verksins Sjávarmáls, væru ekki starfandi myndlistarmenn heldur arkitektarnir Baldur Helgi Snorrason og David Hugo Cabo auk rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar.

„Okkur finnst skjóta skökku við að í keppni sem er skilgreind og auglýst fyrir myndlistarmenn, með því að fara eigi eftir samkeppnisreglum SÍM, skulu vera valdir aðilar sem eru ekki myndlistarmenn. Forsendur þeirrar keppni eru auðvitað brotnar. Það er fullt af fólki sem tók þátt í keppninni vegna þess að það er litið á þessar samkeppnisreglur sem ákveðinn gæðastimpil,“ segir Logi.

Tiltekið var í samkeppnisreglunum að farið yrði eftir samkeppnisreglum SÍM en einnig var tiltekið að samkeppnin væri opin öllum. Myndhöggvarar líta svo á að með því hafi samkeppnin átt að vera opin öllum starfandi myndlistarmönnum, samanber samkeppnisreglurnar, en ekki hverjum sem væri utan úr bæ.

Hvenær verður maður myndlistarmaður?

Einhver kynni að spyrja í þessu samhengi hvað ráði því hvort fólk geti kallast myndlistarmenn eða myndhöggvarar, í ljósi þess að starfsheitin eru ekki lögvernduð. Þannig mætti velta fyrir sér hvort þeir félagar sem stóðu að vinningstillögunni væru með henni ekki orðnir myndlistarmenn? Logi segir að í því samhengi þurfi að skoða samhengi hlutanna. „Það er spurning um bæði forsögu og það sem á eftir kemur. Þetta er arkitektastofa sem hanna listaverk sem hefur af því enga forsögu og kannski enga framtíð í þeim geira. Þetta getur ekki flokkast sem listaverk því þetta er bara hannaður hlutur.“

„Mér finnst augljóst að þetta verði fellt úr gildi“

Logi segir að gagnrýni myndhöggvara snúi í sjálfu sér ekki að verkinu Sjávarmáli heldur að framkvæmd samkeppninnar. „Við höfum ekkert út á verkið sem slíkt að setja og ekki höfunda þess, heldur bara hverngi staðið var að málum. Þetta snýst fyrst og fremst um atvinnutækifæri listamanna sem hafa reynslu og þekkingu af listsköpun, sem arkitektar hafa ekki. Það er líka grundvallaratriði að þegar að opinberir aðilar tiltaka að farið sé eftir samkeppnisreglum SÍM þá jafngildi það ákveðnum gæðastimpli og það sé því miðað að því að starfandi listamenn, með reynslu og menntun, skapi þá list sem sóst er eftir. Það er grundvallaratriðið.“

Eins og greint var frá í frétt Stundarinnar taldi lögfræðingur Myndstefs, sem stjórn Myndhöggvarafélagsins leitaði til, ástæðu til að kæra niðurstöðuna til kærunefndar útboðsmála. Logi undirstrikar að Myndhöggvarafélagið myndi ekki sjálft standa að slíkri kæru enda fáheyrt að félagasamtök standi í slíkum kærumálum. Hins vegar kæmi ekki á óvart þó að einstaklingar, starfandi myndlistarmenn, myndu hugsanlega standa að slíkri kæru.

„Við erum búin að senda þetta erindi á menningarmálaráð, þeir eiga eftir að fjalla um þetta og við sjáum hvað kemur út úr því. Það er ljóst að úrslitin geta ekki staðið. Mér finnst augljóst að þetta verði fellt úr gildi.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
6
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár