Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samherji segir greiðslur til namibísku „hákarlanna“ hafa verið lögmætar

Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að greiðsl­ur Sam­herja til namib­ískra ráða­manna hafi ver­ið „lög­mæt­ar“. Sam­herji út­skýr­ir ekki eðli þess­ara greiðslna.

Samherji segir greiðslur til namibísku „hákarlanna“ hafa verið lögmætar
Breyta útskýringum Samherji hefur farið frá því að svara því ekki til hvort félagið hafi greitt mútur í Namibíu eða ekki, í að að halda því fram að um hafi verið að ræða greiðslur fyrir „ráðgjöf“ og nú segir félagið að um hafi verið að ræða „lögmætar“ greiðslur. Þorsteinn Már Baldvinsson og Björgólfur Jóhannsson eru forstjórar Samherja. Mynd: Vísir/Sigurjón

„Við lítum svo á að um hafi verið að ræða lögmætar greiðslur og höfnum því alfarið að greiðslur til þessara aðila hafi verið mútur,“ segir Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja, aðspurður um greiðslur fyrirtækisins upp á vel á annan milljarð króna til hóps namibískra ráðamanna í skiptum fyrir kvóta þar í landi á árunum 2012 til 2019. Þetta kemur fram í viðtali við Björgólf í Morgunblaðinu í dag

Sjö Namibíumenn hafa setið í gæsluvarðhaldi í nærri eitt ár í Namibíu vegna málsins. Þeir eru grunaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í málinu auk þess sem rannsókn fleiri brota er undir. Umræddir einstaklingar hafa gengið undir viðurnefningu „hákarlarnir“. Í gær var beiðni þeirra um lausn gegn tryggingu hafnað og sagði dómari í máli þeirra í sumar að Namibíumennirnir hefðu gerst sekir um „rán um hábjartan dag“. 

Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja eru sömuleiðis með réttarstöðu sakborninga vegna málsins á Íslandi. Þeir hafa verið yfirheyrðir grunaðir um aðkomu að mútugreiðslum og peningaþvætti. 

„Við lítum svo á að um hafi verið að ræða lögmætar greiðslur “

Ef Björgólfur hefur rétt fyrir sér þegar hann segir, fyrir hönd Samherja, að Samherji „líti svo á“ að greiðslurnar til áhrifamannanna hafi verið „lögmætar“ er fjölmiðlaumfjöllunin um málið byggð á misskilningi á eðli greiðslna Samherja auk þess sem rannsókn ákæruvaldsins í Namibíu er ástæðulaus sem og rannsókn íslenska ákæruvaldsins á málinu. Sjömenningarnir í Namibíu hafa því setið í fangelsi í nærri eitt ár að ástæðulausu og starfsmenn Samherja hafa fengið réttarstöðu sakborninga að ósekju, ef Björgólfur fer með rétt mál. 

Björgólfur gengur lengra

Í viðtalinu við Morgunblaðið gengur Björgólfur nokkuð lengra í því en Samherji hefur gert áður að halda því fram að greiðslurnar til namibísku ráðamannanna, sem Kveikur, Stundin og Al Jazeera greindu frá í fyrra í samstarfi við Wikileaks, hafi verið eðlilegar eða „lögmætar“ eins og hann orðar það. 

Fyrst eftir að umræddir fjölmiðlar greindu frá málinu í nóvember í fyrra treysti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ekki að fullyrða aðspurður að Samherji hefði ekki greitt mútur. Þorsteinn Már var spurður um þetta atriði í viðtali á vísi.is

Síðan þá hefur Þorsteinn Már haldið því fram að um hafi verið að ræða ráðgjafagreiðslur.

Í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í síðasta mánuði sagði Þorsteinn Már að Samherji hefði „greitt ein­hverjar greiðslur til ráð­gjafa“  í Namibíu en að þetta hafi ekki verið mútur.

Slíkar „ráðgjafagreiðslur“ eru þekkt yfirskyn fyrir eiginlegar mútugreiðslur í mörgum löndum heimsins þar sem engin eiginleg ráðgjöf er veitt heldur er um að ræða greiðslur sem veita aðgang að gæðum, eins og til dæmis kvóta, í krafti pólitísks valds.  Aðilarnir sem sitja í fangelsi í Namibíu grunaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja eru meðal annars tveir fyrrverandi ráðherrar. 

Ekki skilgreint sem mútugreiðslurEnski hagfræðingurinn Paul Collier er einn þeirra sem hefur hefur útskýrt að mútugreiðslur fyrirtækja eru vitanlega aldrei skilgreindar sem slíkar.

Líkt og enski hagfræðingurinn Paul Collier hefur sagt þá eru mútugreiðslur vitanlega aldrei skilgreindar sem mútugreiðslur heldur eitthvað annað eins og til dæmis ráðgjafagreiðslur eða strokugreiðslur (e. facilitation feee):„Mútur eru auðvitað aldrei kallaðar „mútur“; þetta eru „strokugreiðslur“ sem fyrirtækið sem nýtir auðlindirnar greiðir til fyrirtækja í viðkomandi landi, sem eru með óskýru eða óþekktu eignarhaldi, fyrir óskilgreinda þjónustu,“ segir Collier, sem er sérfræðingur í málefnum Afríku, í bók sinni The Plundered Planet

„Hvorki Samherji, né nokkur félög tengd Samherja, hafa nokkru sinni greitt mútur.“

Í viðtalinu við Moggann í dag segir Björgólfur ekki einu sinni að um hafi verið að ræða greiðslur fyrir ráðgjöf heldur aðeins „lögmætar greiðslur“. Hann útskýrir eðli þessara greiðslna ekki frekar, líkt og Samherji hefur gert áður, og er ekki beðinn um að útskýra af hverju umræddir peningar runnu frá Samherja til Namibíumannanna sjálfra. 

Mútur nefndar í bókhaldsgögnum Samherja

Í viðtalinu segir Björgólfur meðal annars einnig um mútugreiðslurnar sem félagið greiddi í Namibíu: „Samherji hafnar því staðfastlega að hafa greitt mútur. Hvorki Samherji, né nokkur félög tengd Samherja, hafa nokkru sinni greitt mútur. Varðandi kvótaviðskipti Samherja í Namibíu þá hef ég ekki séð annað en að félög tengd Samherja hafi greitt markaðsverð fyrir kvótann og þá fæ ég ekki séð að mútur hafi nokkurn tímann verið greiddar.“

Eitt af vandamálunum við þessi ummæli Björgólfs er það að Samherji gerði ráð fyrir því í kostnaðaráætlunum að þurfa að greiða mútur í starfsemi sinni í Afríku.

Eins og Stundin hefur fjallað um er eitt dæmi um að mögulegar mútur hafi verið settar inn í kostnaðaráætlanir Samherja í Afríku að finna í minnisblaði frá Samherja í Marokkó árið 2008, þar sem Samherji stundaði fiskveiðar áður en fyrirtækið fór til Namibíu. Þar stendur, undir liðnum „annað“, í kostnaðaráætlun fyrir landvinnslu Samherja þar í landi, „mútur“. Ekki kemur fram hversu mikið eigi eða hafi verið greitt í mútur og ekki er ljóst hvort þetta var gert í Marokkó. En sú staðreynd að þennan kostnaðarlið var að finna í minnisblaðinu frá Samherja sýnir að útgerðarfélagið gerði ráð fyrir því að þurfa mögulega að beita mútum í starfsemi sinni í Marokkó.

Annað gagn frá Marokkó sýnir hvernig gert var ráð fyrir mútugreiðslum til tollsins í landinu en sérstakur bókhaldslykill var merktur „bribes to customs“.

Til ráðamannanna ekki ríkisinsJóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, hefur lýst því hvernig greiðslurnar fyrir kvótann runnu til namibíusku ráðamannanna í stað ríkisins.

Snýst um hvert peningarnir fóru en ekki markaðsverð

Annað sem vekur athygli við orð Björgólfs er fullyrðing hans um að Samherji hafi greitt markaðsverð fyrir kvótann í Namibíu. Eitt af vandamálunum við þessi orð hans er að Samherji greiddi „hákörlunum“ svokölluðu fyrir afnotin af kvótanum að hluta en ekki namibíska ríkinu. Kvótagjaldið rann því að hluta til í vasa einstaklinganna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi en ekki til ríkisins. Þetta er svona eins og ef veiðigjöld íslenskra útgerðarfélaga myndu renna í vasa forstjóra Fiskistofu eða sjávarútvegsráðherra Íslands á hverjum tíma en ekki í ríkiskassann. 

Um þetta sagði Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Namibíumálinu, í viðtali við Stundina í fyrra. „Það eru kannski 1,5 til 2 milljónir Bandaríkjadala sem hafa farið til ríkisins frá 2014 til 2019. En strákarnir, þessi spillta grúppa, eru búnir að fá yfir 10 milljónir Bandaríkjadala. Það eru yfir 10 milljónir dollara sem þeir hafa fengið, beint í þeirra vasa og annarra, og ríkið fær miklu, miklu minna. Svo hefur Samherji hagnast mikið á þessum veiðum.“ 

Í orðum Jóhannesar felst því að þessar meira en 10 milljón dala greiðslur hafi aldrei komið til namibíska ríkisins heldur að þær hafi meðal annars farið frá fisksölufyrirtæki Samherja á Kýpur, sem meðal annars selur makrílinn sem veiddur er í Namibíu, til namibísku ráðamannanna sem nú sitja í fangelsi. Greiðslurnar fyrir afnotin af auðlindum Namibíu fóru því frá félögum Samherja í vasa spilltra stjórnmála- og embættismanna. 

Þetta er í raun kjarni Namibíumáls Samherja; hvert greiðslurnar sem Samherji greiddi fyrir afnotin af kvótanum í Namibíu runnu í reynd að stóru leyti. Út af þessu er málið til rannsóknar sem mútumál í Namibíu og einnig á Íslandi. Það er ekki til rannsóknar hvort peningarnir sem runnu frá Samherja í skiptum fyrir kvótann hafi numið markaðsverði á kvótanum eða ekki heldur hvert þessir peningar fóru.

Hvort ákæruvaldið í Namibíu og á Íslandi „lítur svo á“ að Björgólfur Jóhannsson og Samherji hafi rétt fyrir sér í þessum túlkunum á mútugreiðslunum frá útgerðinni á svo eftir að koma í ljós.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár