Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Trump „slefar af tilhlökkun“: Réttindi kvenna, hinsegin fólks og innflytjenda í uppnámi

Re­públi­kan­ar til­kynna að þeir ætla að keyra í gegn nýj­an hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem gæti breytt öllu laga- og rétt­indaum­hverfi Banda­ríkj­anna fyr­ir kom­andi kyn­slóð­ir.

Trump „slefar af tilhlökkun“: Réttindi kvenna, hinsegin fólks og innflytjenda í uppnámi
Vilja að óskir Ginsburg séu virtar Fólk heldur uppi skiltum og kertum til minningar um Ruth Bader Ginsburg, ásamt ákalli um að ósk hennar verði virt og enginn dómari skipaður í hennar stað fyrr en að afloknum forsetakosningum, eins og hefðin segir. Mynd: Jose Luis Magana / AFP

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi ætla að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara um leið og Donald Tump forseti opinberar tilnefningu sína og gæti það gerst á allra næstu dögum. Heimildarmaður innan Hvíta hússin segir að forsetinn „slefi af tilhlökkun“ við að koma íhaldsömum dómara að og breyta þannig öllu lagaumhverfi Bandaríkjanna næstu áratugi. Vegna nýrra lagabreytinga eiga Demókratar nánast engan möguleika á að stöðva tilnefningu Trumps fyrir kosningar.

Ruth Bader GinsburgEinn mesti áhrifavaldurinn í réttindum minnihlutahópa í Bandaríkjunum er fallinn frá. Donald Trump vill velja eftirmann hennar.

Ruth Bader Ginsburg, sem hafði verið einn helsti málsvari frjálslyndis við hæstarétt Bandaríkjanna í 27 ár, lést á sjúkrahúsi í fyrrakvöld. Aðeins liðu nokkrar mínútur frá því að tilkynnt var um fráfall hennar þangað til Repúblikanar gáfu það út að þeir myndu sækjast eftir því af öllu kappi að skipa íhaldsmann í hennar stað innan sex vikna. Það er sá litli tími sem er til kosninga, eða 45 dagar. Aldrei í sögu Bandaríkjanna hefur dómari við hæstarétt verið skipaður með svo litlum fyrirvara. 

Óttast margir að réttindabarátta kvenna og minnihlutahópa verði fyrir ómældum skaða ef Trump stjórnin fær sínu framgengt. Lög um fóstureyðingar og réttindi hinsegin fólks byggja nánast alfarið á túlkun hæstaréttar og verði hann þéttskipaður íhaldsmönnum í fyrsta sinn á síðustu áratugum er líklegt að það breyti lagaumhverfi Bandaríkjanna í heila kynslóð, enda eru hæstaréttardómarar skipaðir til æviloka. 

Gangi öfgakennstu spár eftir verða íhaldsmenn með slíka yfirburði við hæstarétt í fyrirsjáanlegri framtíð (búist er við að Trump skipi dómara í yngri kantinum) að réttindi kvenna til fóstureyðinga eru í uppnámi auk þess sem hjónabönd samkynhneigðra og öll áunnin réttindi transfólks og minnihlutahópa almennt gætu gufað upp með einu pennastriki. 

Fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi fyrir einn flokk að keyra í gegn tilnefningu nýs dómara með svo skömmum fyrirvara, einfaldur meirihluti dugði ekki til og var hægt að beita málþófi til að tefja slík mál mánuðum saman. Það er nákvæmlega það sem Repúblikanar gerðu á síðasta kjörtímabili, árið 2016, þegar Barack Obama ætlaði að skipa nýjan dómara við hæstarétt en hann átti þá 11 mánuði eftir í embætti. 

Mitch McConnellNeitaði að staðfesta val Baracks Obama á dómara í Hæstarétt árið 2016, vegna þess að Obama átti aðeins tæpt ár eftir á forsetastóli. Nú þegar einn og hálfur mánuður er í forsetakosningar telur hann að Trump eigi heimtingu á að velja dómara.

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, braut hins vegar blað í sögunni með því að neita að samþykkja nýjan dómara þar sem Obama ætti minna en eitt ár eftir í embætti. McConnell er núna í fremstu röð þeirra sem vilja samþykkja nýjan dómara Trumps aðeins sex vikum fyrir kosningar og er hann sakaður um hræsni á þeim forsendum. Hann svaraði því hins vegar til í dag að Obama hafi ekki átt möguleika á endurkjöri, ólíkt Trump, og því gildi ekki sömu lögmál.

Repúblikanar hafa auk þess komið í veg fyrir að Demókratar geti tafið tilnefninguna með því að nota notað styrk sinn á þingi og í Hvíta húsinu á þessu kjörtímabili til að breyta lögunum um málþóf og aukinn meirihluta. Repúblikanar hafa því afnumið lögin sem þeir sjálfir beittu til að tefja tilnefningu Obama í heilt ár. Svo virðist sem þeir hafi nú öll spil á hendi hvað varðar skipun næsta dómara við hæstarétt.

Fréttastöðin CNN hefur eftir heimildamanni í Hvíta húsinu að Trump hafi „slefað af tilhlökkun“ við að fá að skipa íhaldsmann í stað Ginsburg, jafnvel áður en hann vissi að hún væri látin. Hún var 87 ára gömul og glímdi við erfið veikindi árum saman, því má ætla að Trump sé nú þegar tilbúinn með sér þóknanlegan dómara til að tilnefna og hafi aðeins verið að bíða eftir að hún félli frá. Sama heimild CNN segir að Trump stjórnin ætli sér að keyra tilnefninguna í gegn á methraða um leið og forsetinn hafi greint sínum innsta hring frá því hver verði fyrir valinu.

Forsetakosningar í Bandaríkjunum verða haldnar þriðjudaginn 3. nóvember næstkomandi. Samkvæmt kosningaspá FiveThirtyEight eru taldar 77% líkur á sigri Joes Biden.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár