Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gagnrýnir hvað borgin rukkar lága leigu: „Þetta eru verðmætar eignir“

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, tel­ur að lágt leigu­verð á eign­um borg­ar­inn­ar til fyr­ir­tækja í sam­keppn­is­rekstri brjóti gegn ákvæð­um EES-samn­ings­ins um op­in­ber­an stuðn­ing.

Gagnrýnir hvað borgin rukkar lága leigu: „Þetta eru verðmætar eignir“
Undrast lágt leiguverð Vigdís undrast lágt leiguverð borgarinnar til einkaaðila í samkeppnisrekstri. Mynd: gunnarsvanberg.com

Tekjur Reykjavíkurborgar vegna leigu á húsnæði í eigu borgarinnar árið 2019 numu rúmum hálfum milljarði króna. Almennt er fermetraverð leigu fremur lágt, allt niður í 100 krónur á fermetra. Hluti leigutaka borgarinnar eru fyrirtæki á samkeppnismarkaði og eru dæmi um að leiguverð á fermetra til þeirra aðila sé mjög lágt. Þannig leigir Íslenska gámafélagið eignir uppi í Gufunesi á 347 krónur á fermetrann. Borgarfulltrúi hefur efasemdir um að lágt leiguverð standist EES-samninginn.

Um 74 leigusamninga er að ræða og eru eignirnar víðs vegar um borgina. Í ellefu tilfellum greiðir aðalsjóður borgarinnar hluta leiguverðs til móts við leigutaka með samstarfssamningi sem gerð hafa verið við svið borgarinnar. Á það til að mynda við um leigu félagasamtakanna Takmarks sem reka áfangaheimilið Nýtt takmark að Barónsstíg 13, fyrir karlmenn sem eru að fóta sig í samfélaginu. Heildarleigutekjur borgarinnar voru á síðasta ári 507.041.213 krónur fyrir umræddar eignir.

„Það er auðvitað bara hlægilega lágt“

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, óskaði í borgarráði eftir gögnum um leigutekjur, leigusala og fermetraverð leigu. Svar við fyrirspurninni var lagt fram í borgarráði í síðustu viku. Í bókun á fundi borgarráðs setti Vigdís fram athugasemdir við hversu lágt fermetraverð væri almennt. Þannig væri leiguverðið aðeins í 16 tilfellum hærra en 2.000 krónur á fermetra.

Bragginn leigður á 1.500 krónur fermetrinn

Almennt setur Vigdís spurningu við það hversu lágt fermetraverð leigutakar hjá borginni greiða, allt niður í 100 krónur. „Það má alveg velta fyrir sér hvort hagsmunir borgaranna séu ekki fyrir borð bornir þegar verið er að leigja á svona lágu verði út frá sér.“ Vigdís segist ekki gera athugsemdir við lága leigu til líknarfélaga eða annarra aðila sem starfa í þriðja geiranum, frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfi í almannaþágu. Þá þykir henni ekki óeðlilegt að skólar eða leikskólar greiði lægri leigu en almennt gerist.

Vigdís gerir hins vegar athugasemdir við lága leigu til fyrirtækja sem starfsa í samkeppnisrekstri og nefnir til að mynda Íslenska gámafélagið. „Þetta eru bara verðmætar eignir þarna uppi í Gufunesi og það vildu áreiðanlega margir vera með atvinnureksturinn sinn þar þó að það sé jaðarbyggð. Fermetraverðið þar er alveg ótrúlega lágt því þetta er bara fyrirtæki í samkeppnisrekstri.“

Einnig bendir Vigdís á mjög lága leigu sem Grunnstoðir, rekstrarfélag Háskólans í Reykjavík, greiðir fyrir fasteignina Nauthólsveg 100, Braggann svonefnda. Fermetraverð leigunnar er 1.539 krónur en í Bragganum er meðal annars rekið veitingahús í samkeppnisrekstri. „Það er auðvitað bara hlægilega lágt,“ segir Vigdís.

Segir lágt leiguverð skekkja samkeppnisstöðu 

Þriðja dæmið sem Vigdís nefnir sérstaklega er leiguverð til fyrirtækisins Hlemmur mathöll ehf. sem leigir húsnæði borgarinnar á hlemmi fyrir 2.341 krónu á fermetra. „Leigan á Hlemmi er hrópandi ódýr í samanburði við það sem aðilar sem eru í samkeppni í veitingarekstri á sama svæði eru að greiða. Ég hef efasemdir um að svo lág leiga standist reglur um stuðning við fyrirtæki á samkeppnismarkaði samkvæmt EES-samningnum, því hæglega er hægt að segja að um opinbera stuðning borgarinnar sé að ræða.“

„Ég hef efasemdir um að svo lág leiga standist reglur um stuðning við fyrirtæki á samkeppnismarkaði“

Árið 2019 greiddi borgin sjálf 1,6 milljarða króna í leigu fyrir húsnæði, samkvæmt upplýsingum sem Vigdís hafði áður kallað eftir og voru lagðar fram í borgarráði í júní síðastliðnum. Þar kemur ekki fram leiguverð á fermetra og hefur Vigdís óskað eftir að fá þær upplýsingar einnig. Stór hluti leiguhúsnæðis borgarinnar eru íbúðarhúsnæði sem gera má ráð fyrir að sú nýtt í félagslega leigukerfinu. Vigdís tekur  fram að hún geri ekki athugasemdir við leigu á íbúðarhúsnæði, sem að verið sé að leigja sem félagslegt úrræði til skjólstæðinga sína, sem sannarlega þurfa á því að halda. Hún veltir þó fyrir sér hvers vegna það húsnæði sé ekki einfaldlega leigt af Félagsbústöðum.

„Stóra myndin er sú að Reykjavíkurborg borgar sjálf 1,6 milljarð í leigu en fær á móti, fyrir sína eignir sem hún leigir, aðeins hálfan milljarð í leigu. Ég á hins vegar eftir að fá upp hvert er fermetraverðið á þeim eignum sem borgin sjálf er að leigja til að geta gert samanburð. Ég er til dæmis mjög forvitin að vita hvað borgin er að greiða í leigu á skrifstofuhúsnæðinu í Borgartúni, á fermetra. Þegar allt kemur til alls tel ég mjög óeðlilegt að stjórnvald sé að leigja af miklu hærra verði af einkaaðilum heldur en hún er að leigja út til einkaaðila,“ segir Vigdís.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár