Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ráðherra um þyrluferðina: „Verðum að ganga á undan með góðu fordæmi“

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra seg­ir að boð um þyrlu­ferð hafi kom­ið upp í sam­tali sem hún átti við Georg Lárus­son, for­stjóra Land­helg­is­gæsl­unn­ar, af öðru til­efni. Hún hafi vilj­að mæta í per­sónu á fund um COVID-19 til að und­ir­strika mik­il­vægi til­efn­is­ins.

Ráðherra um þyrluferðina: „Verðum að ganga á undan með góðu fordæmi“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boðið. Mynd: xd.is

„Eftir á að hyggja voru það mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð um flugferðina. Við sem gegnum ábyrgðarstöðum á vegum ríkisins og þá ekki síst ráðherrar verðum að ganga á undan með góðu fordæmi.“

Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari við fyrirspurn Stundarinnar. Stundin greindi frá því á mánudag að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði flutt Áslaugu Örnu úr hestaferð sem hún var í með föður sínum á fundinn „Að lifa með veirunni“ í Reykjavík og til baka fimmtudaginn 20. ágúst. Ráðherra var ekki meðal ræðumanna á fundinum, en hlýddi á ræður og yfirgaf fundinn þegar hann var rétt um hálfnaður. Fundinum var streymt á netinu. Flogið var með hana til baka í hestaferðina og fór þyrlan þaðan í Borgarfjörð í næsta verkefni.

Sjaldgæft er að Landhelgisgæslan fljúgi með ráðherra og þegar það gerist tengist það oftast störfum stofnunarinnar eða utanríkismálum, svo sem heimsóknum erlendra ráðamanna eða varnaræfingum. Segir Áslaug Arna að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið henni farið í samtali sem þau áttu af öðru tilefni.

„Mér var tjáð að það hefði ekki áhrif á önnur verkefni þyrlunnar, kostnað eða flugáætlun“

„Eins og áður hefur komið fram var mér boðið af forstjóra Landhelgisgæslunnar að slást með í för þyrlu stofnunarinnar sem var í verkefnum þennan dag,“ segir Áslaug Arna. „Þetta kom upp í samtali sem við áttum af öðru tilefni daginn áður. Ég þáði boðið þar sem mér var tjáð að það hefði ekki áhrif á önnur verkefni þyrlunnar, kostnað eða flugáætlun.

Ég taldi mikilvægt að sýna málefninu stuðning í verki með því að mæta á fundinn „Að lifa með veirunni“ enda var efnt til hans að tillögu sóttvarnalæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Markmiðið er mikilvægt þ.e.a.s. að skapa vettvang fyrir aukið samráð í baráttunni við þann vágest sem veiran er.“

Spurningar Stundarinnar og svör ráðherra

1. Af hverju sótti ráðherra fundinn „Að lifa með veirunni“ fimmtudagsmorguninn 20. ágúst frekar en til dæmis að fylgjast með honum netleiðis?

Líkt og að framan segir taldi ég mikilvægt að mæta sjálf til að undirstrika mikilvægi tilefnisins.

2. Var eitthvað annað tilefni með ferð ráðherra til Reykjavíkur? 

Nei.

3. Óskaði ráðherra eftir fluginu sjálf?

Forstjóri Landhelgisgæslunnar bauð upp á þessa flugferð í samtali sem við áttum af öðru tilefni daginn áður. 

4. Hvenær var tekin ákvörðun um að ráðherra færi á fundinn og hvenær var tekin ákvörðun um að ferðin yrði farin með þyrlunni?

Ég taldi rétt að vera á staðnum og boð um að fara með þyrlunni kom daginn áður.

5. Telur ráðherra það rétta nýtingu á tíma, mannauð og fjármunum Landhelgisgæslunnar að flytja ráðherra á þennan fund?

Eins og hefur komið fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni var að hennar mati ekki um að ræða aukakostnað né aukna fyrirhöfn eða skerta viðbragðsgetu þar sem þyrlan var fullmönnuð til útkalls. 

6. Telur ráðherra það rétta nýtingu á tíma, mannauð og fjármunum Landhelgisgæslunnar að flytja ráðherra í frí?

Vísa í svar við spurningu nr. 5.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
6
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár