Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þingmaður um þyrluferð ráðherra: „Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings“

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­mað­ur VG, seg­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra hafa sýnt dómgreind­ar­brest með því að fljúga með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar úr fríi og til baka. Land­helg­is­gæsl­an seg­ir for­stjóra hafa boð­ið ráð­herra far­ið.

Þingmaður um þyrluferð ráðherra: „Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings“
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Þingmaður segir ráðherra hafa sýnt dómgreindarbrest.

Þingmaður Vinstri grænna segir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi sýnt dómgreindarbrest þegar hún flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr hestaferð á Suðurlandi á fund í Reykjavík og til baka í frí.

„Eitt að starfsmenn [Landhelgisgæslunnar] sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur,“ skrifar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á Twitter í gær. „Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings.“

Stundin greindi frá því í gær að þyrlan hefði flutt Áslaugu Örnu úr hestaferð sem hún var í með föður sínum á fundinn „Að lifa með veirunni“ í Reykjavík og til baka fimmtudaginn 20. ágúst. Ráðherra var ekki meðal ræðumanna á fundinum, en hlýddi á ræður og yfirgaf fundinn þegar hann var rétt um hálfnaður. Flogið var með hana til baka í hestaferðina. Fundinum var streymt á netinu.

Sjaldgæft er að Landhelgisgæslan fljúgi með ráðherra og þegar það gerist tengist það oftast störfum stofnunarinnar eða utanríkismálum, svo sem heimsóknum erlendra ráðamanna eða varnaræfingum.

„[...] að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur“

Boðið hafi komið frá forstjóra Landhelgisgæslunnar

Í frétt RÚV um málið í gær segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið ráðherra far á fundinn. Segir hann ráðherra og Georg ræðast oft við. Í ljós hafi komið að þyrlan væri að störfum við Langjökul þennan sama dag og hafi Áslaugu Örnu, sem er æðsti yfirmaður Gæslunnar, verið boðið far. Engar tímabreytingar hafi hins vegar verið gerðar á flugi þyrlunnar til að aðlaga flugið áætlunum ráðherra.

Samkvæmt flugskýrslu fór þyrlan hins vegar í loftið frá Reykjavík klukkan 7:00 á fimmtudagsmorgun og sótti ráðherra í Reynisfjöru. Komið var aftur til Reykjavíkur klukkan 8:40, en fundurinn sem ráðherra sótti á Hótel Hilton Nordica hófst klukkan 9:00. Farið var aftur í loftið klukkan 11:06 og flogið með ráðherra til baka. Að þessu loknu fór þyrlan og sótti sérfræðinga Veðurstofunnar í Húsafell í Borgarfirði, sem var tilefni þess að áhöfnin var til staðar þennan dag.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í dag er flugið sett í samhengi við athuganir á því hvort hlaup hefði orðið í Svartá við Langjökul. „Í símtali forstjóra Landhelgisgæslunnar og dómsmálaráðherra bar þetta mál á góma og að um væri að ræða allnokkur flug vegna jarðhræringa og hugsanlegra eldsumbrota. Bauð forstjórinn dómsmálaráðherra ferð með þyrlunni enda lá fyrir áhöfnin þyrfti að sinna umræddu verkefni,“ segir í tilkynningunni.

„Það skal tekið fram að öll flug sem þessi eru innan flugtímaáætlunar Landhelgisgæslunnar sem reiknast sá lágmarkstími sem þarf til að halda áhöfnum í þjálfum og tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs. Ekki er því um aukakostnað né aukna fyrirhöfn eða skerta viðbragðsgetu þar sem þyrlan var fullmönnuð til útkalls.“

Ekki hafa borist svör frá dómsmálaráðuneytinu við fyrirspurn Stundarinnar um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
2
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
4
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
Brosir gegnum sárin
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
10
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
10
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár